Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 U ndanfarið hefur mikið verið rætt um aðferðir og vinnu- brögð við ritun ævisagna. Þótt þær séu fræðirit eru þær líka frásagnir. Höfund- ar hneigjast því eðlilega til að breiða yfir fræðikenning- ar og hugmyndir sem kunna að vera að baki verkunum og laga fræðilega greiningu að frásagnarforminu. Nærvera og fjarlægð þurfa að vegast á í ævi- sögu. Frásögnin þarf að ganga nærri söguhetj- unni og veruleika hennar en mynda um leið yf- irsýn. Eftir dauðann eru menn fjarri og nærri í senn. Holdið er forgengilegt og hverfur. Stytt- ur og minnismerki rísa um merkismenn, ljóð- línur skálda eru höggnar í stein. Hversdag- urinn gleymist, rituð gögn fara á söfn, hugmyndir og skáldskapur hefja framhaldslíf. Sumir gleymast, aðrir eru hafnir á stall og saga þeirra afbökuð. Ævisögur eiga að bæta þar úr. Markmiðið með ævisögu Stephans G. Steph- anssonar var að vefa breiða samfélags- og menningarlýsingu inn í sögu hans, sýna átök hans við veröldina, láta hversdagsleikann kveðast á við dýptina í verkum hans og gera skáldskapar- og hugmyndasögu hans skil án þess að trufla söguþráðinn um of. Þetta krefst vinnu með tvo meginása sérhverrar frásagnar, hinn myndræna og hinn tímanlega.1 Samræða höfundar við heimildir birtist á myndræna ásn- um í viðleitni til að komast sem næst heimi söguhetjunnar en niðurskipan frásagnarinnar í tíma felur í sér fjarlægð og sundurgreinandi úrvinnslu. Hirðusemi Þegar halla tók að ævilokum setti Stephan G. hugleiðingu um ævisögur í bréf til Baldurs Sveinssonar vinar síns. Þá var hann mikið far- inn að hirða um bréf og aðrar heimildarytjur frá fyrri tíð og nýlega búinn að arfleiða séra Rögnvald Pétursson að því sem hann kallaði sitt andlega þrotabú. Það var allt sem eftir hann lá ritað, prentað og óprentað fyrir utan „ósamstæð eiginsögubrot“, sem voru drög til ævisögu sem hann hafði skrifað fyrir Baldur, einkum árið 1923. Stephan hvatti auk þess vini sína til að halda til haga rituðum gögnum sín- um og helst skrifa endurminningar. Með ævisögudrögum, hirðusemi og hvatn- ingu til vina sinna horfði Stephan til framtíðar. Hann víkkaði þá hugmynd sem hann hafði sett fram í kvæði um að maðurinn og þjóð hans hverfi sporlaust skili hann „ei framtíð skáldi að gjöf“. Með varðveislu heimilda og ritun end- urminninga væru sjálfmenntaðir vinir hans af sama sauðahúsi, Jónas Hall, Jón Jónsson frá Mýri og Jón Jónsson frá Sleðbrjót, að skrá kafla í íslenskri menningarsögu. Þetta var þjóðernis- og menningarlegur metnaður Stephans, hann vildi að þessir menn sýndu hvers þeir hefðu verið megnugir. Samhengið er þó flóknara. Í fyrrnefndu bréfi til Baldurs sagði Stephan að sér þætti illt að „bera á bál bréf frá vinum sínum“ og bætti við: „Svo er annað, í bréfum er oft eina „æfisagan“ að gagni – ég á við þá sem æðst er og innan- brjósts. Þau eru eins og skjáir á þekju úti, þeim sem inni er, sýna með því hvernig stráin beygjast, hvaðan vindurinn stendur, það er að segja, þau sem eru um annað en veðurfar og búrdalla.“ Þetta segir ekki alla söguna. Aðeins sá sem var alinn upp í íslenskum torfbæ og hafði af brýnni nauðsyn bóndans þurft að hyggja vand- lega að veðri gat sýnt þessa hugsun með stráum á torfþekju. Um leið þurfti þekkingu til að hneppa hugsanastrauma í jafn hnitmiðaða myndhverfingu. Bréf eru vissulega heimildir um „það sem æðst er og innnanbrjósts“. En maður í svo nánum tengslum við hinn áþreif- anlega veruleika í kringum sig, veðurfar og jarðarmold, kýr og axarsköft, er mótaður af þeirri nálægð. Veröld Stephans var frá öndverðu veröld áþreifanlegs veruleika og búskapar annars vegar og veröld skrifaðra og prentaðra bóka hins vegar. Hann vildi lyfta sér yfir hversdags- veruleikann því fyrir honum var það framtíð- inni mikilvægt sem í bókum var og þroskaðist í huganum. Skynbragð hans á búskap og hag- nýta hluti var engu að síður glöggt. Veruleika- skyn hins ótæknivædda samfélags var annað en í dag. Menn fundu bústörf og náttúru á eig- in skinni og voru gæddir næmi sem nútíma- menn hafa glatað. Ritmenning og bækur fjar- lægja menn hænufet frá hinu áþreifanlega og gera sumum kleift að sjá sjálfa sig og tilveru sína í víðara samhengi, enda var bókleg iðja oft litin hornauga af samtíðinni. Hjá Stephani auðgaði næmi fyrir störfum og náttúru hina bóklegu þekkingu. Sá samsláttur er lykilatriði í sögu hans og því þurfti að ná hinu áþreif- anlega vel fram: vinnu, fannfergi og sólarhita, horfelli, lífsháska hverdagslífsins. Heimildir Stephani var ekki umhugað að sýna framtíð- inni annað en sitt andlega líf. En það er einmitt átakasambúð anda og efnis sem á brýnast er- indi við síðari tíma. Ókjör heimilda sem að þessu lúta koma að gagni í ævisögunni og þeim þarf að gefa mál og merkingu. Flestar eru um- merki eða vitnisburðir um Stephan eða sam- ferðafólk hans, en aðrar eru um samfélag og tíðaranda. Þær ganga í endurnýjun lífdaga: Jarðaúttektir, hreppsbækur, búnaðarskýrslur, veðurbækur og kirkjubækur sýna harða lífs- baráttu, húsakost, bústærð og opinber gjöld. Slíkar heimildir sýna ytri umgerð fátækrar fjölskyldu í Skagafirði upp úr miðri 19. öld. Endurminningar og upprifjanir í sendibréfum, munnmæli og mannlýsingar fylla upp í þessa umgerð og gefa til kynna innra líf og hugarfar fólks. Fundargerðir, lánsumsóknir og lán, dag- blöð og sendibréf, vasabækur og landakort, dagbækur og endurminningar eru heimildir sem síðar bætast við og sýna aðstæður Steph- ans, meðan hann tileinkaði sér hugmyndir sem voru á kreiki í veröldinni og þroskaði kveðskap sinn. Þessar heimildir voru notaðar til að draga sjónarhornið neðar, til að sjá innanfrá heim al- þýðumannsins Stephans. Þannig fæst betri mynd af því svigrúmi og valkostum sem ein- staklingurinn hafði í samfélagi sínu, svo notuð sé skilgreining úr herbúðum einsögunnar.2 Að- ferðin á samhljóm í verkum Stephans sjálfs, hann dró upp magnaðar lýsingar af þessu tagi í kvæðum á borð við Jón hrak og gæddi þetta sjónarhorn víðtækri merkingu. Aldrei verður þó fullgerð heildarmynd af lífi einstaklings með þessum hætti. Víða eru eyður sem torvelt er að ráða í. Sumt er gleymt, annað þaggað niður og enn annað tíðkaðist ekki að skrá. Einkamál og tilfinningar liggja oft óbættar hjá garði. Þó að dagbækur Jóns tengdaföður Stephans séu ómetanleg heimild minnist hann varla á slíka hluti. Engar samtímaheimildir geta um veikindi og andlát Jóns litla sonar Stephans árið 1887 og fæðingardagur hans er óþekktur. Kvenna er lítt getið í heimildum. Að- eins er dauft endurskin af því sem gæti hafa verið ástir Stephans með Sigríði frænku sinni í Bárðardal og Helga kona Stephans er á köflum nær ósýnileg í fyrra bindi ævisögunnar vegna skorts á heimildum. Í ævisögunni er samt ekki reynt að fylla í slíkar eyður og í sviðsetningum er þess gætt að lýsa ekki meiru en heimildir gefa augljós tilefni til. Í þeim gögnum sem Stephan lét eftir sig er ekki að sjá að neinu sé vísvitandi skotið undan. Á sneplum, eyðublöðum, dreifibréfum og um- slögum eru uppköst og drög að birtum og óbirtum skáldskap og einnig hálfkveðnar hend- ingar, hugleiðingar og setningar, sumar eftir aðra á öðrum málum. Sitthvað hnýsilegt flýtur með. Aftan á umsókn um bankalán er sögubrot sem aldrei var lokið við. Brotið bætir litlu við mynd Stephans en umsóknin veitir ómetanlega heimild um búskap Stephans árið 1887. Dreifi- rit frá róttækum bændahreyfingum í Dakota og Alberta sem Stephan krotaði uppköst á sýna að hann tók þátt í slíku starfi. Samræður Margar heimildir höfðu á sögutíma takmark- aða merkingu í vitund manna og rata sjaldnast í hefðbundin sagnarit. Smáatriði öðlast nýja merkingu í heildarmynd sem er víðtækari en virðast mætti við fyrstu sýn. Í upphafningu hins smáa felst andóf gegn þeirri smættun sem felst í hinum stærri dráttum hefðbundinnar sagnaritunar. Nýtt líf smáatriða, sú hugsun er frá Rúss- anum Mikhail Bakhtin. „Ekkert er algerlega dautt, sérhver merking á sína heimkomuhátíð“ er með því síðasta sem hann sagði. Bakhtin sagði að síðasta orðið væri ekki til, frekar en hið fyrsta, í punktum um aðferðafræði fyrir hugvísindi sem hann hripaði niður rétt áður en hann dó veturinn 1975. „Vandi hins mikla tíma“ eru allra síðustu orð hans. „Hinn mikli tími“ er gagnkvæmur skilningur alda og árþús- unda, milli þjóða og menningarsvæða, samsett og flókin eining alls sem mannlegt er. Við eig- um stöðugar samræður við fortíð og framtíð og viðburðir eru aldrei endanlegir. Eilíf endurnýj- un í nýju og nýju samhengi, segir Bakhtin. Hinn mikli tími er óendanleg samræða þar sem engin merking deyr.3 Tímar tengjast í sam- kennd þar sem fjarlægð og nánd vegast á. Samræður sagnaritara við heimildir skapa nýja merkingu í nýju samhengi, setja spor til framtíðar. Smáatriði úr fortíðinni verða merkingarauki og dýpka frásögnina. Sem dæmi má taka fjör- brotin í raunalegri búskaparsögu Guðmundar föður Stephans. Þegar hann brá búi og flutti búferlum í Bárðardal auglýsti hann fjármark sitt í Norðanfara eins og hann vonaðist til að geta komið sér upp fjárstofni. Þegar Guð- mundur var horfinn úr landi þrem árum síðar auglýsti Kristján mágur hans Ingjaldsson markið sem sitt, stúfrifa hægra, vaglskora og biti framan vinstra. Fjármark var bara fjár- mark á sínum tíma en hefur í nýju samhengi ævisögunnar verið magnað upp í mikilvægan merkingarkjarna. Það er tákn um lánlaust strit fátæks manns sem sleit sér út fyrir aðra um aldur fram. Sú raunasaga er forleikur að lífs- baráttu Stephans sem barðist löngum fyrir sjálfstæði sínu í margþættum skilningi orðsins. Stephan berst ævilangt gegn hlutskipti föður síns en mótar jafnframt sitt eigið gildismat í andstöðu við hversdagslega hagspeki manna. Samræðurnar við heimildir eru oft marg- radda til að skerpa merkingarheim verksins. Sögumaður hefur eigin rödd og hleypir öðrum röddum að með mismunandi styrk, ýmist í lengri frásagnareiningum eða innan máls- greina.4 Tilvitnunarmerki eru ekki einungis merki um eignarrétt á orðum heldur verða þau merkingarbær þegar þau afmarka raddir úr heimildunum. Þau eru skurðpunktur tveggja heima sem takast á, heims sögumanns og heims sögunnar. Það birtist með ýmsum hætti. Til að mynda er kaflinn um fermingarundir- búning Stephans samleikur þriggja vitunda: sögumanns, drengsins sem glímir við Kverið og loks guðfræðinnar að baki Kversins. Svipað er á ferðinni í sviðsettum getgátum um áhrifin sem kynni við nýja strauma á borð við kveð- skap Walt Whitmans hafa haft á Stephan. Í allri sögunni takast á rödd sögumanns og radd- ir sögutímans og reynt er að skapa spennu þar á milli. Vitundin um þessa röddun er mikilvægt tæki ævisöguritara því þar kristallast átök tveggja tíma. Stundum eru samræðurnar sviðsettir árekstrar menningarheima. Dæmi um það er vígsla skólahúss í Garðar árið 1882, þar sem Stephan flutti kvæði í rímlausum ávarpsstíl sem minnti á kvæði Walt Whitmans. Frásögnin sýnir innrás Whitmans og vaxandi frjálslyndis Stephans í íslenska baðstofuveröld í bjálkakof- um á sléttum Ameríku. Sviðsetningin markast af upplausn og nýsköpun, hefð hátíðakvæð- anna er rofin af því kvæðið er nýstárlegt í formi og hugmyndum. Að flétta þræði Samræður við heimildir öðlast ekki fulla merkingu fyrr en þær hafa verið sniðnar til í frásögn þar sem heildartúlkun fléttar saman fjölbreytta drætti sögunnar. Engin ævisaga er svo einföld að aðeins séu tíndir á þráð tímans helstu viðburðir ævinnar. Frásögnin er grunn- þáttur í mannlegri hugsun og fléttun hennar er skyld þeirri dómgreind sem við beitum til að draga saman reynslu okkar í ályktanir um samhengi tilverunnar. Frásögn myndar sam- hengi í tíma og þarf að vera nógu fjölþætt til að rúma þá merkingarauðlegð sem sprettur af samræðunum við heimildirnar.5 Ævisaga einstaklings kallast á við almenna sögulega yfirsýn og ýmsar „stórsögur“, hug- myndasögu, stjórnmálasögu, menningarsögu.6 Oft kviknar þó grunur um annað samhengi hlutanna en það sem birtist síðar í yfirlitssagn- fræði þegar farið er að hyggja að einstaklingi í hringiðunni miðri. Áhrifavaldar um hugmyndir og athafnir geta verið allt aðrir en þeir sem hampað er í yfirlitsritum. Til að mynda tileink- aði Stephan sér hugmyndir fríþenkjara að miklu leyti í gegnum aðra kynslóð þeirra sem að mestu er gleymd. Þótt áhrif frá Emerson séu augljós í verkum Stephans virðast spor- göngumenn hans á borð við Felix Adler, Rob- ert Ingersoll og þá sem rituðu í fríþenkjara- blaðið Index hafa átt meiri þátt í að hvessa róttækni hans. Ævisagan hefur þrjá meginþætti: hinn ytri lífsferil Stephans, þróun hugmynda hans og þroskasögu hans sem skálds. Hún er einnig gerð úr fjölmörgum öðrum löngum og skemmri þráðum menningarsögu, hugmyndasögu, vest- urferða- og landnámssögu Íslendinga, kirkju- sögu þeirra vestra, veraldarsögu og sögu Bandaríkjanna og Kanada. Einnig glittir í ör- lög ýmissa samferðamanna Stephans og ævi- þræðir margra fléttast við söguna. Samskiptin við suma skipta sköpum í lífi Stephans og aðrir bregða ljósi á drætti í fari hans eða í sam- félagsmyndinni. Vináttan við Jónas Hall mynd- ar sterkan þráð allt frá því þeir hittust fyrst og til æviloka. Friðrik Bergmann er viðloðandi með ýmsum hætti frá námsdvölinni á Halldórs- stöðum í Bárðardal þar til hann lést árið 1918. Hjörtur Þórðarson kemur við sögu öðru hvoru frá því hann kom til Milwaukee síðsumars 1873 og til æviloka Stephans. Karólína og Gísli Dal- mann snerta söguna, stundum með drama- tískum hætti, frá því í Bárðardal og til ársins 1911. Eggert Jóhannson, Rögnvaldur Péturs- son og fleiri aðdáendur Stephans mynda æ þéttriðnara vináttunet um Stephan síðari árin. Allt þetta er undirstrikað með millitilvísunum. Ýmsir hugmyndaþræðir eru undir yfirborði sögunnar. Nefna má heimspeki vinnunnar og einnig bókmenninguna sem varð uppistaða í menntunarhugmynd Stephans. Hnignun henn- ar birtist í fortíðarþrá og trega hans og vina hans í breyttum heimi og varðveisla hennar varð þáttur í dauðastríði hans. Annar þráður er stöðugt andóf Stephans gegn þröngsýni. Þá EKKERT ER ALGJÖR- LEGA DAUTT E F T I R V I Ð A R H R E I N S S O N „Ævisöguhöfundur má ekki láta viðfangsefnið taka af sér völdin. Hann verður sjálfur að túlka athafnir og innra líf söguhetjunnar og setja fram sem sitt eigið verk,“ segir í þessari grein þar sem höfundur ævisögu Stephans G. Stephanssonar fjallar um aðferðir og eðli þessarar bókmenntagreinar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.