Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 V illiöndin, það leikrit Ibsens sem af öllum hans verkum hefur hvað háðskastan und- irtón og kalla má kómedíu með harmrænan endi, hefst að lokinni kvöldmáltíð í húsi Werle iðjuhölds og kaupmanns. Hákon Werle bauð til veislunnar í tilefni af heimkomu Gre- gers sonar síns sem annast hefur um skóg- arhögg föður síns á fjöllum uppi síðustu sex- tán til sautján árin. Nú eru tímamót því að Werle hyggst kvænast frú Sørby, ráðskonu sinni, og halda síðan sjálfur til fjalla með brúði sinni en fela einkasyninum umsvif fyr- irtækisins í byggð. Loft er lævi blandið í þessu kvöldverð- arboði þótt kátt sé á yfirborði og vart hafa menn staðið upp frá borðum fyrr en Werle imprar á því við son sinn að þrettán manns hafi setið að kræsingunum. Ekki veit á gott sem alkunna er af óheilla svikum þeim sem þrettán manna borðhald boðar í ýmsum goð- sögnum heimsins. Þetta minni hefur lifað góðu lífi í ævintýrinu um Þyrnirósu og sög- unni af brúðkaupi Heru og Seifs, en auð- þekkjanlegast er það í kristnum menning- arheimi í frásögn guðspjallanna af síðustu kvöldmáltíð Krists með lærisveinum sínum, goðsögninni um grundvallarsvik Júdasar sem leiða til dauða guðs sonar. Þrettándi mað- urinn til borðs í boðinu í Villiönd Ibsens heit- ir Hjálmar Ekdal. Hann er kunningi Gregers Werle frá æskuárunum og það er að und- irlagi hans að Hjálmari er boðið í teitið. Það verður fljótt ljóst að grunnt er á því góða milli Werlefeðga. Gregers ber einkum tvær syndir upp á föður sinn. Hann ásakar hann um að hafa látið föður Hjálmars og fyrrum félaga sinn einan bera ábyrgð á sam- eiginlegu misferli þeirra í viðskiptum og hann grunar hann um að hafa barnað Gínu Hansen, fyrrum vinnukonu þeirra feðga, meðan geðveik móðir hans lá banaleguna hinum megin við vegginn. Gina þessi er nú eiginkona Hjálmars Ekdal og Gregers telur það sanna sitt mál að faðir sinn skuli hafa greitt fyrir giftingu þeirra Ekdalshjóna með því að útvega Hjálmari herbergi hjá Han- sensmæðgum þegar Gina var orðin ólétt og reiða síðan fram fé til að koma á laggirnar ljósmyndastofu Hjálmars sem vart var flutt- ur inn í sitt hosiló hjá þeim mæðgum áður en hann fór að stíga í vænginn við Gínu. Heið- veigu dóttur Gínu lítur Gregers Werle því á sem hálfsystur sína, enda virðist stúlkan sú hafa erft sjóndepru karls föður hans, og finnst Werle yngra löngu tímabært að hið sanna í þessu máli verði upplýst. Ekki er borðhaldi í kaupmannshúsinu fyrr lokið en Gregers Werle tekur til við að spinna vef sinn eins og ill örlaganorn. Að hans mati er hamingjan óhöndlanleg nema lifað sé í sannleika, en sem frægt er þá er Relling læknir, ein af aukapersónum Ibsens í leikritinu, á öndverðu máli. Relling staðhæfir semsé að sé lífslygin tekin frá meðalmann- inum hverfi honum lukkan í þeirri sömu andrá. Gregers lætur slík rök sem vind um eyrun þjóta og áður en leiknum lýkur hefur sannleiksást þessa hugsjónamanns orsakað voðaskot Heiðveigar í eigin brjóst inni á loft- inu þar sem villiöndin vængbrotna er geymd innan um barrfallin grenitré og hálfvilltar kanínur. Það er því ljóst að táknheimur Villiand- arinnar er óhemju auðugur og mætti rekja margbrotnar tilvísanir leikskáldsins í goð- sagnir og guðspjöll í þessu verki í hið óend- anlega. Hér verður einkum dvalið við söguna um svikin miklu sem kvöldmáltíðarminnið í upphafi verksins undirstrikar. Í frásögnum Nýja testamentisins af borðhaldinu í loftsaln- um í Jerúsalem, sem búinn var hægindum og til reiðu fyrir Jesú frá Nasaret til þess að neyta páskamáltíðarinnar með fylgdarsvein- um sínum, leikur enginn vafi á því hver það er sem svíkur. Júdas Ískaríot er í því hlut- verki og saga Júdasar var Ibsen svo hug- leikin að hann setti saman ljóð um þennan postula Krists þar sem skáldið, í lok kvæðis, varpar fram þeirri spurningu hvernig saga kristninnar og mannkynsins hefði þróast hefði Júdas skirrst við að takast á hendur það vanþakkláta verk að svíkja meistara sinn í hendur æðstu prestanna. „Ritningarnar hljóta að rætast“ er haft eft- ir Kristi um þennan atburð, en hversdagslíf meðalmannanna á öld Ibsens mótaðist ekki af ritningunum heldur af ákvörðunum þeirra sjálfra. Frá og með Darwin, eða kannski fyrr, er ábyrgðin á örlögum einstaklingsins ekki lengur í höndum almáttugs föður á himnum heldur jarðneskra feðra og mæðra sem gengur misjafnlega að rækja sitt hlut- verk. Í þessum heimi misnota menn hver annan og þó einkum konur. Það er eftir sem áður ekki til neitt einfalt svar við spurning- unni um það hver sé mestur svikari í Villi- öndinni. Hið eina sem ljóst er um megininn- tak þessa verks er að það snýst um svik manna hvers við annan. Iðjuhöldurinn Werle bregst veikbyggðri konu sinni og barnar vinnukonuna sem hann einnig svíkur. Á óþægilegu augnabliki lætur Hjálmar sem hann kannist ekki við sinn eigin föður og hafnar Heiðveigu litlu þegar hann fer að gruna að hann sé ekki kynfaðir hennar. Gina leynir dóttur sína faðerni hennar og Gregers svíkst aftan að hálfsystur sinni og hrekur hana út í göfgað sjálfsmorð þegar hún fórnar sér á altari eigin ástar á Hjálmari sem hún álítur föður sinn. Fullorðna fólkið í lífi Heiðveigar, hinnar saklausu jómfrúar verksins, er þess vegna nær allt í hlutverki Júdasar gagnvart henni. Fjölþættur lygavefurinn í lífi þessa fólks og um leið hennar eigin verður Heiðveigu að grandi. Goðsagnakennd fórn hinnar hreinu meyjar á sér klassíska birtingarmynd í sög- unni af Agamemnoni sem leiddi Ífígeníu dóttur sína á fórnarstall til blessunar fyrir grísku þjóðina. Goethe var einn sá höfundur sem Ibsen hafði hvað mestar mætur á og í leikriti sínu um Ífígeníu í Táris leitar Goethe í þennan goðsagnaarf. Ífígenía „er hreinleik- ans gyðja hjá Goethe“ og „hreint manneðli getur eitt veitt friðþæging fyrir allar syndir“, eins og Alexander Jóhannesson komst að orði um eðli og gildi fórnar Agamemnons í túlkun Goethe. Þótt Ibsen sé iðulega framar öðrum stefnum bendlaður við raunsæi fer ekki á milli mála að hann hreifst mjög af þýskri rómantík og hugsæisstefnu og að þessar hreyfingar höfðu áhrif á verk hans. Innan vébanda þeirra hreyfinga sem kennd- ar eru við rómantík og hugsæi var aldrei litið á fórn Agamemnons sem illvirki og ástæðu- laust dráp. En þrátt fyrir aðdáun á þýskri hugsun og anda er Ibsen varkár í trú sinni á hreinu manneðli í anda Goethes og eins og Kierkegaard veltir hann því fyrir sér hvaða afleiðingar það hafi í för með sér ef dauðlegir menn fara að dæmi guðanna og goðsögulegra forfeðra og myrða þá mannveru sem þeim er kærust. Hvorki Hjálmar Ekdal né þeir Greg- ersfeðgar verða sakaðir um að leggja hendur á Heiðveigu til þess að úthella blóði hennar að hætti máttugra feðra í goðsögum. Þess í stað er það nær algert einurðarleysi feðra Heiðveigar, jafnt Hjálmars Ekdal og Há- konar Werle, sem aðhafast ekkert til þess að bjarga henni úr klóm hálfbróður síns sem verður henni að fjörtjóni. Það fer ekki á milli mála að með fórn sinni freistar Heiðveig þess að friðþægja fyrir syndir feðra sinna en jafnvel hreint eðli hennar og blóð afmá í engu brot þeirra. Þvert á móti undirstrikar dauði hinnar hreinu meyjar í lok leikritsins merkingar- laust líf þeirra sem eftir lifa, einkum þó Hjalmars og Gínu Ekdal, sem nánast er létt þegar syndabukkurinn er horfinn af sviðinu. Í leikslok er það Gregers einn sem virðist íhuga að horfast í augu við eigin gerðir og lífslygi með því að fara að dæmi Júdasar og hengja sig. Reyndar dregur Relling læknir, sem lengst af hefur séð í gegnum blekking- arvef nágranna sinna, í efa að Gregers muni standa við orð sín um að svipta sig lífi. Með þeirri efasemd lýkur Ibsen Villiöndinni og áhorfendur vita vart hvort þeir eiga heldur að hlæja eða gráta. Það má dýpka skilning okkar á Villiönd Ib- sens með því að bera stuttlega saman goð- fræðilegar lýsingar á sonarfórn annars vegar og dótturfórn hins vegar. Að ofan var stutt- lega minnst á fórn Agamemnons en grískur goðsagnaarfur geymir aðra frásögn af nið- urstigningu dótturinnar til heljar sem á sér margar hliðstæður við frásögurnar af dauða og upprisu Krists. Hér er átt við sagnaflór- una um Demetru jarðargyðju og dóttur hennar sem konungur undirheima nam á brott með góðu samþykki Seifs bróður síns og gerði að drottningu sinni. Í níu daga leit- aði Demetra dóttur sinnar með logandi ljósi um alla jörð uns hún loks komst að hinu sanna um brúðarrán Hadesar. Svo mjög harmaði gyðjan hvarf barnsins síns að hún afréð að svipta jörðina gróða sínum, menn fæðu sinni og guði fórnum sínum. Með þeim aðgerðum tókst henni að komast að sam- komulagi við Seif bróður sinn og barnsföður um það að dóttir þeirra fengi að dvelja hluta ársins með móður sinni. Þannig urðu árstíð- irnar til í grískri goðafræði. Demetra leitar dóttur sinnar í níu daga og samkvæmt frásögnum guðspjallanna líða níu dagar frá innreiðinni í Jerúsalem uns Kristur birtist fyrstu lærisveinunum upprisinn á leið- inni til Emmaus á mánudag eftir páskahátíð- ina. Í báðum tilvikum er greinilega um þriðj- ung tunglmánaðar að ræða, dagana níu sem hvert hinna þriggja skeiða tunglsins tekur að renna. Því er þetta rifjað upp hér að tungls- birtan gegnir mikilvægu hlutverki í upphafi lokaþáttar Villiandarinnar og páskamáltíðin sem fyrsti þáttur leikritsins vísar svo eft- irminnilega til er tunglhátíð en ekki sólar. Návist mánagyðjunnar þríhöfða úr goðafræði Miðjarðarhafslanda er því allnokkur í þessu leikriti Ibsens, en Demetra léði gyðjunni gjarnan eitt af þessum þremur höfðum. Dótt- ir Demetru og Kristur eiga það sameiginlegt að stíga niður til undirheima og rísa upp það- an aftur. Eigi að síður er grundvallarmunur á þessum tveimur sögnum. Kristur fórnar lífi sínu í skilyrðislausri hlýðni við föðurinn og er reistur við fyrir náð hans eina en Demetra gerir uppreisn gegn feðraveldinu og end- urheimtir dóttur sína úr helju með róttækum aðgerðum. Í heimi Villiandarinnar er málum svo komið að ekki er feðraveldið einvörðungu spillt og rotið, svikum og lævi blandað, held- ur er einnig kraftur mæðranna í þessu verki gersamlega þorrinn. Þessi er vandi samtíma Ibsens. Gína Hansen, sú kona í verkinu sem verst hefur orðið fyrir barðinu á karla- veldinu, ber nafn sem er stytting á Regína, latneska orðinu fyrir drottningu. Sem eig- innafn má rekja þetta orð til dýrkunar á drottningu himnanna, Maríu guðsmóður, en það fer lítið fyrir því drottningarlega eða guðlega í fari Gínu Hansen. Hún er hædd og smáð af flestum og líf hennar snýst um það eitt að þrauka. Fyrir syndir þess heims sem þannig ferst við drottningar sínar og mæður nær jafnvel ekki meyjarfórnin að friðþægja. Helstu heimildir Verk Ibsens í heildarútgáfu, Hundreårsutgave, Ósló 1928–57. 10. bindi. Baring, A. og J. Cashford, The Myth of the Goddess: Evolution of an Image, London, 1993. Alexander Jóhannesson, ‘Goethe’, í þýðingu Bjarna frá Vogi á Fást, Reykjavík, 1920. Biblían, heilög ritning, Reykjavík, 1981. Grískir harmleikir, Helgi Hálfdanarson þýddi, Reykjavík, 1990. KVÖLDMÁLTÍÐ Í KAUPMANNSHÚSI E F T I R T R A U S TA Ó L A F S S O N „Í heimi Villiandarinnar er málum svo komið að ekki er feðraveldið einvörðungu spillt og rotið, svikum og lævi blandið, heldur er einnig kraftur mæðranna í þessu verki gersamlega þorrinn. Þessi er vandi sam- tíma Ibsens,“ segir í þessari grein sem fjallar um það leikrit Ibsens sem hefur hvað háðskastan undirtón. Morgunblaðið/Árni Sæberg Villiöndin snýst um svik manna hvers við annan. Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson í hlut- verkum Hákons Werle og Gregers sonar hans. Þjóðleikhúsið 1996. Höfundur er doktor í leiklistarfræðum og sérfræðingur í leikrænni geðmeðferð. LAUNHELGAR LEIKRITASKÁLDS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.