Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 13
TVÍHLIÐA tríóið, tónlist þriggja alda var
yfirskrift tónleika sem haldnir voru í Salnum í
Kópavogi. Þar voru á ferðinni þau Guðrún
Birgisdóttir sem lék á barokkflautu og nútíma-
flautu (þó ekki báðar í einu!), Sigurður Hall-
dórsson er spilaði á barokkselló og „venjulegt“
selló; loks Richard Simm, en hann lék ýmist á
sembal eða píanó.
Eins og vænta má var efnisskráin fjölbreytt
og var fyrsta atriðið sónata í C-dúr BWV 1033
eftir Bach. Þar var barokkflautan í aðalhlut-
verki og verður að segjast eins og er að
frammistaða Guðrúnar olli nokkrum vonbrigð-
um, tónmyndunin var ómarkviss, inntónunin
ónákvæm og túlkunin almennt stirð og hik-
andi.
Betra var næsta atriði tónleikanna, sem var
sónata í G-dúr k 146 eftir Domenico Scarlatti.
Þar var Richard einn á ferð og spilaði af þeirri
fingralipurð sem tónlistin krefst, enda rann
hún ljúflega niður og var útkoman verulega
sannfærandi.
Andante í C-dúr K 315 eftir Mozart var líka
fagurt, en þar var Guðrún aftur í aðalhlutverki
og spilaði í þetta sinn á nútímaflautu. Hér var
tónmyndunin fullkomin; Guðrún spilaði ein-
staklega fallega og Richard, sem nú lék á pí-
anó, fylgdi henni prýðilega.
Tríó í g-moll op. 63 eftir Carl Maria von We-
ber kom einnig ágætlega út; þetta er lífleg, lit-
rík tónlist sem geislar af hamingju og var yf-
irleitt vel flutt af þremenningunum. Allar
hendingar voru fallega mótaðar en ég hefði
gjarnan viljað heyra meira í sellóinu, sem pí-
anóið yfirgnæfði oftar en einu sinni.
Eftir hlé settu þau Guðrún, Sigurður og
Richard upp grímur, og kveikt var á bláu ljósi
því á dagskránni var Vox balaenae – Rödd
hvalsins eftir George Crumb (f. 1929). Þar var
tímalaus neðansjávarstemning ríkjandi, fjöl-
breytt hvalahljóð heyrðust sem hljóðfæraleik-
ararnir líktu eftir og var tónsmíðin allan tím-
ann lágstemmd og dularfull. Nú getur verið að
einhverjum finnist svona nokkuð óttalega
gamaldags og hippalegt en ég er ekki sammála
því; persónulega fannst mér verkið einstaklega
hrífandi og ekki meira fallið úr tísku en sjálf
náttúran.
Túlkunin er svo önnur saga; Guðrún söng í
gegnum flautuna í upphafi og var það ekki
nægilega vel útfært til að virka sannfærandi.
Inntónun á efsta sviði sellósins var sömuleiðis
ekki alltaf fullnægjandi og strengjaglissandó
píanósins var heldur sterkt miðað við annað.
Að öðru leyti var flutningurinn góður, oft náðu
hljóðfæraleikararnir ágætlega saman og tókst
þá að skapa mjúkan og seiðandi klið sem var
unaðslega dáleiðandi. Að mínu mati var þetta
merkilegasta atriði tónleikanna og gott dæmi
um hve nútímatónlist getur verið mögnuð.
Högg og kveinstafir
Nútímatónlistin var í öndvegi á tónleikum
Hávarðs Tryggvasonar á Nýja sviði Borgar-
leikhússins. Frumflutt voru þrjú verk og var
fyrst á efnisskránni Ekki hér, alls staðar eftir
Þórólf Eiríksson. Þar kallaðist kontrabassinn
á við kontrabassahljóð úr hátölurum og var
það glæsilega unnið af tónskáldinu. Túlkun
Hávarðs var markviss og kraftmikil; útkoman
var skemmtilega óhugnanleg og hefði sómt sér
ágætlega í kvikmynd eftir David Lynch.
Annar frumflutningur tónleikanna, Dúel eft-
ir Harald Vigni Sveinbjörnsson einkenndist af
snörpum höggum og kveinstöfum, en undir
niðri var liggjandi tónn sem varð að hálfgerðu
suði er á leið. Þó að margar ágætar hugmyndir
kæmu fyrir var úrvinnslan ekki nægilega hnit-
miðuð og var verkið í heild fremur sundurlaust
þrátt fyrir kraftmikinn flutning.
Trúarkeila eftir Atla Ingólfsson var hins
vegar bráðskemmtileg, þar gerði Hávarður
allt við hljóðfærið nema að bíta það og var tón-
smíðin prýðilega skipulögð, framvindan var
rökrétt og heildaráhrifin grípandi.
Annað á efnisskránni var sónata frá árinu
1975 eftir Sofiu Gubaydulinu, og naut Hávarð-
ur þar liðsinnis Snorra S. Birgissonar, sem lék
á píanó. Sónatan var lágstemmd og innhverf
eins og annað eftir tónskáldið, en þó margt
væri áheyrilegt í sjálfu sér var tónlistin í heild
svo skelfilega langdregin að einlægur flutn-
ingur þeirra Hávarðs og Snorra dugði ekki til
að gera hana athyglisverða.
Gradus ad profundum eftir Karólínu Eiríks-
dóttur í flutningi Hávarðs kom sömuleiðis ekk-
ert sérstaklega vel út, inntónun bassaleikarans
var stundum alveg á mörkunum, og myndskeið
sem varpað var upp fyrir ofan hann af fótum á
gangi í sandi ásamt öðru þynnti tónlistina út
fremur en hitt.
Secret Psalms eftir Úlfar Inga Haraldsson
var hins vegar töluvert heillandi; hljóðlátur
söngur kontrabassans við klið ýmissa hljóða úr
hátölurum var fallegur en hugsanlega var
verkið heldur langt miðað við hve dramatísk
tilþrif voru takmörkuð. Kannski hefðu styrk-
leikabrigðin í túlkun Hávarðs mátt vera ríku-
legri til að skapa meiri spennu á völdum stöð-
um.
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Tónlist eftir Bach, Scarlatti, Mozart, Weber og
Crumb. Flytjendur: Guðrún Birgisdóttir, Sigurður
Halldórsson og Richard Simm.
Fimmtudagur 1. apríl.
KAMMERTÓNLEIKAR Hvalurinn syngur
Jónas Sen
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðrún Birgisdóttir, Richard Simm og Sigurður Halldórsson skipa Tvíhliða tríóið.
Nýja svið Borgarleikhússins
Tónlist eftir Þórólf Eiríksson, Karólínu Eiríksdóttur,
Sofiu Gubaydulinu, Harald Vigni Sveinbjörnsson,
Úlfar Inga Haraldsson og Atla Ingólfsson.
Laugardagur 3. apríl.
TÓNLEIKAR Í 15:15 RÖÐINNI
TVÆR sýningar verða opnaðar í Lista-
safni ASÍ kl. 15 í dag. Í Ásmundarsal opn-
ar Finna B. Steinsson myndlistarsýninguna
„The Anatomy of Melancholy“ og Björk
Guðnadóttir sýnir verk sín í Gryfju undir
yfirskriftinni Framkvæmd innir athöfn.
Á sýningunni í Ásmundarsal bregður
Finna upp mynd af málefni sem menn hafa
glímt við frá ómunatíð, þunglyndi. Hún
styðst við verk Robert Burtons, 1577–1640,
The Anatomy of Melancholy. Þetta 1.400
blaðsíðna verk þar sem Burton lýsir ekki
einungis þunglyndi í sínum óteljandi
myndum heldur einnig öllu sem í mann-
legu valdi stendur til að vinna bug á því
eða draga úr því.
Finna lauk prófi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1989 og Listaaka-
demíunni í München árið 1992 og hefur
starfað að myndlist síðan. Hún hefur
stundum valið sér óhefðbundna sýning-
arstaði, t.d. Vatnsdalshóla 1.000 veifur í
Vatnsdalshólum), Norðurárdal í Borg-
arfirði (Brýr að baki) og Bankastræti 0
(Kooks00). Af öðrum verkum hennar má
nefna Út um stéttar, Tilraun um þúfu og Á
frívaktinni. Vefsvæði hennar má finna á
slóðinni www.finnabirna.com. Finna var
um tíma formaður Myndhöggvarafélagsins
í Reykjavík og sat í menningarmálanefnd
Reykjavíkur í nokkur ár.
Tilvistarlegar hugleiðingar og mannlegt
eðli er drifkrafturinn að listrænni vinnu
Bjarkar Guðnadóttur. Björk vinnur í ýmsa
miðla og sýnir nú skúlptúra og teikningar.
Björk er fædd í Reykjavík 1969. Að
loknu stúdentsprófi nam hún klæðskurð
við ESMOD í París og myndlist við for-
námsdeild Atelier Hourdé. 1994 hóf hún
nám við Oslo Kunstakademi og var einn
vetur við Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands sem skiptinemi, lauk MA-gráðu frá
Umeå Konsthögskola Svíþjóð 1999 og
hlaut viðurkenningu Umeå Kommun.
Listasafn ASÍ er opið alla daga nema
mánudaga kl. 13–17. Sýningin stendur til
9. maí og er aðgangur ókeypis.
Tilvistarlegar
hugleiðingar í ASÍ
Morgunblaðið/Jim Smart
Finna B. Steinsson innan um verk sín.
Björk Guðnadóttir heldur á lofti boðskorti sýn-
ingar sinnar fyrir ljósmyndarann Jim Smart.
langflest eru verk nútímatónskálda, m.a. eru
tvö ný lög við ljóð Jóns eftir Örlyg Benedikts-
son sem voru samin sérstaklega af þessu til-
efni. Flytjendur eru Gerður Bolladóttir, sópr-
an og Kári Þormar, orgel.
Jón Arason hólabiskup var eitt fremsta
skáld sinnar tíðar og kveðskapur hans spannar
allt frá kerskni, fjörlegum danskvæðum og
lausavísum til heitra trúarljóða.
Aðgangseyrir að tónleikunum er enginn en
óskað er eftir frjálsum framlögum frá tónleika-
gestum.
KVÆÐI Jóns Arasonar biskups hafa nú verið
gefin út á geisladiski, auk nokkurra höfuð-
verka frá kaþólskum tíma. Geisladiskurinn ber
heitið „Jón Arason – In memoriam.“ Útgáfu-
tónleikar verða í Kristskirkju, Landakoti kl. 20
á morgun. Á tónleikunum verður flutt sérstök
dagskrá þar sem lög Jóns verða flutt jafnhliða
því að Hjörtur Pálsson rithöfundur flytur
stutta kafla úr samtímaheimildum, á milli laga,
um ævi Jóns biskups og atburðarás siðaskipt-
anna. Lögin á disknum eru sum eftir gömlum
kaþólskum handritum, önnur eru þjóðlög en
Morgunblaðið/Jim Smart
Kári Þormar, Gerður Bolladóttir og Hjörtur Pálsson.
Kvæði Jóns Arasonar
á geisladiski