Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 15
Miðvikudagur
Iðnó kl. 21 Frumsýning á
einleiknum
The Secret
Face, eftir
Elísabeti
Jökulsdóttur.
Leikurinn er
frumsaminn
á ensku fyrir
Pálínu Jóns-
dóttur. Leik-
stjóri er
Steinunn Knútsdóttir. Verkið
er gleðiharmleikur.
Norræna húsið kl. 12.30
Dimitri Ashkenazy leikur á
klarínettu, Sif M. Tulinius á
fiðlu og Tómas Guðni Egg-
ertsson á píanó verk eftir Béla
Bartók, Leonard Bernstein og
Sergey Prokofiev.
Salurinn kl. 20 Borg-
arkvartettinn: Atli Guð-
laugsson, Ásgeir Páll Ágústs-
son, Þorvaldur K. Þorvaldsson
og Þorvaldur Halldórsson
ásamt Ólafi Vigni Albertssyni
píanóleikara flytja m.a. „Bar-
bershop“, negrasálma, Fost-
er-lög o.fl. og auk þess verða
sungnir dúettar og einsöngs-
lög.
Fimmtudagur
Háskólabíó kl. 19.30 Sin-
fóníuhljómsveit Íslands undir
stjórn Bernharðar Wilkinson.
Einsöngvarar eru Þóra Ein-
arsdóttir, Hulda Björk Garð-
arsdóttir ásamt kórnum Grad-
uale Nobili. Sögumaður er
Laugardagur
Listasafn Íslands kl. 11–
13 Málþing um málefni
myndlistar. Edda Jónsdóttir,
Kristinn E. Hrafnsson, og Vil-
hjálmur Bjarnason ræða um
myndlistina og markaðinn.
Stjórnandi er Ólafur Kvaran.
Hafnarborg kl. 15 Sýning
á ljósmyndum Rafns Hafn-
fjörð. Björg Atla sýnir akrýl-
málverk.
Seltjarnarneskirkja kl. 14
Vortónleikar Lúðrasveitar
Verkalýðsins. Að þessu sinni
verða tónleik-
arnir helgaðir
Bretlands-
eyjum. Meðal
verka 1. svíta
í Es eftir
Holst, Imag-
ine eftir John
Lennon og
Colonel Bog-
iey eftir Kenneth Alford.
Stjórnandi er Tryggvi M.
Baldvinsson. Aðgangur
ókeypis.
Víðistaðakirkja, Hafn-
arfirði kl. 16 Karlakórinn
Lóuþrælar ásamt Kvenna-
kórnum Sandlóunum frá
Húnaþingi vestra halda tón-
leika ásamt karlakórnum
Þröstum. Sandlóukórinn er
skipaður eiginkonum fyrrver-
andi og núverandi Lóuþræla.
Stjórnandi er Guðmundur St.
Sigurðsson. Stjórnandi Þrast-
anna er Jón Kristinn Cortes.
Háteigskirkja kl. 17 Kór
Kennaraháskóla Íslands flytur
tónverk um ástina frá ýmsum
tímum og gospelsálmar í
djassútsetningum. Einnig brot
úr messu eftir Dave Brubeck.
Nemendur úr KHÍ leika á
hljóðfæri. Kennari þeirra er
Kristín Valsdóttir. Kórstjóri er
Helga Rut Guðmundsdóttir
lektor.
Undirleikari er Árni Heiðar
Karlsson.
Sunnudagur
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir kl. 15 Erla
Þórarinsdóttir ræðir verk sín
á sýningunni Corpus lucis
sensitivus og skoðar hana
ásamt sýningargestum.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús kl. 13-15 Lista-
smiðja fyrir fjölskylduna. Börn
og fullorðnir skoða sýninguna
Frost Activity og taka um leið
þátt í vísbendingaleik ásamt
því að gera tilraunir með
speglun.
Ýmir kl. 17 Dægurkórinn
og Regnbogakórinn, á vegum
Söngseturs Estherar Helgu
Guðmundsdóttur, sem jafn-
framt er stjórnandi, halda
tónleika. Meðleikari og ein-
leikari er Katalin Lörincz.
Kórarnir fara síðan í söng-
ferðalag til Kanada vikuna
21.-28. apríl n.k.
Ýmir kl. 20 Kór Mennta-
skólans í Reykjavík flytur inn-
lend og erlend þjóðlög, ætt-
jarðarlög, madrigala,
mótettur og stúdentasöngva.
Einnig eru á efnisskránni lög
úr söngleikjunum West Side
Story og Hárinu. Tónlistar-
stjóri og útsetjari á lögunum
úr Hárinu er Sigurður Rúnar
Jónsson (Diddi fiðla) en hann
stjórnaði tónlistarflutningi á
söngleiknum í Glaumbæ fyrir
30 árum Stjórnandi er Mar-
teinn H. Friðriksson dómorg-
anisti.
Café Aroma í Hafnafirði
kl. 20.30 „Kvöldin í Firð-
inum“ í
samstarfi
við Krist-
jönu Stef-
ánsdóttur
söngkonu
og Agnar
Má Magn-
ússon pí-
anóleikara syngja og leika
með gestum sínum Andreu
Gylfadóttur ásamt bassaleik-
aranum Pétri Sigurðssyni.
Þau leika af fingrum fram
djass- og blús-skotna tónlist.
Hótel Borg kl. 21 Andrés
Þór Gunnlaugsson gítarleikari
kemur fram ásamt kvartett
sínum á djassklúbbnum Múl-
anum. Kvartettinn skipa auk
Andrésar þeir Jóel Pálsson,
saxófónleikari, Tómas R. Ein-
arsson á bassa og Erik Quick
á trommur.
Flutt verður tónlist eftir hljóm-
sveitarstjórann auk kunnra
standardar.
Mánudagur
Norræna húsið kl. 20
„Sönglistin í Tónlistarskól-
Andrea
Gylfadóttir
Tryggvi M.
Baldvinsson
Pálína Jónsdóttir
leikkona.
anum í Reykjavík“ er yfirskrift
tónleika þar sem flutt verða
m.a. tríó Schuberts „Hjarð-
sveinninn á fjallinu“ fyrir
sópranklarinett og píanó og
Septetts eftir Joseph Haydn
fyrir sópran og sex hljóð-
færaleikara.
Þriðjudagur
Íslenska óperan kl. 12.15
Vínarkvöld í hádeginu.
Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran, Snorri Wium tenór,
Ólafur Kjartan Sigurðarson
tenór og Davíð Ólafsson
bassi.
Salurinn kl. 20 Tónleikar
kennara Tónlistarskóla Kópa-
vogs, Berglind María Tóm-
asdóttir, flauta og Arne Jørg-
en Fæø, píanó flytja Sónötu í
D-dúr eftir Prokofiev fyrir
flautu og píanó, Ballödu eftir
Martin fyrir flautu og píanó,
Sononymus fyrir flautu og
tónband eftir Hilmar Þórð-
arson og verk eftir nemendur
úr Tónveri og LHÍ, samin und-
ir handleiðslu Hilmars Þórð-
arsonar.
Hjallakirkja, Kópavogi
kl. 20.30 Kór Hjallakirkju,
Kristín R. Sigurðardóttir sópr-
an, Gréta Jónsdóttir mezzo-
sópran, Snorri Wium tenór
og Gunnar Jónsson bassi,
Lenka Máteóvá á orgel, El-
ísabet Waage á hörpu og
Bryndís Halla Gylfadóttir á
selló flytja Messe Solennelle í
A dúr Ópus 12 eftir César
Franck.
Hilmir Snær
Guðnason.
Flutt verða
verk eftir
Arnold
Schönberg,
Verklärte
Nacht og
Draumur á
Jónsmessu-
nótt eftir Felix Mendelssohn.
Súfistinn, Laugavegi 18,
kl. 20.30 Á Bókmennta-
kvöldi Bjarts verða kynnt
verkin Ég er ekki hræddur
eftir Niccolò Ammaniti og
Fimm mílur frá Ytri-Von eftir
Nicolu Barker. Sérstakur gest-
ur kvöldsins er ítalski rithöf-
undurinn Niccolò Ammaniti
sem mun ræða um bók sína
og árita hana að dagskrá
lokinni.
Norræna húsið kl. 20
Danska leikkonan Malene
Schwartz, sem m.a. fór með
hlutverk
Maude í
Matador,
kynnir nýút-
komna end-
urminn-
ingabók sína
„Livet er ikke
for begynd-
ere“ og segir
frá lífi sínu og
starfi í heimi leikhússins. Með
henni kemur fram píanóleik-
arinn Nini Ørsnes. Malene
Schwartz er ein af ástsælustu
sviðs- og kvikmynda-
leikkonum Dana.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
KaSa-hópurinn fullskipaður.
Síðustu tónleikarKaSa-hópsins áþessu starfsáriverða í Salnum kl.
20 annað kvöld. KaSa-
hópinn skipa 10 starfandi
tónlistarmenn á Íslandi.
Hópinn skipa að þessu sinni
Miklós Dalmay, píanó, Pet-
er Máté, píanó, Nína Mar-
grét Grímsdóttir píanó,
Sigrún Eð-
valdsdóttir
fiðla og
Sigurgeir
Agnarsson
selló. Gest-
ur þeirra er Sigurlaug Eð-
valdsdóttir fiðluleikari.
Fluttir verða þrír kons-
ertar eftir Mozart, K 107,
sem byggðir eru á píanó-
sónötum Johanns Christi-
ans Bachs.
KaSa-hópurinn er að
ljúka sínu þriðja starfsári,
Nína Margrét, er ekki
óhætt að segja að hann sé
búinn að festa sig í sessi?
„Jú, ég er nú hrædd um
það, enda hefur starfið
gengið framar vonum. Því
getum við m.a. þakkað frá-
bærum stuðningi forsvars-
manna Tíbrár og Salarins
sem við höfum notið frá
upphafi. Við ætlum að
halda áfram á sömu braut
og höfða í verkefnavali
áfram til fjölmenns hóps
áheyrenda.“
Hvað verður á matseðl-
inum á næsta ári?
„Fyrst ber að nefna
spennandi tónleika á
Listahátíð í maí. Þar flytj-
um við íslenska kvikmynda-
tónlist, en það hefur ekki,
að því ég best veit, verið
gert áður. Einnig er í upp-
siglingu Japansferð í boði
íslenska sendiráðsins í Tók-
ýó í haust. Á prjónunum
næsta starfsár er í bland
tónlist eftir íslensk og er-
lend tónskáld. Við kynnum
tónlist Jórunnar Viðar og
frumflytjum m.a. svítu úr
kvikmyndinni Síðasti bær-
inn í dalnum sem Þórður
Magnússon útsetur fyrir
hópinn. Við fáum sem fyrr
til okkar góða gesti. T.d.
kemur Dmitríj Ashkenazy
klarínettleikari til okkar í
mars og Eyjólfur Eyjólfs-
son tenór verður gestur
okkar í apríl. Í febrúar för-
um við í aðra átt og bjóðum
til okkar færeysku söng-
konunni Eivör Pálsdóttur.
Hilmar Örn Hilmarsson
ætlar að útsetja tónlist
hennar fyrir KaSa-hópinn.
Við vonumst til að flytja þá
tónleika einnig í Norð-
urlandahúsinu í Færeyjum
og jafnvel víðar. Á jóla-
tónleikunum bjóðum við til
okkar ungum píanónem-
anda, Xibei Xhang, frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Hún vann EPA-
keppnina í fyrra. Einnig
bjóðum við til okkar Kór
Snælandsskóla undir stjórn
Heiðrúnar Hákonardóttur.
Á dögunum vorum við
með feikilega skemmtilega
tilraun sem tókst framar
vonum. Þá voru gestir okk-
ar rokkhljómsveitin Bú-
drýgindi og ungt tónskáld,
Hugi Guðmundsson. Hann
samdi verk fyrir KaSa-
hópinn og Búdrýgindi sem
kom ótrúlega skemmtilega
út. Ég er viss um að það
verk á framtíð fyrir sér.
Mér finnst straumarnir í
allri list í dag skarast og
nauðsynlegt að vera með
opinn huga og vera
óhræddur að gera til-
raunir. Skilin eru orðin ansi
óljós og mér finnst næstum
óþarfi að lita beita gömlum
skilgreiningum, það er ein-
faldlega verið að flytja tón-
list.“
Hvað ætlið þið að flytja á
morgun?
„Við ætlum að flytja verk
sem eru ekki mikið flutt
hér á landi, þrjá píanókons-
erta eftir Mozart sem ég
kalla míní-píanókonserta.
Mozart umskrifaði þá úr pí-
anósónötum eftir kollega
sinn, Johann Christian
Bach, sem var reyndar 20
árum eldri en hann sjálfur.
Bach var einn af yngri son-
um hins stóra Bachs. Það er
ekki nákvæmt tímatal á
þessum umskrifunum, en
það er talið að Mozart hafi
gert þetta á seinni æskuár-
unum, svona í kringum 14–
16 ára aldurinn. Konsert-
arnir eru frekar stuttir og
afskaplega falleg og
áheyrileg tónlist. Hann
flutti þessa konserta mjög
mikið og reyndust þeir hon-
um góðar þjálfunar-
æfingar. Þarna kynnir
hann sig strax til leiks þó
ungur væri en maður finn-
ur að hann er ekki fullmót-
aður og tónsmíðatæknin
ekki þroskuð. Það er líka
mjög skemmtilegt að finna
að þessi mikli meistari kem-
ur ekki fram fullskapaður,
hann þurfti líka að fara í
eldskírn þjálfunarinnar
eins og allir aðrir.“
KaSa framreiðir
æskuverk Mozarts
STIKLA
Kammer-
tónleikar
í Salnum
helgag@mbl.is
Myndlist
Kling og Bang, gallerí,
Laugavegi: Jón Óskar. Til
25. apríl.
Gerðarsafn: Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson. JBK Ransu.
Guðrún Vera Hjartardóttir. Til
18. apríl.
Hafnarborg: Hafnarborg:
Rafn Hafnfjörð sýnir ljós-
myndir og Björk Atla akrýl-
málverk. Til 10. maí.
Handverk og hönnun, Að-
alstræti 12: Afmælissýning.
Til 25. apríl.
Hallgrímskirkja: Hörður
Ágústsson. Til 26. maí.
Íslensk grafík, Hafn-
arhúsi: Bjarni Björgvinsson.
Til 18. apríl.
i8, Klapparstíg 33: Birgir
Andrésson. Til 30. apríl.
Jón forseti, Aðalstræti:
Finnur Arnar. Til 2. maí.
Kunstraum Wohnraum,
Ásabyggð 2, Akureyri:
Jón Laxdal Halldórsson. Til 25.
apríl.
Listasafn Akureyri: „Allar
heimsins konur“. Innsetning
Önnu Líndal. Til 9. maí.
Listasafn ASÍ: Finna B.
Steinsson. Björk Guðnadóttir.
Til 10. maí.
Listasafn Ísafjarðar: Guð-
björg Lind Jónsdóttir. Til 1.
júní.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg: Sigurður Örlygs-
son. Til 21. apríl.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1900–1930. Ragna
St. Ingadóttir. Til 2. maí.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Kristján Jónsson.Til 2.
maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Nútíma-
maðurinn. Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Egill Sæbjörns-
son. Til 18. apríl. Ólafur Elías-
son. Til 25. apríl.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Catrin
Webster. Til 18. apríl. Vest-
ursalur: List frá Barcelona.
Miðrími: Erla Þórarinsdóttir. Til
9. maí.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Sigurjón Ólafsson í al-
faraleið. Til 30. maí.
Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur, Grófarhúsi: Leifur Þor-
steinsson – Fólk og borg. Til 9.
maí.
Mokka: Hulda Vilhjálmsdóttir.
Orkuveita Reykjavíkur,
Bæjarhálsi 1: Finnbogi Pét-
ursson, Svava Björnsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Þór
Vigfússon, Hreinn Friðfinnsson.
Til 6. maí.
ReykjavíkurAkademían,
Hringbraut 121: Hrefna
Harðardóttir. Til 7. apríl.
Safn – Laugavegi 37: Opið
mið.–sun. kl. 14–18. Andreas
Serrano, Richard Prince og
Carsten Höller. Hrafnkell Sig-
urðsson. Finnur Arnar. Til 9.
maí. Leiðsögn alla laugardaga
kl. 14.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðarins:
Sjón. Heimastjórn 1904. Þjóð-
minjasafnið – svona var það.
Þjóðarbókhlaða: Heima-
stjórn 100 ára.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að
koma, lau, fös. Dýrin í Hálsa-
skógi, sun. Græna landið,
sun., mið. Sorgin klæðir
Elektru, lau., sun., fim.
Borgarleikhúsið: Lína Lang-
sokkur, sun. Chicago, lau.,
sun., fim. Sekt er kennd, sun.
Paris at night, sun., mið. Spor-
vagninn Girnd, sun. Grease,
lau.
Iðnó: Yndislegt kvöld, frums.
sun. Einleikurinn The Secret
Face frums. mið.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Meistarinn og Margaríta, lau.
Loftkastalinn: Eldað með
Elvis, lau., fös.
Austurbær: 5stelpur.com,
fös.
Ýmir:100% hitt, lau., fös.
Tjarnarbíó: Hugleikur – Sirk-
us, lau.
Leikfélag Akureyrar:
Draumalandið, lau., fös.
Malene
Schwartz
Þóra
Einarsdóttir