Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Qupperneq 5
HELGA JÓNSDÓTTIR
ODDEYRARGÖTU 6
AKUREYRI
Þana 20. júlí s.l. andaðist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
frú Helga Jónsdóttir Oddeyrar
götu 6. Hún fæddist 10. febrúar
1896 að Öxl í Húnaþingi. Foreldr-
ar hennar voru Jón Jónsson bóndi
og kona hans Stefanía Guðmunds-
dóttir mestu dugnaðar hijón. Helga
ólst þar upp í stórurn sj’stkinahópi,
sem öll voru hin mannvænlegustu
og urðu síðar góðir þjóðfélagsborg
arar. Hún varð snemma mjóg bráð
þroska unglingur og tók þátt í öll-
um algengum sveitastörfum. Þá
voru vélarnar ekki konmar til sög-
unnar, til þess að létta störfin og
meira var krafizt af unglingunum
til vinnu heldur en nú er gert.
Þrátt fyrir langan vinnudag og
ýmsa erfiðleika á unglingsárunum,
ótti Helga margar ljúfar end-ur-
minningar frá æskuheknili sín og
minntist hún þess oft þegar hún
rifjaði upp atburði frá liðnum ár-
um.
Hún unni sýslunni sinni og var
alltaf stolt af því að vera Húnvetn-
ingur, enda naut margur sýslungi
hennar þess eftir að hún var orð-
in húsmóðir á Akureyri. Þar stóð
þeim öllum opið hús og allir voru
veikomnir. Ekki sízt voru það ung-
mennin, sum félítil, er stunduðu
nám við M.A. Þau tóku Helga og
maður hennar upp á arma sina og
létu þeirn í té alla fyrirgreiðslu,
sem hægt var að veita, allt án end-
urgjalds.
Kona min var ein úr þeim hópi,
sem dvaldist hjá þeim á nánisár-
unum. Þau hjón 'reyndust henni
sem beztu foreldrar þá og ætíð síð
an og minnist hún þeirra með
þökk og virðingu.
Bærinn Öxl stendur hátt ' miðri
sveit og er þaðan hið fegursta út-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
sýni til allra átta, vestur um Vatns-
nes, Víðidal og Vatnsdal, svo eitt
hvað sé nefnt. Róma margir þá
fegurð sem þangað koma Það er
ekki ólíklegt að slíkt umhverfi hafi
á ýmsan hátt mótað Helgu og gert
hana svo víðsýna og stórhuga sem
hún var.
Það fylgdi henni einhver hress-
andi blær, sem var þess valdandi.
að alls staðar þar sem hún fór,
vakti hún eftirtekt og hafði góð
cáihrif á pærstadda.
Hún minntist oft margra góðra
nágranna og vina víðs vegar um
héraðið og batt við þá marga ævi-
langa tryggð. Hún var mjög trv-
lynd og tók alltaf miálstað þeirra,
sem minni máttar voru eða höfðu
á einhvern hátt orðið undir í lifs
baráttunni. Helga átti afar gott
með að umgangast fólk og fljót að
kynnast og hafði gaman af að
bíanda geði við það. Hún hafði
óþvingaða framkomu og kom alltaf
til dyranna eins og hún var klædd
hver sem i hlut átti. Þessir góðu
eiginlelkar hennar urðu til þess rð
hún eignaðist marga góða vini.
sem með þakklæti og söknuði
minnast hennar.
Helga var mjög hamingjusöm i
sínu einkalífi. Eignaðist góðan og
traustan líísförunaut er hún gift-
ist Páli Magnússyni frá Bitru í
Glæsibæjarhreppi. Þau áttu fallegt
hei-mili á Oddeyrargötu 6. Þar ríkti
ráðdeild og þrifnaður se-m ,n‘ bar.
Á Akureyri lifði Helga sín beztu
ár. því að þar átti hún lengst heima
Þar var að sj-álfsögðu aðal lifs.starf
ið háð. Það -m-átti með sanni segja
að hún léti margt gott af sér leiöa
í ýmsum félagsimiálu-m, bæði fyrir
b-æjarfélagið og einstök félóg, sem
höfðu á stefnuskrá sinni menning-
ar- og lí'knar-mál. Sú nefncl eða það
félag se-m Helga var meðlimur t,
átti þar öflugan tals-mann og gat
hún stundu-m verið hörð í horn að
taka við and-stæðingana. En þótt
oft skærist i odda vár hún fljót
ust al|ra til sátta. þegar þar að
kom.
Helga t'ylgdi Fra-msóknari'lokkn-
um að málu-m og var oft fulltrúi
á flokksþingum í Rvik fyrir Akur-
eyri. Þar var hún góður fé’agi sv-o
sem, og alls staðar annars staðar.
Þessi fátæklegu orð, sem hér eru
sögð eru lítið brot af þvi sem
mætti um He-lgu segja. Þau eiga
að votta henni innilegt þakklæti
frá mér og fjölskyldu minni fyrir
margra ára vinsemd og tryggð.
Við vottum Páli og öðrum ætt
ingjum innilega samúð.
Dýrmundur Ólafsson.
5