Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Blaðsíða 22
75 ÁRA:
KNÚTUR KRISTINSSON
HÉRAÐSLÆKNIR
Knútur Kristinsson fyrrv. hér-
aðslæknir og núverandi læknir á
Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra
sjómanna í Reykjavík, varð 75 ára
hinn 10. septemher síðastliðinn.
Það hefur margt og mikið verið
skrafað og skrifað um lækna und-
anfarið og sumt miður fallegt,
einkum er varðar tregðu þeirra til
að setjast að úti á landsbyggðinni.
Bkki ætla ég að leggja þar orð í
belg, en vil aðeins geta þess, að
ekkert af þvi leiða hjali getur átt
við Knút Kristinsson, enda verður
ekkert annað en gott um hann sagt
og undan vanda hefur hann ekki
skotið sér, heldur tekizt drengi-
lega á við þá erfiðleika, sem fylgja
starfi héraðslæknis í erfiðum hér-
uðum, við almennar vinsældir og
góðan orðstír. — Hann var vamim
laus maður og virtur af öllum sem
til þekkja enda ljúfmenni hið
mesta, heiðarlegur og eðlisgóður
svo af ber.
Knútur fæddist á Söndum í
Dýrafirði hinn 10. sept. árið 1894
sonur hins landskunna merkis-
prests séra Kristins Daníelssonar,
sem þá var prestur í Dýrafirði,
seinna prófastur á Útskálum og
konu hans Idu Júliu Halld'órsdótt-
ur.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skóla Reykjavíkur árið 1914 og
kandídatsprófi í læknisfræði lauk
hann frá Háskóla íslands árið
1922. — Framihaldsmám stundaði
hann á fæðingarstofnunum í Dan
mörku árið 1924, en hafði þá starf
að sem settur héraðslæknir í tvö
ár, annað á Patreksfirði 1922—
1923 og hitt á Fiateyri 1923—1924,
og raunar þar áður, meðan hann
enn var við nám, staðgengill fyrir
héraðslækninn í Árneshéraði á
Ströndum 1918—1919.
Þegar hann kom frá námsdvöl
sinni erlendis varð hann héraðs-
læknir í Nautevrarhéraði við ísa-
fjarðardjúp og þjónaði þar í 6 ár
eða til ársins 1930. Þaðan fór hann
austur á Höfn í Hornafirði og var
héraðslæknir þar í 13 ár eða til
ársins 1943.
Á Hornafirði kynntist Knútur
Huldu,# dóttur Þórhalls Daníelsson
ar, sem var landskunnur athafna
maður austur þar. Þótti Hulda
hinn bezti kvenkostur, glaðvær,
falleg og heMandi. Henni kvænt-
ist Knútur 13. marz árið 1932 og
hefur hjónaband þeirra vei-ið far-
sælt, þótt heilsuleysi hafi nú um
árabil hrjáð Huldu. Hún heldur þó
stjórnar heldur jafnframt flestra
ríkisstjórna um gervallan hinn vest
ræna heim, (og jafnvel hinn eystri
Hka) og er fús að ræða þessi mál
við hvern sem er, því maðurinn er
að eðlisfari mjög félagslyndur og
nýtur þess í fyllstu merkingu orðs
ins að deila geði við aðra. Og hann
leyfir sér að gagnrýna og benda á
aðrar leiðir eins og ratvís sjómaður
sem engan „radar“ þarf annan en
eigið brjóstvit og eðlishvöt.
Og hann labbar að ég held að
minnsta kosti eina ferð á dag niður
í sína gömlu vélsmiðju. Ekki af
því að hann vantreysti sonum sín-
um, heldur blátt áfram vagna
þess, að þessu starfi var liann
tengdur, þótti vænt um það og nýt
ur þess að sjá smiðju sína lifa og
dafna.
Og meðan hann hefur fótavist,
þá mun hann sjást á ferii, hvar
sem starf er innt af hendi í
byggðarlagi hans og taka að vissu
leyti þátt í því með lifandi áhuga.
Og það er gott að mæta gamla
Olsen á götu. Bros hans er hlýtt
og handtak hans innilegt eins og
þess manns, sem er sáttur við alla
tilveruna. Maður kemst akki hjá
því að komast í gott skap við að
sjá þessa mildu heiðríkju, sem yfir
bragð öldungsins ber með sér.
Kona hans og trúfastur lífsföru-
nautur um rúmlega fimmtíu ára
skeið er Magdalena Jónatansdóttir
frá Sigluvík við Eyjafjörð.
Þau hjón eignuðust sex syni og
eina dóttur, en einn sona þeirra
lézt i bernsku. Húsfreyjan á heim
ilinu hefur því haft ærinn starfa,
því þá var véltækni nútímans lítt
búin að halda innreið sína í ríki
húsmœðranna. Og auk síns stóra
heimilis, varð hún oft að taka í fæði
og þjónustu 2—3 verkamenn úr
simiðjunni, án þess um neina heim-
ilisaðstoð væri að ræða. Mun lítt
hafa hallazt á með þeim hjónum
um dugnað og atorku.
Magdalena hefur nú allmörg
síðustu ár átt við þráláta van
heilsu að búa og nú um alllangt
skeið dvalizt á sjúkrahúsi. Þó stóð
hún enn einu sinni við hlið manns
síns í gleðisamkvæmi hans með af-
komendum og vinum. Hvorugt
þeirra hjóna gefst upp fyrr en í
fulla hnefa. Allir hinir mörgu vin
ir þeirra Olsen og Lenu víðsvegar
um land árna þeim langra og far-
sælla lífdaga, og allar munu þær
hamingjuóskir koma beint frá
hjartanu.
Sigurbjörn Ketiisson.
ISLENDINGAÞÆTTIR
22