Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Síða 11

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Síða 11
Kristján Jón Benónýsson f. 25. ágúst 1885, — d. 2. október 1969. K V E Ð J A frá eiginkonu lians, Þorbjörgu Lý'ðsdóttur, Ég kveð l>ig vinur, kvöldið þitt er liöið, ég kveð og þakka allt sem varstu mér, og mér er kært um minninganna sviðið að mega vera í anda nálægt þér. Hver stund er minnir mig á blíðu þína sem mildur geisli vermir hug og sál, sem bjartir geislar brosin þín mér skína og blærinn flytur talað kærieiks mál. Ég þakka alit hið göfga, góða, hlýja er gafst með þinui samfylgd nokkur ár. Þig engill leiði um vona veröld nvja þar vörður Iífsins græðir öll vor sár. Ó, Guð ég þakka öll mín liðnu árin mér ætíð frá þér kærleiksgeisii skín, ég þakka bros, ég þakka líka tárin ég þakka faðir, að þú gætir mín. G.G. frá Melgerði. Kristín Bjarnadóttir cramhald af bls. 2 stórglæsileg að vallarsýn, enda átti hún kyrf til þess. Þegar ég, sem þetta ‘ rita kom fyrst til langdvalar í Borgar- fjörð fyrir nærfellt 50 árum, var fljótt hægt að sjá að alls staðar þar sem þessi Grundarsystkin (systkin Bjarna, föður Kristínar), höfðu reist bú, — en þau munu flest hafa haft búsetu í Borgarfirði — var mikill rausnarskapur og mynd arbragur á öllu, og jafnvel að fólk ið sjálft bar af flestum hvað út lit og framkomu snerti. Ég hygg, að það muni ekki vera neinar getgátur að hér sé um sterk an ættstofn að ræða þar sem Grundarættin er, eða sú ætt er Kristín var borin af, enda hef ég heyrt að í um það bil 300 ára skeið, hafi sami ættleggurinn, hver fram af öðrum búið á Grund í Skorradal, eða síðan Brynjólfur bisk-up Sveinsson keypti staðinn og hugðist setjast þar að í ellinnj, sem eigi varð þó af. Fegurð Borgarfjarðar hefur lengi verið rómuð. Ég átti þar heima í nærfellt 30 ár, og aldrei get ég nógsamiega lofað fegurð hans sérstaklega vorfegurðina, víðsýnið frá sumum bæjunum t.d. Hesti, dalir, bálsar, fjöli, ár, vötn Og skógar, en í suimarfegurð hugsa ég að Skorradalurinn nái hæzt, og þá vildi ég segja að Grundarheim- ilið standi fremst. Og þarna var Kristín fædd og uppalin, hjá elsku legum foreldrum og systkinum og öðrum vandamönnum er á heim ilinu voru, naut ágætrar mennt- unar, bæði heima fyrir og hjá frændfólki sínu hér syðra. Hún var góðum gáfum gædd, unni aliri list, og svipmót hennar bar þess gLöggt vitni að þar fór fín kona í orðsins fyiistu merkingu. Stuttu eftir að þau Kristján giftust, flutt ust þau hingað il Reykjavíkur og reistu sér hús við Seljaveg 23 og bjuggu þar ætíð síðan. Fyrir 50 ár- um var ísienak gestrisni mikil, en hvergi finnst mér ég hafa fyrir hitt meiri og sannari gestrisni en að Grund í Skorradal. Ég kom vorið 1917 að Hesti og þekkti fáa eða enga í byggðarlag inu, en flrjótt myndaðist vinátta milli heimilis mín og Grundar og á þá vináttu bar aldrei neinn skugga, sú minning verður mér björt og hlý, og ég hef þar mikið að þakka og þá finnst mér Kristin standa framarlega í þeim hópi. Mig langar að enda þetta mal mitt með lítilli en sannri frásögu frá okkar daglega lífi. Það var ófrávíkianleg venja að við færum öll einhvern sunnudag að sumrinu suður að Grund, oft- ast í ágústmánuði þegar ber voru sprottin. Þegar líða tók á sumarið fóru börnin að spyrja: „Hvenær eigum við að fá að fara suður að Grund?“ Það var stærsU h.átíð sumarsins, — jól sumarsins í hug um barnanna og mömmunnar iíka. Það voru hiýjar viðtökur er niættu okkur. Fyrst var að hjálpa öllum af baki, smánm og stór- um, leiða svo allt inn í skrautleg ar stofur, þar sem dúkað hafði verið veMuborð stórt. Aldrei man ég eftir öðru en góðu veðri þessa daga. FjöLlin spegluðust í sléttu vatninu, enginn andvari, sól og kyrrð! Guð blessi þig Kristín og ykkur öll, sem í sameiningu sköpuðu ó gleymanlegar fagnaðarstundir, há- tíð sem aldrei gleymist! Ég vil svo að endingu votta ykk ur öllum ástvinum Kristínar mína innilegustu samúð og hluttekning í ykkar stóru sorg. Megi guð styðja ykkur! Sigríður Björnsdóttir. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.