Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 12

Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 12
MINNING ÁSGEIR MAGNÚSSON FRÁ ÆGISSÍÐU 14. ágúst lézt hér í borg Ás- geir Magnússon frá Ægissíðu, 83 ára gaimall. Við þennan föðurbróður minn eru tengdar einbverjar ljúfustu bernskuiminningar mínar, og því langar mig að geta hans að noklkru. Ásgeir fæddist 7. marz 1886 á Ægissíðu á Vatnsnesi, V-Húnavatns eýsiu, sonur hjónanna Sigurlaugar Guðmundsd. og Magnúsar Kristins- sonar, næstelztur af 6 sonum þeirra, er upp koimust. Ungur að árum var Ásgeir sett ur í fóstur að Katadal til Ingólfs Guðmundssonar móðurbróður síns. Aldrei verður með vissu úr því skarið, hve miklu það veldur um skapgerð barna að alast ekki upp með foréldrum sínum. En það vissi ég méð vissu, að þessi dvöl Ásgeirs í Katadal hafði mikil áhrif á þennan dula og gáfaða dreng og mun e.t.v. hafa átt mikinn þátt 1 þeirri sérlund, sem nokkuð var áberandi í fari hans, því að Ing- ólfur móðurbróðir þeirra þótti sér lundaður mjög, en kona hans mun lítt hafa skilið þennan einræna og hæfileikaríka dreng. Að vlsu bjarg aði það miklu, að amma Ásgeirs, Sigþrúður Jóhannsdóttir var hjá syni sínuim þarna í Katadal. Sig- þrúður var greind kona, heim- spekbega sinnuð og hafði áhuga á stjörnum, og miá e.t.v. rekja þang að áhuga Ásgeirs á stjörnufræði síðar meir. í Katadal ólst Ásgeir upp fram yfir fermingu, en dvald- ist síðan á ýmsum stöðum i Húna- vatnssýslu. Snemma mun hafa borið á menntaþrá Ásgeirs, og man ég vel sögu, er Björn föðurbróðir minn sagði mér, sem lýsir Ásgeiri vel. Bj'örn hafði komið að heimsækja Ásgeir, sem þá var kaupamaður ó Hrafnabjörgum í Svinadal, Ásgeir kallaði á Björn og bað hann að koma með sér út fyrir tún, fór hann með Björn að hvammi ein um við ána. Þar hafði Ásgeir hlað- ið sér lítið og laglegt hús. líkt og börn gerðu í hjásetu áður fyrr, en inni 1 þessu húsi geymdi hann horn eitt fagurt og hafði það sér til dægrastyttingar að leika á það í frístundum sínum. Ennfremur bjó hann sér sundlaug í ánni og stundaði líkamsrækt. Seinna fékik Ásgeir svalað þrá sinni til hljómlistar og lærði að leika á orgel og píanó og hafði yndi af klassískri músík. Ekki gat Ásgeir eða þeir bræð- ur treyst á fjárhagsstuðning for- eldra sinna til nárns, en þó tókst þeim að brjótast áfram og af'a sér nokkurrar menntunar. Björn, Ás geir, Magnús og Sigþór fóru allir á Gagnfræðaskólann á Akureyri og Magnús síðar í langskólanám. Guð mundur, elzti bróðirinn, gerðist bóndi < g bjó lengst af með for eldrun sínum, en Kristinn yngsti bróðirinn fór seinna í skóla hjó Ásgeiri bróður sínum. Asgeir lauk ekki prófi frá Ak- ureyri, en fór síðan til Hafnarf jarð ar og tók kennarapróf frá Flens- borg 1908, 1910 var hann á kenn- kennaranámskeiði í Askov. Hann starfaði við Alþýðuskólann á Hvít árbakka 1908—10. 1913 stofnar hann svo Alþýðuskólann á Hvammstanga og tel ég, að það sé með því merkilegasta, sem Ásgeir tók sér fyrir hendur um dagana, er hann allslaus og með litia að- stoð fjárhagslega stofnaði þennan skóla af einskærum áhuga á að gera ungu fólki auðveldara að afla sér einhverrar menntunar í heima héraði sínu. Mun sumum stórbokk anum hafa fundizt þessi piltur fær ast fullmikið í fang og væri naer að taka sér eitthvað þarfara fyrir fyrir hendur. Mér finnst íreistandi að tilfæra hér ummæli Kristmund ar Þorleifssonar, tekin úr ræðu, er hann flutti, þegar nokknr nem endur Ásgeirs komu saman ásamt honum til að minnast þess, að lið- in voru 35 ár frá stofnun skólans: „Enginn mun ganga þess dul- inn, að sá maður, sem réðst í slíkt fyrirtæki, sem skólastofnun þessi var, hlýtur að vera gæddui' mikilli bjartsýni, „trúa á táp sitt og fjör, trúa á sigur þess góða“. Það var ékki mikil von fjár og frama að leggja hér til atlögu og ekki var skólastofnuninni tekið með sér- stakri hrifningu af ráðamönnunn héraðsins". Og ennfremur segir í sömu ræðu: „Öllum mun oss nemendum skýrt í minni óþreytandi elja skóla stjórans við starf hans og frábær samvizkuseimi. Það má>ti heita, að hann hefði einn á höndum alla kennslu í skólanum fyrsta vetur- 12 SSLENDtNGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.