Íslendingaþættir Tímans - 10.10.1969, Side 20
ÁTTRÆÐUR:
OLAV OLSEN
VÉLSMIÐUR, YTRI-NJARÐVÍK
Sto er almennt talið, að land-
námi fslands frá Noregi ljú'ki um
930. En svo sem ýmsir hlutir eru
án endís, miá það til sanns vegar
færa um landnám eins lands. Land
nám þess heldur áfram og þróast
svm lengi sem starfandi hendur eru
aS verki að nýta auðsuppsprettur
þess og orkulindir.
Og þá að aðalstraumur Norð
manna hingað til lands hverfi að
mestu úr sögunni við umgetið ár-
tai eða fyrr. þá hefur hann aldrei
horfið með öllu. Fyrir síðustu alda.
mót fluttist t.d. almargt Norð-
manna hingað. Aðaliega voru það
síldarspekúlantar og hvalstatsjón
istar, sem ýmsir efnuðust hér vel
og fluttu svo með gróðann úr
landi.
Árið 1906 var gróska og nýsköp-
un í þjóðlífi íslands. Heimastjórn
nýfengin og nýtt fjármagn
streymdi inn í landið. Eftirspurn
eftir verkafólki var mifcii, sérstak-
lega sjómönnum. Útgerðarmaður
af Suðurnesjum lagði þá leið sina
til Noregs til þess að ráða þar
nókkra tugi ungra Norðmanna tij.
að stunda hér skútuskak. Einn af
þessum ungu mönnum, sem þá
fluttist 'hingað héf Olav Olsen og
var þá aðeins 16 ára að aldri.
Sennilega hefur hann ekki í fyrstu
hugsað sér fslandsdvöl til lang-
frarna, en hversu sem því er varið,
hefur pilturinn dvalíð hér síðan að
mestu, gerzt íslenzkari en margir
innfæddir og skilið eftir sig varan-
legri spor 1 þessu landi en margir
landar hans, sem meira létu yfir
sér og meira áttu undir sér, er
hingað kom 1 fyrstu.
Og nú fyllir Olav Olsen áttunda
tug ævi sinnar í dag, 6. sept. Hann
er borinn í þennan heirn, þar sem
heitir á Nordmöre í Noregi, þar
sem lífsbarátta alþýðu manna var
SEXTUGUR:
BJÖRN FR. BJÖRNSSON
SÝSLUMAÐUR OG ALÞINGISMAÐUR
Nú set ég hérna saman ljóð
um sýsluyfirvald,
er vel og lengi að verki síóð.
Það verður þakkargjald.
Að Hvoli hingað heldur öld
og hrindir deyfð á bug,
og býst að hylla Björn í kvöld,
við búinn sjötta tug.
Um yfirvaldið okkar létt
ég yrki, kunnugur.
En það er engin ofsafrétt,
þó einn sé sextugur,
þvi allflestir þeim atcfri ná
og auðnu hljóta byr.
Hví skvldi Birni bregða þá?
— Hann brosir — lí'kt og fyrr.
Og þó að eitthvað þynnist hár,
og það sé orðið grátt
og léki um drenginn liðin ár
mjög lífsins norðanátt,
ei virðist sálin vera rnædd
af veðurgjósti þeinv.
þvl hlýju jafnan hún var gædd
í hyggjuléttum beim.
Þótt stæði lítt i styrjargný,
hann stóð á réttu samt.
Að beita lagabrellum því
var Birni ek'ki tamt.
Því hann er líka karl, sem kann
að koma sættum á.
Og sjaldan leit ég sýslumann
með svona hýra brá.
Og vinur mennta var og er.
Hann vill, að æskuþjóð
hér æðri fræðslu afli sér .
og öðlist dýran sjóð.
Að Skógum reis ein skjald-
borg þá
til skólamenntunar,
í brekkuskjóli, björg við há.
Og Björn var fremstur þar.
Nú óskum við þess öll í dag.
við öðlings tímamót,
að honum syngi heillabrag
hans heimili og snót.
Þau fái notið fagnaðar,
en frí við sorg og stríð,
í ástarbandi einingar
um ævi langa tíð.
A.B S.
20
ISLENDINGAÞÆTTIR