Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 15
um Framsóknarmanna. Hann var vel máli farinn og óhvikull í stuðn ingi sínum við það, er hann hugði rétt vera. Ingiríður Árnadóttir fæddist 23. febr. 1887 og var elzt þeirra systk. Hún fæddist á Ytra-Álandi en ólst upp á Gunnarsstöðum, og systkini hennar öll. Rétt fyrir tvítugsaldur stundaði hún nám í húsmæðra- skóla á Akureyri. Árið 1907 gift- is't hún, þá aðeins tvítug að aldri, Kristjáni Þórarinssyni bónda í Lax- árdal í Þistilfirði, er varð kunnur maður í héraði, og bjuggu þau fyrst um sinn í Laxárdal. Eru elztu börn þeirra fædd þar. En árið 1914 reistu þau nýbýlið Holt aust- an Laxár og var til þessa nýbýlis lagt land frá Gunnarsstöðum og Laxárdal. Var býli þéssu komið upp án opinberrar aðstoðar, enda löngu áður en sett var nýbýlalög- gjöf síðari tíma. Rúmlega 20 árum síðar var bærinn í Holti endur- byggður og reist íbúðarhús það úr steini, er þar stendur nú. Er ný- býli þetta löngu komið af bernsku skeiði og nú, að því er varðar rækt un, byggingar og bústofn, eitt hinna stærstu í sýslunni, enda hafa nú tvær kynslóðir lagt hönd að. Um bæjarstæðið í Holti var mér einu sinni sögð saga, sem mér tókst ekki að fá staðfesta, en er þess verð, að sögð sé, hvort sem hún er sönn eða að einhverju léyti þjóðsaga. En svo var mér sagt, að þegar stofnun nýbýlisins var ráð- in, hefðu þau hjónin Kristján og Ingiríður gengið saman austur yf- ir ána til að svipast um eftir bæj- arstæði. Þau sáu, hvar rjúpa hóf sig til flugs. Þá sagði Ingiríður: Þar sem rjúpan sezt, skulum við byggja bæinn. Og þar sem rjúpan settist var bærinn byggður. Minn- ir þetta á þá, er fyrrum létu það ráða byggð sinni, hvar forsjónin lét öndvegissúlur bera að landi, Má og vera, að greina megi á örlága- stundum, og oftar en talið er, tengsl in milli elztu kynslóða og yngstu í þessu íandi. Mann sinn missti Ingiríður árið 1942 eftir 35 ára sambúð, en ald- ursmunur þeirra var nokkur. Þau eignuðust ellefu börn, átta dætur og þrjá synif og eru tíu á lífi. Eft- ir lát Krlstjáns hélt Ingiríður áfram bús’káj) fíieð elztu börnum sínum, og íæfðisí Kann svo á þeirra hendur. Fyrir nobkrum árum kenndi hún þess sjúkdóms, er nú hefir gert enda á ævi hennar. Hlaut þá með læknishjálp nebkra meina bót, er entist henni um hríð. Var sá frestur notaður til starfa með- an kraftar leyfðu. en lífsþrek henn ar var mikið. Hún verður þeim minnisstæð, er henni kynntust: Smávaxin, en kvik á fæti, skjót í svörum og gagnorð, söngelsk, eins og margir í hennar ætt, og að jafn aði glöð í bragði. Vinnusemi, stjórnsemi og umhyggjusemi voru henni í blóð bornar. Heimilið, sem hún annaðist, og elzta dóttir henn- ar tók við af henni, hefir löngum verið fjölmennt og komið mikið við sögu sveitar- og héraðsmála. Börn þeirra Kristjáns og Ingiríð ar eru þessi á lífi: Arnbjörg, Þór- arinn og Árni, sem eru elzt syst- kinanna og búa í Holti, Vilborg gift Hauki Kjartanssyni bifreiðar- stjóra í Þórshöfn, Ásmundur kenn ari í Rvík, kvæntur Ásdísi Eysteins dóttur, sem einnig er kennari, Guð rúrí gift Einari Kristjánssyni rit- höfundi á Akureyri, Herborg gift Þóri Sigurðssyni kennara í Rvík, Þórhallá gjft |íerði Björnssyni arki tekt í Kó|ayogi, Guðbjörg gift Éiríki Jóilssýnl kennárá 1 Rvík og Hólmfríður gift Sigurði Óla Brynj ólfssyni bæjarfulltrúa á Akureyri. Ein systranna, Éérgþóra, fluttist til Danmerkur og giftist þar færeysk- um manni, en lézt fyrir nál. 30 ár- um. IBörn Jóhannesar Árnasonar og Aðalbjargar Viíhjálmsdóttur eru: Axel kennari í Rvík, kvæntur Sig urbjörgu Jóhannsdóttur, Anna gift Jónasi Aðalsteinssyni bónda á Brú- -arlandi í Þistilfirði, Arnbjörg gift Árna Þ. Árnasyni bónda á Hösk- uldarnesi á Slettu, Sigríður gift Sigfúsi A. Jóhannssyni bónda á Gunnarsstöðum, Þorbjörg gift Kristni Skæringssyni skógfræðingi í Kópavogi, Árni mjólkurfræðing- ur á Akureyri kvæntur Ingibjörgu Sveinsdóttur, Arnþrúður Margrét gift Sigurði Gunnlaugssyni iðnaðar- manni í Kópavogi og Guðbjörg gift Benedikt Halldórssyni kenn- ara í Hafnarfirði. Skal hér nú staðar numið og ekki fleira sagt af því, sem mér er í minni um þessa tvo öldnu og nákomnu vini mína, sem kvaddir voru hinztu kveðju á þessu ári. Bæði luku þau Jóliannes á Gunnars- stöðum og Ingiríður í Holti æýi sinni á sjúkrabeði utan heimahaga, en voru jarðsungin í sveitinni þqr sem þau unnu ævistarf sitt í blíðu og stríðu og áttu heima alla tíð fra vöggu til grafar. Hér um slóðiR eins og annars staðar, fækkar þeim nú óðum, sem sáu dagsins ljós á liðinni öld. Saga þeirra, sem gengp ir eru, verður aldrei nema að litíu leyti „rituð á blað, en rist inn í fáein hjörtu“- og það skiptii' líka mestu, sem hjörtun geyma vitandi eða óvitandi, frá tyni til kyns. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.