Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 24
ekki stundað i'ðnnám. Litlu síðar
en þau Ludvig og Elísabet brugðu
búi, fluttu þau til Skagastrandar og
áttu þar heima til ársins 1968 en
fluttu þá til Reykjavíkur. Á Skaga
sti’önd annaðist Ludvig rekstur
Sjúkrasamlags Höfðahrepps.
Mikilli starfsævi er lokið. En
það er hyggja mín, að Ludvig
K 'ip hefði aldrei komizt yfir að
\inna öll þau margvíslegu störf,
sem hann vann um dagana, hefði
honum ekki hlotnazt sú gifta, sem
hann hlaut í lífsförunaut sínum,
Elísabetu Stefánsdóttur. Elísabet
er frábær kona að allri gerð.
Skörungsskapur hennar, glæsi-
mennska og dugnaðar er víðkunn
ur. Það ræður líkum. að það kom
í hennar hlut í löngum fjarvistum
bónda hennar að veita forsjá bú-
skap þeirra og stjórna mannmörgu
heimili, naut hún þó vissulega
góðra verka fósturforeldra Lud-
vigs og síðar barna sinna, er þau
lcomust á legg. Illugastaðaheimilið
var í tíð þeirra Ludvigs og Elísa
betar mörgum kunnugt. Illugastað
ir lágu í fjölfarinni þjóðbraut milli
Skagafjarðar og Húnaþings. og
margur ferðamaðurinn og gangna-
maðurinn naut þar hvíldar og að
hlynningar.
Þau Ludvig og Elísabet eignuð
ust níu börn og lifa sjö þeirra.
Elzti sonurinn, Júlíus skipstjóri og
sá næstyngsti, Aðils bygginga-
meistari, létust báðir á s.l. ári,
löngu fyrir aldur fram. Þau Illuga
staðahjón áttu miklu barnaláni að
fagna, því að öll eru börn þeirra
búin miklum mannkostum, gjörfu
leik og dugnaði. Barnabörnin eru
nú 98 að tölu oe börn þeirra 15.
Við, sem kynntumst Ludvig
Kemp, eigum um hann margar,
góðar og skemmtilegar minningar.
Hann var prýðilega greindur mað
ur, fjölfróður og frásagnaglaður.
Hann hafði mikið yndi af allri per-
sónusögu og ættfræði og kunni skil
á fjölmörgum mönnum og ætlum
þeirra. Allur íslenzkur fróðleikur
vai honum hugleikinn. Greinar
þess efnis hafa nokkrar birzt eftir
hann á prenti og út hefur komið
frá hans hendi bókin Slysfarir í
Skefilsstaðahreppi. Mest mun þó
af fróðleik þeim, sem Ludvig safn
aði, liggia í handritum og hafði
hann ánafnað og afhent Sögufé
lagi Skapfirðinga syrpur sínar.
Hann hafði mikinn áhuga á störf-
um þess félags og góðan hug bar
hann í hverju einu til héraðs okk
ar, enda var starfsvettvangur hans
hér lengstur og hér heima í Skaga-
firði kaus hann að bera beinin að
ævidegi liðnum.
Ludvig Kemp var maður hag
mæltur og orti allmikið, og hafa
sumar lausavísur hans orðið land-
fleygar, og nokkuð af kveðskap
hans hefur verið prentað svo sem
í Austfirzkum ljóðum, sem út
komu fyrir nokkrum árum.
.Minningar þær, sem ég á um
Ludvig Kemp, eru mér allar góð-
ar. Hann kom oft á bernskuheim-
ili mitt og var þar aufúsugestur.
í kringum hann ríkti glaðværð og
á umræðuefnum varð ekki þrot.
Ég minnist með þakklæti þess
vinarþels og tryggðar, sem ríkti
milli heimilisins í Hvammi og 111
ugastaðaheimilisins og með enn
meira þakklæti minnist ég þess
þegar Ludvig Kemp greiddi götu
mína á skólaárum mínum og tók
mig í vinnu, sem enganv°ginn lá
þá á lausu. Ludvig var tryggur vin
ur vina sinna. Honum fylgja marg-
ar og hlýjar kveðjur og blessunar
óskir yfir skil heimanna tveggja.
Ég bið þessum aldna vini mín
um fararheilla. Konu hans og börn-
um sendi ég kveðjur mínar með
bæn um blessun Guðs þeim til
handa.
Gunnar Gíslason.
t
Ludvig R. Kemp andaðist að
heimili sínu í Reykjavík hinn 30.
júlí s.l. Hann var jarðsettur á Sauð
árkróki 7. ágúst.
Ludvig R. Kemp fæddist í Vík
urgerði í Fáskrúðsfjarðarhreppi 8.
ágúst 1889.
^ Foreldrar hans voru Stefán
Árnason, síðar bóndi á Ásunnar-
stöðum í Breiðdalshreppi, og kona
hans Helga Ludvigsdóttir Kemp,
en ætt sína rakti hún til Þýzka
lands og er nafnið Kemp þaðan
komið.
Hann stundaði nám við Flensborg
arskólann og lauk gagnfræðaprófi
þaðan 1909. Þá settist hann í Verzl
unarskól íslands og lauk þaðan
prófi 1911.
Hann kvæntist 30. maí 1912,
Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík
í Breiðdalshreppi. Þau bjuggu um
skeið að Hafragili í Laxárdal í
Skagafjarðarsýslu en fluttu 1916
að Illugastöðum í sömu sveit og
bjuggu þar í 31 ár, þar til þau
fluttu til Akureyrar.
Á Skagaströnd bjuggu þau frá
1949 til 1969 og veitti Kemp þar
sjúkrasamlagi byggðarlagsins for
stöðu.
Árið 1969 fluttust þau til Reykja
víkur, en þar voru þá þrjú af börn
um þeirra búsett.
Ludvig Kemp var auk þess verk
stjóri á sumrum við vega og hafn-
argerð um þriggja áratuga skeið,
þar til hann fluttist til Skaga-
strandar.
Með Ludvig Rudolf Kemp, eða
„Kemp“, eins og hann var ávallt
kallaður á uppvaxtarárum mínum
í Skagafirði, er horfinn af sjónar-
sviðinu fágætur maður, sem varð
minnisstæður öllum þeim stóra
hópi, sem kynntist honum eitt
hvað, mikið eða lítið.
Sem vegavinnuverkstjóri hafði
hann allnáin tengsl við stóran hcp
manna af ólíkustu manngerðum.
Skopskyn og smitandi íslenzk gam
ansemi ásamt einstæðum tökum
hans á íslenzku máli, gerðu vist-
ina í vegavinnubúðunum skemmti
lega og fræðandi fyrir þá, sem
yndi höfðu af íslenzku vísunni og
hnyttilega sagðri sögu, en Kemp
var ótrúlega fjölfróður um sögu
þjóðarinnar og bókmenntir, auk
þess sem hann hafði á reiðum hönd
um gnægð af kenningum forns
kveðskapar. Það var því eðlilegt,
að sjálfsgagnrýnin forðaði flestum
frá því að láta eigin kveðskap heyr
ast, ef einhver var, en til voru
þeir, sem ótrauðir stunduðu sína
vísnasmíð, og það af auknum
krafti.
Við hirð Kemps, en svo var
vinnuflokkurinn stundum nefnd-
ur í gamni, vildu stundum „horn
skella á nösum og hnútur fljúga
um borð“, eins og forðum hjá Goð
mundi á Glæsivöllum, en sá var
þó munurinn, að hirðmenn Kemns
komust ekki hjá því að finna góð
vildina og umhyggjuna, sem hann
bar fyrir öllum, undir hinu glettna
yfirborði, og því mun enginn hafa
skilið við hirð hans „kalinn á
hjarta“, eins og Grímur Thomsen
lætur menn sleppa úr höll Goð-
myndar.
Svipað var þessu farið í hérað
inu. Vísur hans og kvæði flugu
með vindinum og vöktu bæði hrifn
ingu og hneykslun í senn, eins og
kvæði Þorsteins Erlingssonar
gerðu á sínum tíma.
24
fSLENDINGAÞÆTTIR