Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 5
Sigrún Eiðsdóttir Fædd i:í. sepl. 1933 Uáin 14. júni 1972 Miðvikudagskvöldið 14. júni s.I. átti ég erindi vestur i bæ og lá leið min m.a. um gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs. Skömmu áður hafði orðið þar mikiö umferöarslys. Þegar ég kom að, var búið að flytja fólkiö á brott, sem fyrir slysinu haföi orði, en að öðru leyti var allt með sömu um- merkjum. Var auðséð að þarna hafði orðið mikill og harður árekstur. Fjöl- margt fólk sem safnazt hafði saman á staðnum ræddi með óhug um at- burðinn. Morguninn eftir frétti ég svo.að i þessu umferðarslysi hafði beðið bana svilkona min.Sigrún Eiðsdóttir. Um- ferðin i höfuðborginni hafði krafizt enn eins mannlifsins. Að þessu sinni lifs ungrar konu — móður þriggja litilla barna. Sigrún Eiðsdóttir var fædd 13. sept. árið 1933 og var hún fjórða i röðinni af sex systkinum. Þegar Sigrún fæddist bjuggu foreldrar hennar, Anna Björnsdóttir og Eiður Sigurðsson, að Hörgsholti i Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi. Þau fluttu til Borgarness árið 1960 og þar andaðist Eiður þrem árum siðar. Sigrún Eiðsdóttir var iþróttakennari ert þú farinn i þá ferð, sem okkur er öllum búin og þarf ekki að koma til skipulag ferðaskrifstofu eða annarra hérvistarmanna. Við áttum ekki von á þessu svona fljótt, þótt þú værir búinn að fá alvarlega áminningu um að brugðið gæti til beggja vona. Þú áttir svo margt ógert og varst með ákveðnar framtiðarákvarðanir. Ný- fluttur úr ibúð þinni i Vanabyggð 2 f, i nýja og glæsilegri ibúð i Vanabyggð 17, varst rétt búinn aö koma þér og þinni fjölskyldu þar fyrir, varst ánægður með skiptin og gladdist yfir þvi,að þú bjóst f jölskyldunni þar fallegra heimili. Það er Guð, sem ræður, og engum er fært að deila við dómarann. Og nú þegar Jónas er allur, mun hugur margra fyllast söknuði og jafnframt þakklæti fyrir margar samveru- stundir, og i hljóðlátum huga votta eiginkonu hans og. börnum djúpa samúð. Þeirra söknuður er mestur, en islendingaþættir að mennt, og stundaði hún nám við íþróttakennaraskóla Islands. Við kennslustörf á Akranesi kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sinum, Braga Melax, sem einnig er kennari. Þau gengu i hjónaband árið 1959 og fyrstu tvö árin eftir að þau giftu sig bjuggu þau á Strönd á Rangárvöllum, þar sem Bragi var skólastjóri. Þaðan fluttu þau svo heimili sitt til Reykjavíkur og þar bjuggu þau að mestu siðan, að undan- skildum fjórum árum, sem Bragi var skólastjóri að Laugum i Þingeyjar- sýslu og einu ári, þvi siðast liðna, sem þau bjuggu i Garðahreppi. Þegar Sigrún andaðist höfðu þau hjónin fyrir fáum dögum fengið afhenta nýja ibúð við Asparfell i Breiðholti. sem þau höfðu fest kaup á. Voru þau rétt nýlega flutt þar inn, þegar andlát Sigrúnar bar að með svo sviplegum hætti. Húsmóðurstarfið var aðalstarf Sigrúnar eftir að hún giftist Braga Melax. Þó fékkst hún oftast eitthvað við kennslu — aðallega iþrótta- og sundkennslu. Flest sumur mun hún þannig hafa stjórnað sundnám- skeiðum viös vegar um land og á s.l. vetri annaðist hún iþróttakennsluna i hinu nýja dagheimili Styrktarfélags vangefinna i Bjarkarási, skammt frá Breiðholti. Þau störf sem önnurjeysti Sigrún Eiðsdóttir af hendi með stakri þau eiga lika mikið að þakka, það mun vera huggun i harmi þeirra. Nú þegar leiðir skilja vil eg færa þér innilegustu þakkir minar og fjölskyldu minnar fyrir órjúfandi vináttu i öll þessi ár. Þakka þér alla þá glaðværö, sem þú komst með inn á heimili mitt og þá ánægju, sem þú veittir fjölskyldunni i Byggðavegi 91. Svo að siðustu kveð ég þig kæri vinur og vona að þú verðir leiddur um hin ókunnu sviö af öryggi og lending þin verði eins og þú sjálfur sagðir svo oft, er um trú- mál var rætt: Að efalitið yrði þoka og lágskýjað á þeirri leið, en þú varst ekki i neinum vafa um,að hulin hönd myndi leiðbeina til lendingar og i örugga höfn yrði komið að lokum. Fjölskylda min og ég vottum fjöl- skyldu Jónasar innilegustu samúð okkar. Þér kæri vinur óskum við fararheilla. Haraldur M. Sigurðsson. prýði og naut þar álits og virðingar allra þeirra, sem hana umgengust. Sigrún Eiðsdóttir var aldrei gust- mikil kona. Hún hafði engan áhuga á þvi að trana sér fram fyrir aðra eða láta á sér bera. Hún var hógvær, hljóð- lát og rólynd, en staðföst, vönduð til orðs og æðis og umfram allt traust og trygg. Það mátti alltaf reiða sig á Sigrúnu Eiðsdóttur, hvar sem hún fór. Hún var trygg vinum sinum og traust sinum vandamönnum. öll störf Sigrúnar báru vitni um vel gerða manneskju. Hún var sérstak- lega myndarleg húsmóðir, dugleg og leikin i höndum. Hún var vel greind og lesin.Hún varmjöggóður uppaiandi og lét sér annt um, að börn hennar fengju sem viðtækasta menntun. Þannig nutu mannkostir Sigrúnar sin bæði innan og utan heimilis til gagns og gleði fyrir þá, sem hana umgengust og hún tók tryggð við. Sviplegt andlát Sigrúnar var þvi mikið áfall fyrir hennar nánustu., Maður hennar og börn misstu þar mest — og það var mikið, sem þau misstu. En það var lika mikið sem Sigrúnu Eiðsdóttur hafði auðnazt að gera fyrir þau, áður en hún dó. Meira en sumum tekst að veita á langri ævi. Þær gjafir getur enginn frá þeim tekið. Ég votta Braga Melax og börnum þeirra Sigrúnar, — Róbert 12 ára, Einari 8 ára, og Aslaugu 6 ára — svo og móður Sigrúnar og öðrum vanda- mönnum minar innilegustu samúðar- kveður. Sighvatur Björgvinsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.