Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Blaðsíða 10
Elínbjörg Petrea Jónsdóttir
húsfreyja Skrapatungu
K. :$1. ágúst 1895
I). 22. marz 1972.
..Vertu trúr allt til dauðans og ég
mun gefa þér lifsins kórónu", stendur
spaklega letrað á viturlegum stað og
er þar ekki átt við valdakórónu mann-
legs tildurs og hégóma, heldur þann
lýsandi geislabaug, er minningin um
góðan dreng myndar um höfuð hans i
hugum þeirra, er hjarta hafa til þess
að skilja og meta.
Þaö voru þannig auðæfi, sem Peta
(þannig var hún jafnan kölluð) i
Skrapatungu ávann sér i lifinu. Þau
fylgdu henni út i móðuna miklu og lýsa
þar sem mynd á fortjaldi þeirra miklu
hulduheima. Veraldarauðurinn vafðist
ekki fyrir henni um dagana, né varð
henni að fótakefli.
t Laufási i Viðidal bjuggu, árið 1895
og lengi eftir það, hjónin Jón Daniels-
son og Helga Bjarnadóttir. Þetta voru
ekki neinir auðkýfingar. en 31. ágúst ,
þá um sumarið fæddist þeim þó dóttir
sú. er hér hefur verið nefnd. Tvö önnur
börn eignuðust þau hjón. dótturina
Guðrúnu og soninn Guðmund. Jón
bóndi Danielsson hafi hinsvegar
eignazt með fyrri konu sinni. tvo
drengi, Jón og Pétur,og eina dóttur,
Ólöfu, og svo bættist þriðji hálf-
bróðurinn við i heimilið nokkru siðar,
Valdimar að nafni. er flestir Is-
lendingar munu kannast við sem séra
Valdimar Eylands, prest i Vestur-ts-
lendingabyggðum Norður-Ameriku,
og kunnur er að góðu hér heima. Er
hann nú einn á lifi af þessum barna-
hópi enda yngstur þeirra.
Það voru ánægjustundir, er séra
Valdimar var hér heima siðast og
heimsótti systur sina fyrir norðan. Ég
heyrði það á Petu, siðast er við
hittumst og töluðumst við, að endur-
fundirnir höfðu orðið henni mikill
gleðigjafi.
Hjá foreldrum sinum ólst Peta upp
til 24 ára aldurs. — hafði þó dvalizt um
tima á Sauðárkróki til þess að læra þar
karlmannafatasaum, er henni var
mjög hugstæður, og sem hún hugðist
gera að æfistarfi sinu og atvinnu. þvi
hún var snillingur i höndunum. En svo
10
giftist hún árið 1924, Guðmundi
Antoniusi Péturssyni, geðþekkum
bókhneigðum greindarmanni úr
nágrannasveit hennar. Hjúskap sinn
og búskap hófu þau á Hnjúkum, sem
þá tilheyrðu Torfalækjarhreppi, og
voru þar i eitt ár. Þar urðu þau fyrir
tilfinnanlegu tjóni á skepnum sinum
og urðu að flytja þaðan, svo ekki
byrjaði glæsilega. Þau fluttu að
Hamrakoti og svo að Holti i Torfa-
lækjarhreppi, — og loks að Mýrarkoti i
Engihliðarhreppi árið 1928, og bjuggu
þar í 17 ár. Ekki var efnunum fyrir að
fara, er þangað var flutt og litið mun
veraldarauðurinn hafa safnazt fyrir
hjá þeim hjónum á þessum 17 árum i
Mýrarkoti. enda jörðin þá rýrðarkot
og bústofninn jafnan eftir þvi, — i
minna lagi. Véltæknin var þá ekki
komin til sögunnar, til þess að létta
mönnum erfiðið. Allt var slegið
með orfi og ljá og önnur búskapartæki
voru eftir þvi. Nægjanlegt hey var t.d.
ekki fáanlegt heima við, svo snapa
varö það saman fjarri heimilinu og
flytja langan veg, sem oft vildi ganga
erfiðlega og reyna á þrekið.
Fyrir kom að Antonius bóndi réði sig
hjá öðrum. sumartima til þess að
reyna að drýgja tekjur heimilisins.
Varð þá Peta að vera bæði húsbóndinn
og húsfreyjan og vinna beggja störf.
Bróðurson sinn, Hjört hafði hún tekið
að sér áður en hún giftist og alið upp
sem sitt eigið barn. Nú varð Hjörtur,
drenghnokkinn, aðstoð hennar, þegar
svo stóð á. að maöur hennar var fjar-
verandi og hún ein við búskapinn. Hún
bæði sló og rakaði. Hún batt og lyfti
böggunum upp á klakkana, en Hjörtur
stóð undir fyrri bagganum, á meðan
hún kom hinum siðari á sinn stað. Oft
risti Peta sjálf torfið. sem nota þurfti
— kom blautum torfunum, ein, upp
hestbakið og siðan upp á hátt hey.
Þetta var ekki kvenmannsverk — en
Peta var sterk og all-hraust framan af.
En jafnvel hraustasta likama er hægt
að ofbjóða og Peta fór ekki varhluta af
þeirri reynslu. Kölkun i hnjáliðum og
svo i fótum gerði henni æ erfiðara fyrir
við öll störf, til hinztu stundar. Meö
erfiðismunum og tækjahjálp. gat hún
hreyft sig. innan húss, siðustu árin.
Það var erfitt.
Árið 1945 fluttust þau Petrea og
Antoníus að Skrapatungu i Vindhælis-
hreppi og áttu þar heima eftir það, og
nú tók efnahagurinn heldur að vænk-
ast.
Mann sinn missti Peta á aðfangadag
1957,— en þau höfðu eignast 2 börn,
Helgu Guðrúnu. nú húsfreyju á
Höskuldsstöðum, i sömu sveit, og
Sigurlaug Sófus. er tók við búinu með
móður sinni. Býr Sófus nú i Skrapa-
tungu eftir lát hennar.
tms ungmenni. önnur en börn
hennar og fóstursonur. áttu athvarf
hjá Petu i Skrapatungu i lengri eða
skemmri tima. og sóttu þangað á
sumrum. lengi eftir það, til þess að
njóta þeirrar andlegu hlýju og mann-
lega skilnings. er hún Var svo rik af
Dóttir min var meðal þeirra.
Á hinum mörgu ferðum minum um
landið. i leit að fegurstu stöðunum. hef
islendinga þættir