Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 14
Hanna Karlsdóttir fyrrum prestkona i Holti Sagnir eru til um fjölmarga menn. er i neyö greiddu götu samtiöarmanna sinna. þegar þá skorti lifsnauðsynjar fyrir fólk sitt eða fénað. Var þá iðulega ekkert til sparað i útlátum, svo að full- komin björgun taekist. En mannkærleikurinn kemur viðar við en þar sem neyðin kallar. t sambúð manna og íélagslifi er hægt að leggja svo gott til mála. að sumum tekst með lifsháttum sinum að strá geislum á veg samferðafólksins. — Hér vil ég i örfáum orðum minnast konu. er var ein af þeim, sem orti sér fagurt ævi- stef. Árið 1946 var séra Sigurður Einars- son dósent kjörinn prestur aö Holti undir Eyjafjöllum. Var hann þá fyrir tveim árum giftur seinni konu sinni. Hönnu Karlsdóttur. og héldu þau stað- inn i næstu 20 ár. Heyrði ég þess getið. börn. Tryggvi Hörður dó á fyrsta ári. Hin eru: Ragnheiður Aðalgunnur hús- móðir á Akureyri. Hreinn búsettur i Reykjavik og Arnheiður Anna hús- móðir á Hvanneyri. öll gift og eiga börn. — Kristinn og Jónína höfðu aldrei stórt bú. enda hálf jörðin Bakkagerði fremur rýr til búskapar og aldrei mun hafa verið auður þar i garði. Þó veit ég fáa staði, sem betra var að gista og hlýja og höíðingskapur ævinlega i önd- vegi. Ég. sem þessar linur rita. held að ég hafi átt vináttu hans frá fyrstu kynnum og það var gott að eiga hann að vini og ég er viss um að undir það geta tekið öll systkini min og flestir. sem einhver kynni höfðu af Kristni. Kristinn átti við mikla vanheilsu að hin seinustu ár og var þá hamingja hans að eiga ástrika konu. sem hjúkr- aði honum af alúð. Hann andaðist á Sólvangi i Hafnarfirði 9. júli sl. Við hjón minnumst Kristins með þökk og virðingu og vottum konu hans og börnum samúð okkar. Karl Gunnarsson að þau hjón hefðu ..borið þau á hönd- um sér." En hér er það prestskonan i Holti Hanna Karlsdóttir. sem ég vil sérstak- laga minnast. Hún var nokkuð einstök. bæði að gáfum og gæðum. Mátti segja með sanni, að hún væri alls staðar hinn góði andi. er blandaði geði við fólkið i sorg þess og gleði. Hún studdi það i margs konar félagsstarfi, en einkum er þess að minnast. aö hún hélt uppi lifandi sönglifi, bæöi i kirkjum og utan. Hún bar með sér gleðina og lifsþrótt- inn. hvar sem hún fór. Sjálfur kynntist ég Hönnu allmikið og naut gestrisni hennar og góðvildar. Þessi kvnni min og umsögn fólksins þar eystra sannfærði mig um, að þó að veraldarauður hennar væri eigi mikill, megnaði hún samt að vera stórgjöful. Hún gat það og gerði á þánn hátt að gefa samferðafólkinu ætið eitthvað af sjálfri sér. Þar átti hún rikidæmi, þvi að hjartalagið var gott. og úr þeim ..góða sjóði" gaf hún á báðar hendur. Þess skal og minnzt. að manni sinum var hún hinn styrki armur i samlifi þeirra hjóna allt til hinztu stundar. Naut hann þess i rikum mæli. en þó einkum siðasta ævimissirið. er hann barðist við erfiðan sjúkdóm. — Lifs- gleði og bjartsýni Hönnu átti engan endi. Hún var i mesta máta hláturmild og hlátur hennar var barnslega ein- lægur og sendi frá sér birtu og vl inn i huga þeirra. sem hún umgekkst. Hanna Karlsdóttir var kennari að mennt. Með óbilandi trú á mátt sinn og megin og hjálp frá æðra heimi. braut hún sér leið gegnum unglinga- og kennaraskóla og til þess varð hún að afla sér fjár með eigin höndum. Og allt nám sóttist henni með ágætum. Og þegar hún hóf kennslustarfið. leitaði hún ekki fyrir sér á Reykjavik- ursvæðinu eða nálægum stöðum. heldur fór hún allar götur norður fyrir Jökulfirði lil Hestevrar i N-tsafjarðar- sýslu. er i þá daga var i góðri byggð. og kenndi þar árin 1931-34. — 1 tvö sumurvann hún við barnagarða i Dan- mörku. — Eftir að hún kom að Holti, stundaði hún fyrst kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sinu, en siöast var hún skólastjóri barnaskólans á Selja- landi undir Eyjafjöllum. Eftir lát manns hennar lá leiðin til Reykjavik- ur. og þar stundaði hún kennslu tii ævi- loka. 15. þessa mánaðar. I desembermánuði 1969 var ég gest- ur prestskonunnar i Holti, Hönnu Karlsdóttur. Var ég þá við söng- æfingar með kirkjukór Ásólfsskála- kirkju. Með þeim kór. sem mörgum öðrum. var gott að vinna. þvi að áhugi fólksins var mikill. Þó fékk söngur þess enn meira lif og lit þær stundir. sem Hanna var viðstödd. er æfing fór fram. Kom alls staðar skýrt i ljós. hversu mikil itök hún átti i huga hvers og eins. Og þannig var sambúöin þau ár.'er hún átti heima þar eystra. Þegar ég yfirgaf prestssetrið i Holti i þetta sinn. fylgdist ég með skólastjór- anum. frú Hönnu, aðSeljalandsskólatil þess að komast i veg fyrir Reykja- vikurbil. Er við komum að skólanum. höfðu börnin skipað sér i röð i and- dyrinu. ..Góðan daginn. börnin min." sagði skólastjórinn. ..Farið þið nú með morgunbænina ykkar." Börnin hlýddu óðara og fluttu bænina skipulega og meö björtum svip. Siðan settust þau inn i skólastofuna og kennslan hófst. Og siðprúðari börnum i kennslustund hef ég ekki kvnnzt Skólastjórinn hafði gefiö börnunum svo mikið af sjálfum sérað þau voru orðin eins og hluti af honum. Borgarnesi. 23. júli 1972 Björn Jakobsson. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.