Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Blaðsíða 20
Jón Þorbjörnsson járnsmiður K. :t0. október 1005. I). :10. deseniber 1071 Á Gamlárskvöld siðastliðið heyrði ég tilkynnt i Rikisútvarpinu að Jón Þorbjörnsson járnsmiður væri látinn. Þetta mannsnafn lét mér svo kunnuglega i eyrum, að mér fannst endilega, að ég hefði einhverju sinni haft nokkur samskipti við einhvern þann. sem hafði borið það, enda þótt ég myndi ekki i svipinn með hvaða hætti það hefði orðið og hvenær.Þetta skýrðist svo fyrir mér við nánari um- hugsun og athugun á minnisblöðum minum. Fyrir ellefu árum, eða þvi sem næst, hafði ég verið gestur á heimili hans, Kleppsmýrarbletti 1 við Elliöaárvog og rætt við hann nokkra stund i tilefni af þvi, að ég var þá að safna öllum tiltækum upplýsingum um þróun bifreiðanotkunar hér á landi, og einhvern veginn hafði mér borizt sú vitneskja, að Jón Þorbjörnsson hefði fyrstur manna ekið bifreið i kringum Hvalfjörð. Þetta reyndist rétt. Ferð sú varð gerö 20.-21. september 1930 og er lýsing á henni nú i minum höndum, skráð af mér eftir frásögn Jón Þor- björnssonar. Sú saga verður ekki rak- in hér, nema aö litlu leyti, en tildrög hennar voru þau, að viku áður, eða 14. september 1930, missti Jón af tækifæri til þátttöku i könnunarferð i bifreið á svo torveldri leið, að hún mun ekki hafa verið reynd þannig fyrr né siðar. Jón missti af þessu tækifæri sakir lof- orös sins um hjálpsemi við náungann. Hann fylgdi þeirri reglu, að ,,orö skulu standa”. En hann ákvað þegar i stað, að bæta sér upp tapið á þann hátt, að kanna aðra órudda leið, og valdi til þess Hvalfjarðarleiðina. Þeir voru fjórir ungir járnsmiðir og samstarfsmenn er lögðu upp i þessa ferð á slitnum gamla Ford. Af þeim fjórum er nú einn eftir á lifi, Gunnar Baldvinsson, Hæðargarði 16. Um leið- ina og erfiðleika,sem þar var að mæta verður hér litið sagt, að öðru leyti en þvi að frá Hálsi i Kjós að Ferstiklu var hvorki lagöur né ruddur vegur, heldur einungis örmjór götutroðningur undan hestafótum, viðast hvar utan i snar- bröttum hliöum og þar með hliðar- halla fyrir bilinn svo þess varö vand- lega að gæta, að hann félli ekki á hlið- ina. Brýr á leiðinni og vegur aö þeim voru ekki heldur neitt leikfang við að fást. Fossárbrúin var svo mjó að þeir neyddust til að taka af henni handrið- ið annars vegar til þess að rúm yrði fyrir bilinn. Þar mátti ekki skeika um handarþykkt. ætti vel að fara. Undir Múlafjalli varð að gripa til þess ráðs að skrúfa hjólkoppana af bilnum til þess að geta smeygt honum áfram á milli óviðráðanlegs stórgrýtis. Það tók þá félaga um 12 klukkutima að komast frá Reynivallahálsi að Ferstiklu og nutu þeir þó til þess mikilvægrar hjálpar margra manna, bæði frá Hálsi og Þyrli. Sumir höföu það að gaman- máli siðar, að þeir hefðu hálft i hvoru borið bilinn kringum fjörðinn. Hjá Ferstiklu tók við ruddur og lagður vegur um Ferstikluháls, Svinadal, Geldingadraga, Skorradal og Hvitár- brú til Borgarness. Til baka var leiðin lögð um Borgarfjarðarhérðað, Kalda- dal og Þingvöll til Reykjavikur. Á þriðja áratug þessarar aldar, eins og reyndar jafnan siðan, var vakandi almennur áhugi á vegagerð og brúa- smiði hér á landi, til þess að unnt yrði að hagnýta sem bezt bilana til sam- gangna og flutninga. Mikið hafði þegar á unnizt i þeim efnum, er hér var kom- ið, en hitt var þó miklu meira, sem ógert var og aðkállandi nauðsyn að framkvæma. Meðal annars var sú gáta óráðin, á hvern hátt og með hag- felldasta móti mætti opna vegarsam- band árið yfir milli Reykjavikur og Borgarfjarðarhéraðs, og þar með tengja saman akvegakerfi Suður- Vestur- og Noröurlands. Búið var að ryöja Kaldadalsleið fyrir bila, en vegna snjóalaga gat hún ekki komið til greina sem alfaraleiö, nema nokkrar vikur að sumrinu. Aðrar úrlausnir á þessu vandamáli sýndust þvi vera: vegarlagnir i kringum Hvalfjörð eða bilferja á firðinum milli Kjósar að sunnanverðu og norðurstrandarinnar. Það duldist engum, að þessar úrlausn- ir. hvor fyrir sig, hlutu að kosta mikið fé og fyrirh.. En um sinn þótti samt bilferjan álitlegri, sennilega einkum vegna þess. að liklegt sýndist að hún gæti með timanum skilað i ferjutolli meira eða minna af útlögðum stofn- kostnaði. og i samræmi við þann möguleika voru af hálfu hins opinbera einhver undirbúningsverk. Þannig stóðu þessi mál haustiö 1930 þegar Jón Þorbjörnsson og félagar hans gerðu sina frægu og fyrstu bilferð á Hvalfjarðarleið og hafði þau áhrif. að innan eins árs frá þeim tima var hún orðin rudd sumarleið fyrir bila, og tveim til þrem árum þar á eftir gátu bilar gengiö þar allt árið, væri veörátta hagstæð og snjóalög ekki til baga. Við þau umskipti féll bilferjan i skugga og við þaö situr enn. Fram- haldið er á almannavitorði: betri ak- braut á Hvalfjarðarleið ár frá ári og vaxandi umferð að sama skapi i þvi friða og svipmikla náttúruumhverfi, er ég held að engum geti oröiö leiði gjarnt - jafnv. ekki i slæmu veðri. Hér veröur ekki um það dæmt. hvort undirrótin að umræddri bilferð var æfintýraþrá ungra manna, áhugi á samgöngumálum eða hvort tveggja. íslendingaþættir 20

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.