Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Qupperneq 23
SEXTUGUR
Halldór Þorsteinsson
1 dag hefur Halldór Þorsteinsson
verzlunarmaóur hjá Kristni á
Klapparstignum, en búsettur að
Ásbraut 3 i Kópavogi, lokið sjötta
áratugnum, þó að engan veginn beri
hann það meö sér,er hann t.d. nýbúinn
að synda 200 metrana tvö hundruð
sinnum, sem mér er sagt, að muni
gefa dýrlegan gullhest i aðra hönd.
Efast ég ekki um, að Halldór kunni
slikt að meta, þó að flest sé honum
raunar betur gefið en hestamennska.
Fæddur er Halldór á Stöðvarfirði 23.
júli 1912, sonur þeirra merku sæmdar-
hjóna Þorsteins Þorsteinssonar
Mýrmanns. kaupmanns, og konu hans
Guðriðar Guttormsdóttur Vigfússonar
prests að Stöð. Er hún enn á lifi
háöldruð. Ólst Halldór upp i föður-
garði. en þau systkyni voru sjö, er
hvort tveggja voru vel gefin og nutu
góðs up'peldis.eftir þvi, sem þá tiðkað-
ist og efni og ástæður framast leyfðu.
Auk þeirra tima barnafræðslu
stundaöi Halldór nám á Hvitárbakka
og siðar i Reykholtsskóla er skólinn
var fluttur þangað. Var siðan barna-
kennari i nokkra vetur með ágætum
árangri. Munu þeir vetur einnig hafa
revnzt honum notadrjúgur mennta-
gjafi með sjálfsnámi og lestri allra
þeirra bóka er til náðist. enda er hann
eigi siður menntaður en margir þeir,
sem lengri skólagöngu hafa notið. Á
hann gott og fjölbreytt bókasafn. svo
sem jafnan telst menningarvottur á
hverju heimili.
Um margra ára skeið var Halidór
búsettur á Akranesi, þar sem hann
nam vélsmiði hjá Þorgeir & Ellert h.f.
og starfaði við það fyrirtæki svo lengi
sem hann bjó þar. Á þeim árum tók
hann mikinn þátt i félagsstörfum, sér-
staklega ýmsum bæjarmálum á veg-
um Sósialistaflokksins og gengdi
þar ýmsum trúnaðarstöðum, þó að
eigi verði það frekar rakið hér, en
vissulega áttu þau stjórnmálasamtök
á bak að sjá góðum og ósérhlifnum
liðsmanni, er hann fluttist búferlum.
Kvæntur er Halldór Ruth
Guðmundsdóttur frá Helgafelli i
Þverárhlið, listrænni ágætiskonu.
Eiga þau tvo syni, Sigurð húsasmiða-
meistara og Birgi, starfsmann hjá at-
vinnudeild Háskólans, báðir fjöl-
skyldumenn og mætir borgarar.
Á þessum merkisdegi i lifi þinu,
mágur sæil, vil ég, svo sem hinir fjöl-
miirgu lrændur þinir og vinir, færa þér
minar beztu þakkir fyrir ágæt kynni
frá fyrstu tið svo og innilegustu
hamingjuóskir okkar systur þinnar og
barna okkar.
Guðmundur Hjörnsson.
halda. Eins og gefur að skilja voru
efnin ekki mikil á þessu barnmarga
heimili en tsfold naut þess að gefa og
gaf gjafarinnar sjálfrar vegna. Þessi
gjafmildi tsfoldar kom þó hvað
skyrast i ljós á siðari árum. þegar hún
veitti barnabörnum sinum þau jarð-
nesku gæði. sem hennar eigin börn
höfðu farið á mis við hér áður fyrr.
Eins og áður sagði höfðu þau hjónin
fyrir stóru heimili að sjá, en þegar
börnin voru vaxin úr grasi. fór lsfold
að vinna utan heimilis. Hún ávann sér
traust og virðingu vinnuveitenda sinna
sem kunnu að meta samvizkusemi
hennar og dugnað. Hún lagði alúð við
störf sin og komst vel af við sitt
samverkafólk.
Eggert Bjarna henti sú ógæfa að
missa heilsuna þegar hann var rúm-
lega sextugur að aldri. Hann náði
aldrei heilsu aftur og lézt 29. septem-
ber 1962.
Kynni min af ísfold eru eingöngu
góö. Það var áberandi að hún gerði öll-
um jafn hátt undir höfði hvort sem i
hlut átti hennar eigið barn, barnabarn
systkin eða systkinabarn. Einnig var
eftirtektarvert hve auðveldlega hún
gat sett sig i annarra spor og hversu
skilningsrik hún var á þarfir hvers og
eins einstaklings. Þá var henni einkar
iagið aö laða fram það bezta sem i
hverjum og einum bjó. — 1 návist
tsfoldar var gott að vera.
Siðast bjuggu hjónin i Hólmgarði 41,
i Reykjavik. Til þeirra hafa margir
gestkomandi lagt leið sina á liðnum
árum og notið einstakrar gistivináttu.
Oftast voru það skyldmenni annars
hvors hjónanna Sem þangað leituðu og
var þeim öllum tekið opnum örmum,
enda voru samheldni og eindrægni
rikjandi á heimilinu.
Rikur þáttur i lundarfari ísfoldar
var glaðlyndi. Kom sér oft vel að hún
var gædd þeim eiginleika. tsfold hafði
lengst af verið heilsuhraust og þess
vegna kom á óvart, þegar hún veiktist
skyndilega. Hún var flutt á Borgar-
sjúkrahúsið og lézt þar eftir skamma
legu.
Vil ég að leiðarlokum þakka henni
ómælda vináttu og velvilja á liðnum
árum.
Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
islendingaþættir