Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 3
Halldór Vilberg Jóhannesson prentari Fæddur 18. janúar 1946. Dáinn 21. októher 1973. Halldór Jóhannesson, dáinn. Ótrúlegt. Ekki óraði mig fyrir þvi, er við Halldór kvöddumst að afloknum vinnudegi kvöldið fyrir slysið, að við myndum ekki sjást aftur hér á jörðu. Það er margt undarlegt i sambandi við lif okkar mannanna á þessari jörð. Það er litt skiljanleg ráðstöfun æðri máttarvalda, þegar ungt fólk er kvatt á braut svo skyndilega, sem hér átti sér stað. Halldóri Jóhannessyni kynntist ég fyrst þegar hann hóf nám i prentiön i Prentverki Odds Björnssonar 3. april 1964, og vorum við þar vinnufélagar mörg ár, en siðan skildu leiðir. Halldór flutti suður til Reykjavikur og vann að prentstörfum þar. Siðan fór hann til Astraliu og dvaldi þar i nokkur ár, og er hann kom þaðan nú i byrjun þessa árs þá lágu leiðir okkar saman á ný er hann réðst sem starfsmaður i Prent- smiðju Björns Jónssonar. 011 min kynni af Halldóri voru með miklum ágætum. Hann var mjög vel skapi farinn, kátur og hress, og góður félagi allra. Þá var hann einnig mjög vel fær i sinu starfi. Við sem þekktum Halldór Jóhannesson sjáum á bak góðum vini og mætum ipanni og óhætt er að fullyrða að leitun er að slikum manni, sem Halldór var. Að lokum þakka ég Halldóri ánægju- legt samstarf og samvinnu fyrr og siðar og ég veit.að ég mæli fyrir munn allra, sem hannþekktu. Halldór var ókvæntur, en eftirlifandi foreldrum hans.þeim Þorgerði Hall- dórsdóttur og Jóhannesi Halldórssyni, og öðrum ástvinum, sendi ég minar innilegustu samúðarkveðjur, þó orð séu litils megnug þegar svona hörmu- legir atburðir gerast. Svavar Ottesen. Mörg ár var hann formaður sóknar- nefndar Eyvindarhólakirkju. Rækti hann það starf af mestu nákvæmni,og þegar Eyvindarhólakirkja var endur- byggð 1961, mæddi mest á honum við efnisútvegun og annað, sem að endur- byggingu kirkjunnar laut. Ennfremur var það að tilhlutan Eyjólfs, að hinn forni legstaður í Skógum var hafinn úr þeirri niðurlægingu, sem hann var kominn i, en þar hvíla meðal annars nánustu skyldmenni hans. Að jafnaði bar Eyjólfur ekki innri tilfinningar sinar á torg og ef til vill hafa sumir haldið hann sjálfbirging. Þó er ég þess fullviss, að innst inni átti hann næmar tilfinningar og trúði þvi, að almætti, sem vér köllum Guö, vekti yfir okkur og hefði ráð okkar i hendi sinni og væri með okkur i starfi svo fremi, sem við gerðum það, sem i okkar valdi stendur til að bjarga okkur sjálf. Hann var trölltryggugog sá, sem einu sinni ávann sér traust hans, var aldrei ber að baki. Eins mátt í öllum viðskiptum reiða sig á orð hans eins og islendingaþættir vottfasta samninga. Einn ágætur maður, sem mörg ár var kaupmaður hjá Eyjólfi, sagði eitt sinn við mig: ,,Ég sem aldrei um kaup við Eyjólf, hann borgar mér alltaf það hæsta kaup, sem greitt er”. Arið 1918 tók Eyjólfur spönsku veikina, eins og fleiri hér og lá þá rúmfastur i 18 vikur. Einnig varð hann illa úti, er hin illræmda lömunarveiki gekk. Eftir þau áföll held ég, að Eyjólfur hafi aldrei fundið sjálfan sig, en hugurinn var alltaf hinn sami. Hin slðari ár var heilsa hans mjög þrotin, svo að hann varð við og við að dvelja á sjúkrahús- um. Lét hann þá af búskap að mestu, hafði aðeins fáar kindur sér til ánægju, sem hann hugsaði um með aðstoð sinnar dugmiklu konu, er reynzt hafði honum alla tið hin styrkasta stoð. Nú hefur yngsti sonur hans Magnús, tekið við jörðinni, og tel ég það vel far- ið, þvi að ungu hjónin virðast ætla að feta í fótspor þeirra, sem áður voru húsráðendur á Hrútafelli, hvað manndóm og dugnað snertir. Við útför Eyjólfs skartaði Eyja- fjallasveit sínu fegursta. Hann var jarðsettur i Eyvindarhólskirkjugarði, þar sem fjöldi fólks fylgdi hinni öldnu kempu siðsta spölinn. Þegar e'g fylgd- ist með hinum friða systkinahópi, er gekk á eftir kistunni til grafarinnar, varð mér hugsað til þess, hve Eyja- fjallasveit hefði goldið mikið afhroð við að missa burt þetta dugmikla og glæsilega fólk, og hversu mörg sveitarfélög hafa ekki oröið að gjalda slika fórn til þéttbýlisstaðanna á liðn- um árum, og oft er það kjarninn,. sem fer. Nú er Eyjólfur genginn á vit feðra sinna ,,meira að starfa Guðs i geim”. Viö,sem eftir stöndum um stund, ósk- um honum allra heilla i þeirri ókunnu veröld og þökkum honum farsælt ævi starf. Megi sú hönd, er hann trúði, að héldi vernd yfir sér i öllu sinu lifi hér á jörð, stýra göngu hans þar. Hans verður lengi minnzt sem drengskaparmanns og dugmikils bónda. Gissur Gissurarson. 3 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.