Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 7
flestum meyjum friðari og aðsóps- meiri i látbragði og limaburði. Marg- an ungan svein langaði gegnum þann vafurloga sem umlukti sakleysi þess- arar fimmtán vetra meyjar, en engum tókst að komast i tæri við valkyrjuna ungu, sem stundaði nám sitt af kost- gæfni og gaf engum undir fótinn. I jólaleikjunum á skólaheimilinu 1926 var það Dassa, sem skemmti sér og öðrum mest og bezt og var jafn dugleg að tuskast i góðu gamni, eins og hún var framsækin á námsbrautinni. Svo liðu árin. Þessi stórgáfaða og glæsilega stúlka byrjaði að bergja á bikar lifsins, er hún stökk upp i stúdentadeildina likt og gyðjan Aþena, er hún stökk alsköpuð út úr höfði Seifs, er á sjálfum Olympstindi er oft ekkert skjól fyrir frosti, snjó og vindi, en öllum ber að taka manneskjurnar eins og þær eru með kostum þeirra og göllum. Anna Halldórsdóttir hafði að þvier mér er sagt.þau orð um mig, að mér verður alltaf hlýtt til hennar, bæði lífs og liðinnar. Fullorðin kona lá Anna um skeið á Landspitalanum. Hjúkrunarkona, sem i mörg ár hafði starfað við þann spítala, sagði Onnu vera þá sætustu konu, sem þar hefði dvalið sem sjúklingur. Nú hefur Dassa goldið með dauða sinum lifinu þá skuld, sem við verðum öll að greiða bæði ung og aldin. Eftir stormasama ævi á stundum, er hún komin heim i höfn, en minningin um fimmtán vetra stúlku með liðað hár og þykkar hár- flAtur stendur óbrotgjörn i muna og minni. Þó vafurloginn fölskvaðist og sé nú slokknaður að fullu og hin látna sé falin i foldar skauti móður jarðar, trúum við á mátt þeirra orða, að i duft- inu búi kraftur upprisunnar og tökum undir með skáldinu Omar Khayan: Og stráin ungu standa ung og þyrst, á straumsins bakka er nú við höfum gist.hvil létt áþeim, þau vaxa kannski af vör, sem var I sinni æskumjúk og kysst. Anna Margrét Halldórsdóttir var fædd 30. október 1911 að Flateyri við önundarfjörð. Foreldrar hennar voru hjónin Unnur Skúladóttir Thoroddsen, og Halldór Stefánsson læknir. Afi og amma hennar voru“.jonin Theodóra Guðmundsdóttir og Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþingismaður. Anna Margrét hafði einkenni ættar sinnar i allri sjón, háa sterklega brúnaboga og stóran hreinan svip. Sælustundir svifa létt á sólskins vængjum þöndum. Dassa er laus úr likamsböndum og lif hennar i drottins höndum. Stefán Asbjarnarson, Guðmundarstöðum. Sjötugur Bjarni Þórðarson trésmiðameistari Flateyri Þann 7. þ.m. varö Bjarni Þórðarson trésmiðameistari á Flateyri i önundarfirði sjötugur. Bjarni fæddist i Kleifakoti i Mjóafirði i Isaf jarðardjúpi 7. nóvember árið 1903, sonur Kristinar Hannesdóttur og Þórðar Bjarnasonar, og var hann eina barn þeirra. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sinum i Kleifa- koti til ársins 1919, en þá drukknaði faðir hans. Kristin fluttist með son sinn árið eftir til Bolungarvikur, og svo til Flat- eyrar árið 1924, og bjó hann þar með móður sinni til ársins 1932. Arið 1932 gekk hann að eiga Guöriði Guðmunds- dóttur, Einarssonar frá Brekku á Ingjaldssandi, og hafa þau búið á Flat- eyri siðan. Guðriður og Bjarni eignuðust sex börn og tóku einn fósturson: Þórunn húsfreyja i Reykjavfk, Ásgeir, nú lát- inn, Guðrún, húsfreyja i Hrauni á Ingjaldssandi, Skúli, húsasmiðameist- © Ingibjörg og ekki veigrað sér við að ganga i hvaða verk sem var. Hún er vel verki farin, hvort sem er við matartilbúning eða fatasaum. Þá má sjá hana með hamar og sög i hendi við aðdyttingar innan bæjar, og eru handtökin ekkert viðvaningsleg. Þau Ingibjörg og Torfi eiga 9 börn, það tiunda misstu þau stuttu eftir fæð- ingu. Elzt þeirra er Torfhildur Hólm, þá Steinþór, Fjölnir, Steinunn, Þór- bergur, Zophonias, Súsanna, Margrét og Þórgunnur. ari i Garðahreppi, Þórður, búsettur i Sviþjóð, tviburabróðir Þórðar dó við fæöingu, en Sæþór, húsasmiðameist- ari, búsettur i Grundarfirði, er fóstur- sonur þeirra. Bjarni Þórðarson er tvimælalaust i hópi okkar beztu iðnaðarmanna. Hann er svo hagur, að i höndum hans leikur hvað sem vera skal. Hann er vand- virkur, en um leið hagsýnn og iðinn, enda eftirsóttur til starfa. Hann hefur unnið að og reist fjölmargar bygging- ar viðs vegar um landið, en fyrst og fremst hefur hann starfað á Vest- fjörðum, og þá sérstaklega á Flateyri. Um langt árabil átti hann með öðrum trésmiðjuna Hefil á Flateyri, sem tók að sér ýmsar stórframkvæmdir, m.a. skólabyggingarnar á Núpi i Dýrafirði. Ég hygg, að létt lund og skapgæði Bjarna valdi mestu um skemmtilegt yfirbragð, sem fylgir honum og verk- um hans, hvar sem hann starfar eða kemur. 1 návist hans er þægilegt aö vera. Hann er traustur og heilsteyptur persónuleiki, grandvar i tali og fellir ekki sleggjudóma um menn og málefni. Þeir, sem bezt þekkja til, vita að hann hefur aldrei átt sér óvildarmenn. Lif hans hefur einkennzt af gleði og farsæld þess manns, sem nýtur þess að starfa og vinnur tilgang i verkum sinum. Heimili þeirra hjóna, Guðriðar og Bjarna, er til fyrirmyndar, og á hús- freyjan þar sinn þátt með dugnaöi og myndarskap. Nú á sjötiu áraafmæli Bjarna, sendum við þeim hugheilar árnaöaróskir og samfögnum börnum þeirra og vinum. Bjarni Þórðarson! Liföu hress og legbu enn um langa framtiö haga hönd að verki. Jón I. Bjarnason. Þegar ferðamenn kvöddu góðan gestgjafa sögðu þeir einatt i lok kveðj- unnar, ,,og feginn vildi ég eiga þig að”. Ég tek mér nú þessi orð gestsins i munn og segir fyrir mina hönd og Steinunnar konu minnar: Feginn vildi ég eiga þig að, Ingibjörg. Við finnum það kannski bezt nú, þegar húmar að kvöldi i lifi okkar, hvers virði það er. Ég þakka þér allt og óska þér og þinni fjölskyldu til heilla og blessunar á ókomnum árum. Lokið við aö skrifa á Allraheilagra- messu 1973. Steinþór Þórðarson. 7 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.