Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Side 5
Guðbjörg Greipsdóttir
húsfreyja í Haukadal og síðar á Felli
Ungur að aldri las ég þjóðsögur Jóns
Árnasonar af mikilli kostgæfni. Af öll-
um þessum sögum þótti mér ein
minnisstæðust og fegurst. Var það
sagan af Bergþóri í Bláfelli, sem talinn
var með tröllum.en þó mannlegur i öll-
um háttum sinum. Sagan segir, að eitt
sinn á efri árum Bergþórs, hafi hann
komið að máli við bóndann i Haukadal
og tjáð honum, að þar hafi hann valið
sér legstað. Hann vildi bera beinin i
Haukadal, þar sem heyrðist árniður og
klukknahljóð.
Haustiö 1930 fór ég 15 ára gamall á
Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar,
sem hann hafði þá nýlega stofnað og
reist á Söndunum framan við Geysi og
nefndi Haukadalsskóla. Þá hafði
Haukadalur, höfuðbólið forna, verið
yfirgefinn af sinum siðustu ábúendum,
og stóðnú bærinn auður. Innra meö
mér rikti hugblær þjóðsögunnar yfir
þessum fornfræga sögustaö. Það hafði
þvi djúp áhrif á mig, á ómótaða, við-
kvæma sál unglingsins, að sjá bæinn
auðan og yfirgefinn i vetrarkyrrðinni.
Litlu siðar dreymdi mig draum. Mér
þótti ég koma heim að Haukadal á
reiðskjóta, sem bar mig hratt yfir
jörðina. Veður var fagurt, frost, heið-
rikja og fannhvit snjóbreiða lá yfir
öllu. Ég knúði dyra, en nú var bærinn
ekki auður, heldur var fólk þar fyrir,
siðasta fjölskyldan, sem átti þar húsa-
skjól. En til dyra kom og lauk upp fyrir
mér húsfreyjan á bænum, konan sem
þessar linur eru helgaðar. Það, sem
fyrir bar i draumnum, verður ekki
frekar rætt hér, en allt bendir til þess,
að hér hafi mér verið sýnd fortiðar-
mynd af þvi, sem eitt sinn raunveru-
lega átti sér stað. En sú mynd hafi ver-
ið um leið bending inn á framtiðina, á
þau bönd, sem ég átti eftir að bindast
þessari fjölskyldu og um leið þessum
stað.
Tengdamóðir min, Guðbjörg
Greipsdóttir, var fædd i Haukadal i
Biskupstungum þ. 12. okt. 1893. Voru
foreldrar hennar Greipur Sigurðsson
frá Haukadal og kona hans Katrin
Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti. Hófu
þau búskap árið 1880 og voru fyrsta ár-
ið i Tortu. Siðan fluttu þau að Bryggju
og bjuggu þar i fjögur ár. Eftir það
fluttu þau að Haukadal og bjuggu þar i
25 ár. Ekki munu þau hafa verið efnuð
og búið ekki stórt, eftir þvi sem jörðin
útheimti, þvi Haukadalur er erfið jörð,
þótt landrými sé mikið og kjarnabeit
fyrir sauðfé. Langt var þar á engjar og
erfitt um alla aðdrætti. Alls eignuðust
þau niu börn, og komust 7 þeirra
tiHullorðinsára. Var Guðbjörg næst-
yngst þeirra,en Sigurður yngstur, sem
nú er einn eftir lifandi þeirra systkina.
Geta mætti og þess, að húsbóndinn átti
alla tið við heilsubrest að striða, sem
gerði honum nær ókleift að stunda bú-
skap. Hann mátti ekki nærri heyi
koma.
Guðbjörg ólst upp i Haukadal, i
faðmi fjallanna, meðal lifsglaðra,
mannvænlegra systkina. Hún vandist
störfum þeim, sem sveitabörnum og
unglingum voru almennt ætluð i þá
daga, svo sem að sitja yfir kviaám. Og
i Haukadal er margt, sem hugann
heillar fyrir ljóðelskt náttúrubarn,
niðandi lækir, heiðakyrrð og skógar
angan. Að visu gat tekið af gamanið,
ef að verulega hvessti af norðri, þvi að
þá gat verið kominn mold- eða sand-
bylur, svo vart sá út úr augum. 1 ára-
tugi eða aldir hafði hið fagra land
Haukadals verið að blása upp. Árið
1910, er Guðbjörg var 16 ára að aldri,
missti hún föður sinn. Katrin móðir
hennar hélt áfram búskap, og réðst þá
til hennar ungur maður, Kristján
Loftsson frá Gröf i Hrunamanna-
hreppi. En árið 1913, þá er Guðbjörg
var 19 ára, gengu þau Kristján Lofts-
son i hjónaband og hófu búskap i
Haukadal. Á þeim árum voru engir
blómatimar fyrir islenzkan landbún-
að og erfitt fyrir frumbýlinga að
koma efnalega fyrir sig fótum. Furð-
anlega vel gekk þó búskapur þeirra
hjóna fyrstu árin, enda bæði dugleg
og áhugasöm, hvað það snerti, þó ólik
væru um margt. En eitt sinn kom
harður vetur, og i Haukadal getur orð-
iö geysilega snjóþungt Fóður skorti
fyrir fénaðinn og óhægt um aðdrætti
vegna snjóa. Bústofninn gekk saman,
og i kjölfarið fylgdi stórfellt verðfall
afurða. Slikt áfall þoldi efnahagurinn
ekki, jafnframt þvi sem börnunum
fjölgaði og heimilið þyngdist. Þá er
þau höfðu búið i 16 ár, voru ástæður
þeirra á þann veg, að þau töldu sig
knúin til þess að fara frá Haukadal.
Fyrir þvi lágu ýmsar orsakir, sem hér
verða ekki raktar. Vorið 1929 fluttust
þau svo búferlum að Felli i sömu sveit.
Þótt Guöbjörg flikaði þvi litt, munu
henni hafa verið þung spor að fara frá
Haukadal. En hvað sem þvi liður, þá
tók hún hinum nýja stað og heimili vel,
þótti þar vinalegt og undi eftir atvik-
um vel. 1 Haukadal voru hlunnindi,
sem ábúendur þar hafa alla tið notið,
og þá fyrst og fremst húsmæðurnar,
svo sem heitt vatn og nógur skógarvið-
ur til eldneytis. En eitt erfiðasta
vandamál sveitafólks frá ómunatið, og
fram undir okkar daga, var eldsneyt-
isskorturinn. A Felli var þessu hvor-
ugu til að dreifa, en þar kom þá aftur á
móti, að stutt var i barnaskólann, og
gátu þvi börnin gengið þangað að
heiman. Hægara var þar og um að-
drætti, þar sem þjóövegurinn lá fyrir
neðan túnið. Nýbyggt timburhús var
lika á Felli, en langt frá þvi að vera
fullgert. Útihúsin öll voru i lélegu á-
standi, túnið i órækt og kargaþýft. Það
var að vonum fremur þröngt um efna-
hag hjá þeim hjónum á Felli fyrstu ár-
in, eins og raunar var hjá flestum
barnmörgum fjölskyldum á þessum
árum, þegar afurðir búanna urðu þvi
nær verðlausar og heimskreppan
íslendingaþættir
5