Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Page 6
mikla skollin yfir með öllum sinum þunga. En smátt og smátt rættist þó úrþegar börnin komust upp. Lagfærð- ar voru byggingar, ræktun hafin. Þau hjón eignuðust alls þrettán börn, 10 i Haukadal,en 3 á Felli, og lifa 10 þeirra nú. Guðbjörg var aldamótabarn, til- heyrði þeirri kynslóð, sem stórstigast- ar þjóðlifsbreytingar hefur lifað fremur en nokkur önnur kynslóð á Is- landi. Hún bar þess merki á margan hátt, persónuleiki hennar og lifs- reynsla mótuð af langri yfirsýn um farinn veg. Hún var félagslynd og hafði yndi af að blanda geði við ungt fólk. Hún var stórbrotin og ör i lund, en lundin þó létt, og veitti henni styrk til að taka mótlæti og erfiðleikum, sem ó- neitanlega mættu henni á lifsleiðinni. Hún var vinföst og trygglynd og fékk hugboð um margt eftir leiðum, sem litt verða skýrðar. Hygg ég,að vinir henn- ar, sem sorgum og raunum voru hlaðnir, hafi fengið huggun og svölun við samúð hennar og skilning. Ekki má gleyma skepnunum, málleysingj- unum, sem hún unni mjög. Einkum hafði hún yndi af hestum, sat hest sér- lega vel, en var sárt um þá, vildi vita þá i góðum höndum. Á uppvaxtarárum hennar var fremur litið um bækur, en það lesið þeim mun betur, sem . til féll. Þá var mikil skáldaöld og ung- mennafélagshreyfingin mótaði hugi æskufólks. Hún var ljóðelsk og lærði heilu kvæðin, sem hún kunni upp frá þvi eða lengi siðan. Hún var kona fremur hlédræg og lét ekki mikið yfir sér, en hafði þá persónu til að bera, að hvarvetna var eftir henni tekið, þar sem hún fór, fyrir glæsilegt yfirbragð og tiginborinn virðuleik i fasi. Og undir þau orð skal tekið hér, hvers sveitin hennar hefði misst við. hefði hún ekki þar verið og alið aldur sinn. Guðbjörg var kona heilsuhraust og sterk framan af ævi. En er hún nálgað- ist fimmtugsaldur. tók heilsu hennar mjög að hnigna. Sjúkdómyr hennar reyndist svo, að læknar réðu þar ekk- ert við. Fyrst i stað fylgdist hún vel með. hlustaði á útvarp og las góðar bækur. helzt um dulræn og trúarleg efni. Hún trúði á forsjón æðri máttar- valda — handleiðslu guðs. Sem fyrr segir, mætti ég henni i draumi fyrst, en sú draumsýn reyndist ekki tál. þvi að oft sat ég siðar við rúmstokk hennar og ræddi við hana um ýmislegt frá liðnum tima, um daglegt lif, skáldskap og um margt það, sem náði til hvers konar andlegra viðfangsefna. Fór ég fróðari og bættari af þeim fundum,eft- ir að hafa hlýtt á mál þessarar lifs- reyndu konu. Heilsu hennar hnignaði stöðugt, og 6 siðustu árin mátti heita, að hún lægi alveg rúmföst. Lengi vel dvaldist hún hjá börnum sinum en siðast á Land- spitalanum, þar til hún kvaddi þennan heim þ. 6. sept. siðastliðinn, nálega áttræð að aldri. Útför hennar fór fram að Haukadal laugardaginn 15. s.m. að viðstöddu fjölmenni. Veður var þurrt og hlýtt, en skýjað loft. Yfir staðnum hvildi eins konar öræfakyrrð. Á hliðina fögru fyrir ofan, sem á hverju vori verður skrúðgræn upp að brúnum, sló nú haustlit gulnaðra laufblaða. Litla kirkjan á staðnum vitnaði ein mann- virkja um horfna byggð og sögu. Kon- an, sem nú var komin úr sinni hinztu för, var siðasta húsfreyja staðarins, sem veitti kirkjugestum beina. Sá, sem öllu ræður og yfir öllum vakir, hefur nú stýrt för hennar heim. þang- að sem hún fyrst leit dagsins ljós. Það sönnuðust hér orð skáldsins. sem hún hefði viljað sagt hafa: ,,þar sem var min vagga vi 1 ég hljóta gröf”. o manns, en kaus heldur að fórna sér fyrir aðra. Mannhylli Jóhannesar má marka af oröum i bréfi til min frá rikisráðunaut i nautgriparækt frá háskólanum i Missouri i Bandarikjunum, Fred H. Meinershagen að nafni, sem var með Jóhannesi á endurhæfingarnámskeiði I Wageningen um þriggja mánaða skeið á s.l. vori, og kom hér við á heimleið i júli s.l. Hann sagði i niður- lagi bréfsins: ..Það voru kvnni min af Jóhannesi Eirikssyni, sem orsökuðu. að ég gaf mér tima til að koma við á tslandi á heimleið minni til Bandarikj- anna. Hann ber með sér mikla forystu- hæfileika og vann hylli margra þátt- takenda i mjólkurframleiðslunám- skeiðinu i Wagenirjgen. Hann hefur frábært lag á skepnum og skilur vel fólk. sem ætti að gera hann mjög áhrifarikan leiðtoga um framfarir á sviði mjólkurframleiðslu”. Þvi miður fær islenskur landbúnaður ekki lengur notið þessara og annarra hæfileika Jó- hannesar Eirikssonar. Fyrir hönd islenzkra bænda. Búnaöarfélags tslands. okkar sam- starfsmanna hans og annarra. sem fvrir islenzkan iandbúnað vinna. þakka ég Jóhannesi Eirikssyni öll hans störf og hans drenglunduðu vináttu. Við söknum hans meðan við lifum. Söngurinn dó út með siðasta versinu af ,,Allt eins og blómstrið eina”. Ömur klukknanna rann saman við léttan nið árinnar, sem án afláts streymir sina leið. Sigurður Sigurmundsson Hvitárholti Jóhannes var tvikvæntur. Fyrri konu sinni, Guðrúnu Björgvinsdóttur, kvæntist hann 1953. Þau hjón voru bekkjarsystkin i Menntaskólanum. Þau eignuðust þrjú glæsileg börn. Björgu. Eirik og Snjólaugu. Þau hjón Guðrún og Jóhannes. skildu fyrir nokkrum árum. Siðar kvæntist Jóhannes Sigrúnu Gunnlaugsdóttur kennara. Hjónabarn þeirra var barn- laust. Að lokum votta ég öllum ástvinum og aðstandendum Jóhannesar dýpstu hluttekningu. Minningin um hinn hlý- huga. fjölhæfa. góða dreng mun reynast þeim öllum huggun i harmi. Halldór Pálsson f Þau döpru tiðindi hafa borizt okkur hjónunum. að samstarfsmaður minn, Jóhannes Eiriksson. sé talimn i'rá. A annan áratug höfðum við unnið saman að nautgriparæktarmálum i Búnaðarfélagi Islands. Skrifborð okkar voru hvort á móti öðru. bæði i gamla Búnaðarfélagshúsinu og i hinum nýju húsakynnum i Bænda- höllinni. Þegar við kvöddumst fyrir tveimur mánuðum. bjóst ég ekki við. að það væru okkar siðustu fundir. og Islendingaþættir Jóhannes Þ. Eiríksson

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.