Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 8
Jóhannes Þ. Eiríksson nautgriparæktarráðunautur Jóhannes Þórir Eiríksson, naut- griparæktarróöunautur er genginn. Hann lézt hinn 12, nóvember s.l., aðeins 43 ára aö aldri. Hann er horfinn úr stórum vina- og starfsbræöra hópi. Eftir hann rikir djúpur söknuöur og ljúf endurminning. Skarð hans verður vandfyllt, og aldrei að sumu leyti. Jóhannes Þ. Eiriksson fæddist i Heykjavik 6. ágúst 1930. Hann var af fjölhæfum þingeyskum bændahöfð- ingjaættum frá báðum hliöum, sonur hjónanna Eiriks Jónssonar trésmiða- meistara, frá Klifshaga i Axarfirði, og Snjólaugar Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Laxamýri. Jóhannes ólst upp i for- eldragarði og naut hinnar beztu menntunar i uppveiti, i skólum i Reykjavik á vetrum, en dvaldist i sveit hjá frændfólki sinu á sumrum. þar sem hann drakk i sig ást á landinu. náttúru þess og fegurð, landbún- aðinum og sveitalifinu, og lærði að vinna öll venjuleg bústörf. Þetta var ekki aðeins æskuhrifning og hugsjón, eins og hjá svo mörgum unglingum, sem dveljast i sveitum á sumrum á uppvaxtarárum sinum, heldur varan- leg mótun lifsskoðunar. sem hélzt til dauðadags. enda helgaði Jóhannes landbúnaðinum starfskrafta sina og hæfileika. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann i Reykjavik 1951, stundaði nám i Bændaskólanum á Hvanneyri 1952-’53 og brautskráðist þaðan búfræðingur vorið 1953. Þaðan hélt Jóhannes til náms i Landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn. Þar lauk hann kandidatsprófi i búvisindum 1957. Strax að námi loknu réðst Jóhannes til Búnaðarsambands Suðurlands sem ráðunautur i búfjárrækt og tilrauna- maður við tilraunabú búnaðarsam- bandsins að Laugardælum. Þvi starfi gegndi hann til ársloka 1960. Þá réðst hann til Búnaðarfélags íslands, fyrst sem aðstoðarráðunautur i nautgripa- rækt, en eftir 1963, er stjórn Búnaðar- félags tslands ákvað aö hafa i þjónustu félagsins tvo ráðunauta i nautgripa- rækt, var Jóhannes annar þeirra. Jóhannes Eiriksson var skarp- gáfaður, fjölfróður, tilfinningarikur, ör i lund, einbeittur, en þó svo hlýr, að hann mátti engan særa, hvorki menn né málleysingja. Hann var skjótráður. stundum um of. og drengur góður. Jóhannes var friður sýnum, itur- vaxinn, með sterk einkenni ættar sinnar, dökkt yfirbragð. tindrandi augnaráð, háff enni og mikið og fagur- lega lagað nef. Hann var snöggur i hreyfingum og sópaði af honum, hvar sem hann fór. Þessir hæfileikar Jó- hannesar nutu sin vel i störfum hans. Strax og hann tók til starfa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. komu i ljós frábærir hæfileikar hans til að leiðbeina bændum annars vegar. og hirða um búfé, sérstakiega nautgripi. og annast tilraunastörf hins vegar. 1 Laugardælum þekkti Jóhannes hvern grip, ekki aðeins nafn hans og númer, heldur þekkti hann einnig lyndiseinkunnir hverrar skepnu. Hann vissi nákvæmlega. hvernig hann átti ab hegðasértil að ná vináttu og trausti hverrar kýr á búinu. fann strax. hvort eitthvað amaði að. og þá hvað það var. Hjá slikum hirðum liður öllum skepnum vel. og endurgjalda þær umhyggjusemina með eins miklum arði og meðfæddir eiginleikar leyfa. Jóhannes var með eindæmum glöggur á skepnur og næmur að finna hinn minnsta mun á milli einnar skepnu og annarrar, hvort heldur mátti greina það með auga eða átaki. Eftir að Jó- hannes kom i þjónustu Búnaðarfélags Islands, féll i hans hlut sérstaklega að leiðbeina um mjaltir og fóðrun mjólkurkúa, og gera samanburð á júgrum og mjaltaeiginleika systra- hópa i afkvæmarannsóknum nauta. t þessu starfi komu sér vel þeir hæfi- leikar Jóhannesar, sem að framan getur, til viðbótar ágætri menntun og dýrmætri reynslu i starfi. Á nautgripasýningum og bænda- fundum nutu hæfileikar Jóhannesar sin einnig meb ágætum. Glöggskyggni hans og léttleiki gerði honum auðvelt að dæma gripi. og persónutöfrar hans, fróðleiksauður, fjör og áhugi, ásamt mælskusnilld. hreif áheyrendur á öllum fundum, þar sem hann var i ræðustóli eða sýndi fræðslumyndir. Jóhannes Eiriksson vann um árabil nokkuð að kennslu, bæði i sérgreinum sinum við bændaskólana og einnig i náttúrufræðum við framhaldsskóla i Reykjavik. Hann var frábær kennari, elskaður og virtur af nemdendum sinum. enda fylgdi honum, þar sem annars staðar. eldmóður. sem hreif, en ekki lognmolla, sem sljóvgar nem- endur svo námsleiði skapast, Lifslukka Jóhannesar Eirikssonar gekk hratt. svo að á skammri ævi öðlaðist hann meiri lifsreynslu og sleit kröftum sinum meira en margur. sem nær háum aldri. Hann unni sér aldrei hvildar. enda var hann ósérhlifinn. fórnfús og eðallyndur. Störf hans hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Búnaðarfélagi Islands kröfðust mikilla og erfiðra ferðalaga. t slikum ferðum naut Jóhannes sin vel. þótt vinnudagurinn væri jafnan langur. 1 skrifstofustóli var Jóhannes óeirinn, en mikilvirkur. er hann gekk að verki. Jóhannes var vinmargur gleðimaður. listrænn og bjó yfir miklu en græzku- lausu skopskyni. I fristundum sinum blandaði Jóhannes jafnan geði við vini sina og var ávallt aufúsugestur. hvar sem hann kom og eftirsóttur i sam- kvæmislifi og á gleðistundum. Hann forðaðist að gera á hlut nokkurs Framhald á 6. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.