Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Side 3
f Harmi lostin bjarta byggöin, blessað Norður-Þing, missti soninn mesta og bezta, merkan islending, fulltrúann og fyrirliöann, frækinn sóknarmann, vökumanninn, vörðinn dygga, vitra sjáandann. Engin byggð af alhug slikum endurkaus sinn mann. Æsku frá til æviloka ættbyggð sinni vann. Enda var hann traustum taugum tengdur ættargrund. Þar var markið, þar sló hjartað þrátt að hinztu stund. Falli skörð á mannlifs-múrinn, mörg eru Iffsins ráð. Fyllir skörðin eftir efnum eftir giftu og dáð. ishafsbyggðin á sinn manndóm, og ef trútt er sótt, rætast dýrir draumar Gisla, dökk þó ógni nótt. Ekki verður orðum bundin ishafsbyggðar þökk. Tungan er þeim trega vundin, titra hjörtu klökk. Lif hans verði leiösögn okkur, ljós og hjálparráð. Maður hniginn. Merkið stendur. Minning gulli skráð. Björn Haraldsson það að viö hittumst hér siðast, að Gisli Guðmundsson alþm. ritari bankaráös- ins, væri látinn. Að visu kom sú fregn ekki með öllu á óvart, þvi að Gisli heit- inn hafði átt við mikla vanheilsu að striða siðustu mánuði. Þó að Gisli væri að eðlisfari maður hlédrægur og ekki um það gefið að ota fram sjálfum sér og skoðunum sinum, þá var hann þó sökum hæfileika sinna um áratuga skeið i hópi áhrifamestu stjórnmála- manna hér á landi. Hann var einnig af- kastamikill fræðimaður og rithöfund- ur. Hér verður saga hans sem stjórnmálamanns og fræðimanns þó ekki rakin, það hefur verið gert á öðr- um vettvangi. Ég vil aöeins segja það, af þvi að kynni okkar Gisla á vettvangi stjórnmálanna urðu löng, aö ég hygg þá fáa, sem þar höfðu af honum kynni, er ekki mátu hann mikils sökum gáfna hans og mannkosta alveg óháö þvi, hvort þeir áttu samleið með honum i stjórnmálaskoðunum eða ekki. Gisli Guðmundsson átti sæti i fulltrúaráði Útvegsbanka tslands hf. frá 1936-1957 og siðan i bankaráði Útvegsbanka tslands frá 1957 til dauðadags. Hefir hann um langt skeið gegnt þvi trúnaðarstarfi að vera ritari bankaráösins. Er engum viðstaddra um það betur kunnugt en mér, með hverri kostgæfni og nákvæmni hann rækti það starf. Ég vil svo að lokum biðja fundar- menn að heiðra minningu þessa mæta manns og góða drengs með þvi að rísa úr sætum. f Fæddur 2. desember 1903 Dáinn 4. nóvember 1973. Gisli Guðmundsson alþingismaður andaðist i Landspitalanum að kveldi hins 4. nóvember, tæplega sjötugur að aldri og hafði átt við langvarandi van- heilsu að striða og kom ekki til þings nú i haust af þeim sökum. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik 9. nóvember. Eftirlifandi kona hans er Margrét Arnadóttir frá Gunnarsstöðum. Dóttir þeirra hjóna, Kristin læknir, kom frá Vesturheimi skömmu áður, er sýnt þótti að hverju stefndi. Gisli Guðmundsson fæddist á Hóli á Langanesi 2. desember 1903. Foreldr- ar hans voru Guðmundur bóndi þar Gunnarsson frá Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristin Gisladóttir bónda i Kverkártungu Árnasonar og var Árni sá Eyfirðingur. Á Hóli á Langanesi ólst Gisli upp og hélt tryggð við þann stað til dauðadags og átti þar löngum annað heimili. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1921 en tók stúdentspróf i Reykjavfk, utanskóla, árið 1926. Nám i islenskum fræðum stundaði hann við Háskóla Is lands 1926—1929. Um nokkurra ára skeið var hann kennari á heimaslóð- um, jafnframt námi, þingskrifari 1928 og 1929, stundakennari við Samvinnu- skólann þau ár og svo siðar i fjögur ár og skólastjóri i forföllum. Gisli Guð- mundsson var tiu ár ritstjóri Timans, frá 1930—1940, einnig ritstjóri Nýja dagblaðsins og Ingólfs um þetta leyti. Arið 1934 varð hann þingmaður N.- Þingeyinga og sat á þingi fyrir það kjördæmi til 1945 og aftur 1949—1959, en þá varð hann þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, var þingmaö- ur til dauðadags og sat á 41 þingi alls. Úr féllu nokkur ár á löngum þing- mannsferli, sökum veikinda. Lá hann þá löngum rúmfastur, las og þýddi bækur. Of langt mál er aö rekja opin- ber störf Gisla Guðmundssonar, enda flest landskunn. Ritstörf hans eru orð- in mikil, og má i þvi sambandi minna á, að rit hans um sögu Framsóknar- flokksins, er mikið fræðslurit, sem oft er gripið til. Gtsli Guðmundsson var um langa hriö einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum landsins og marka störf hans á sviði löggj. og þjóðmála viða spor. Eitt mesta áhugamál hans var jafn- vægi i byggð landsins. Rökfesta hans og þrautseigja, er hann vann að þvi stórmáli, bæði utan þings og innan, sýndist lengi vel ekki ætla að bera mikinn árangur, utan hans eigin flokks, Framsóknarflokksins. En nú vilja aðrir flokkar „Lilju kveðið hafa” og keppast nú við að lýsa fylgi sinu við byggðajafnvægisstefnu Gisla Guð- mundssonar og gera hana að sinni. Má ætla, að hér á landi séu orðin straum- hvörf i þessu efni, og verður það eng- um einum manni þakkað fremur en hinum látna þingmanni. Ég kynntist Gisla Guðmundssyni ekki að neinu ráði fyrr en eftir siðustu kjördæmabreytingu, er Norðurlands- kjördæmi eystra varð til og náði yfir svæði, sem áður skiptist i fjögur kjör- dæmi. Siðan höfðum við náið samstarf og vaxandi, og þá kynntist ég manni, sem ávinningur var að kynnast. Gisli Guðmundsson var stór maður vexti og stórskorinn, rólegur og virðu- legur i framkomu og var eftir honum tekið, hvar sem hann kom. Var hann þó jafnan hlédrægur og tranaði sér hvergi fram. Hann var vitur maður og hjartahlýr, og drengur góöur i fyllstu merkingu þeirra orða. Góðan tima gaf hann sér jafnan í bili þó að fækkað sé fundum, við finnast skulum stundarkorn siðar, þó að loki svalviðrin sundum, syngur harpa ljóð innan tiðar, græn þá spretta laufin i lundum, liljugrös um ilmandi hliðar. Þóroddur Guðmundsson islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.