Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Blaðsíða 5
Eiríkur Karl Guðjónsson Fæddur 30. júlí 1903 Dáinn 7. nóv 1972 Síðbúin kveðja Hver af öðrum til hvildar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Þótt leið þin sem áður þar liggi hjá, sem lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki i sumar. Þ.V. Hann Kalli er dáinn. Þessi fregn kom svo óvænteins-og reiðarslag yfir vini hans og ættingja. einar i ibúðarhúsinu á Efra-Hóli og höfðu ekki mikið um sig. Þá var Una orðin mjög heilsutæp, en naut þá góðr- ar umönnunar mágkonu sinnar, sem aldrei verður fullþakkað. Una var lengi meðlimur kvenfélags- ins „Sigurvon” og reyndist þar góður og traustur félagi. Einnig var hún lengi félagi i U.M.F. Staðarsveitar. Minnist ég margra ánægjustunda með henni og öörum i þvi félagi, en ég er enn i þvi og elzti meðlimur þess. Hjónaband Unu og Jóns heitins var sérstaklega gott og farsælt, svo orö var á gjört. Una var kona ekki marg- mál, en gat þó verið glöð i vinahópi. Hún var trygglynd og vinur vina sinna, hjálpsöm, greiðvikin og gestrisin i bezta lagi. Henni vil ég færa minar beztu þakkir fyrir góð kynni i meira en 65 ár og hið sama munu allir sveitung- ar hennar gjöra. Jarðarför hennar fór fram að Staðarstað 27. október að við- stöddu fjölmenni. Blessuð sé minning hennar. Bragi Jónsson Frá Hoftúnum Það var nú svo að þrátt fyrir tölu áranna, fannst okkur hann alltaf siungur. Það var svo fjarstætt, að hugsa um dauða i návist hans. Karl var maður vorsins’Og gróandans. Einn af þeim gæfumönnum sem flytja með sér birtu og yl i sálir samferða- mannanna. Einn þeirra, er segja mætti að gæfu tilverunni lif og lit. Slikra manna er sárt saknað, er þeir kveðja. Skarðið verður stórt og vand- fyllt og sveitin er snauðari eftir. Karl Guðjónsson mun verða sein- gleymdur vinum sinum og grönnum. Þeir munu minnast hans sem var yngstur allra og hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, muna hnyttin tilsvör og græskulausa glaðværð. Þeir munu minnast hjálpfýsi og drengskapar hans i hverjum vanda er að höndum bar. Öfáar eru þær gleði- og ánægju stundir, sem kunningjarnir eiga Kalla að þakka og margan greiðann er hann búinn að gera sinum grönnum og öðr- um, sem þess hafa þurft. Var þá ekki horft til launa. Slfkra manna er gott að minnast. Það er hver rikari sem átt hefur slikan mann að vini og granna. Karl var var frábært snyrtimenni, svo að margur mætti þar lærdóm af draga. Það heyrði ég mann segja, að á Skarði mætti labba um öll útihús á sokkaleistunum. Kannski hafa þetta veriö ýkjur, en sýnir þó hvilikt álit var á umgengni allri á þeim bæ. Enda var sama hvar komið var á þvi heimili, snyrtimennskan og reglu- semin réðu þar rikjum. Um tima bjo Karl fjarri dalnum sin- um, Norðurdal. En römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til, og mun hann-alltaf hafa þráð að flytja þangað aftur. Vafalaust hefur hann saknað sinna gömlu vina. Enda fór svo að hann festi kaup á jörð i dalnum og reisti þar nýbýlið Skarð Ekki mun það hafa verið neinn leikur. Og langur mun vinnudagurinn oft hafa verið hjá þeim hjónum i þá dga. Var hlutur hus- freyjunnar þar eigi smár. Þvi oft var mannmargt meðan stóð á uppbyggingu húsa og aðstæður þær frumstæðustu. Þá kom bezt i ljós, hve Karl var vinmargur og voru grannar hans fúsir til að retta hjálparhönd og munu eiga margar ánægjulegar minningar frá þessum samvistardög- um. t dag er Skarð talandi tákn um dugnað þeirra hjóna og drengjanna þeirra, sem hafa fetað dyggilega \ fót- spor foreldranna með framtak og snyrtimennsku, sem athygli vekur. Þess mun ég og aörir gamlir nábúar minnast, hve gott var að koma að Skarði. Vorum við krakkarnir þá oft leiddibúrið til Bjargar og hvarf þá margt- á augabragði i lystuga munna og var eigi talið eftir af þeim hjónum. En þau voru bæði samhent um frá- bæra gestrisni og greiðasemi og höfðu yndi af að veita gestum sinum vel. Engan mann hef ég þekkt, sem var meiri bóndi en Karl. Ég á þar við, að hann var bóndi af lifi og sál. Naut þess að hirða fé sitt sem bezt og unni um- hverfi sinu af næmleik þess, sem skynjar fegurð og frið sveitarinnar til fullnustu.>ó voru hestarnir hans mesta yndi. Þeir voru vinir hans og félagar. Endaátti hann fallega gæðinga, og það var skemmtileg sjón að sjá Karl á hestbaki. Það var auðséð, að þar fór maður, sem kunni tökin á þessum fót- fráu skepnum. Slik sjón verður nú þvi miður sjáldgæfari i sveitum með hverju ári. Drattarvélar eru að verða einráðar þar. Margar ferðir mun Kalli hafa átt niður á bakkana til að aðstoða fólk yfir ána. Var hann þá oft fljótur fförum enda sporléttur með afbrigð- um. Margir munu þeir vera, sem hann hefur borið á baki sinu yfir árnar á meðan þær voru óbrúaðar og oft tor- færar. Og þvi vil ég trúa, að þegar okkur gamla granna ber að ströndum eilifðarinnar, þá veröi Karl svo sem oft áöur með þeim fyrstu til að rétta hjálpandi hönd, ef með þarf. Margur mun nú sakna þess, að sjá hann ekki þeysa um dalinn á sinum fallegu gæðingum. En ég sé i anda Rarl, vin minn, þeysa um stéttur eiliföarinnar á striðsöldum gæðingi með gamanyrði á vör og kankvist bros i augum. Þannig var hann. Ég lýk svo þessum orðum með þakk- læti til hans frá mér og minum, fyrir vináttu liðinna ára og sendi minar innilegustu samúðarkveðjur til Bjargar, sona hennar og annarra vandamanna. Þ.J. islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.