Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞATTIR Fimmtudagur 17. janúar 1974, 3. tbl. 7. árg. nr. 154. TIMANS Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá Laugardaginn 15. des. andaðist að heimili sinu i Hveragerði frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá, fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglu- firði. Hún var á nitugasta aldursári er hún lézt. Útför hennar var gerð 21. desember s.l. frá Dómkirkjunni. Þegar Guðrún Björnsdóttir er kvödd hinztu kveðju hvarflar hugur minn og margra annarra norður yfir heiðar og fjöll, norður i Vatnsdal, þar sem vagga hennar stóð — þar sem barnsskónum var slitið og fyrstu framtiðardraumarnir dreymdir — og til Siglufjarðar, þar sem vettvangur ævistarfsins var i nær hálfa öld. Guð- rún Björnsdóttir var fædd að Hofi i Vatnsdal 28. júni 1884. Foreldrar henn- ar voru Björn Sigfússon, bóndi þar og alþingismaður og kona hans Ingunn Jónsdóttir frá Melum i Hrútafiröi. Voru þau bæði þjóðkunn á sinni tið, Björn fyrir störf sin á Alþingi i áratugi og afskipti af stjórnmálum almennt og frú Ingunn fyrir bækur sinar, er út voru gefnar á árunum 1926—1946. Ingunn og Björn voru komin af traustum, gáfuðum og velmetnum bænda- og embættismannaættum norðanlands, frú Ingunn var dóttir Jóns bónda á Melum, Jónssonar kammerráðs Jónssonar og konu hans Sigurlaugar Jónsdóttur bónda á Helgavatni i Vatnsdal, Ólafssonar. Björn Sigfússon var sonur séra Sigfús- ar, prests á Tjörn i Vatnsnesi og siðar að Undirfelli, Jónssonar, prests i Reykjahlið, Þorsteinssonar og konu hans Sigriðar 0. Björnsdóttur, sýslu- manns Blöndals að Hvammi i Vatns- dal. Guðrún var elzta barn foreldra sinna. Hún bar nafn frændkonu sinnar, Guðrúnar önnu Olsen systur dr. Björns M. Olsens. Þegar Guðrún Anna var á fjórða ári fluttu foreldrar hennar frá Hofi að Grimstungu og bjuggu þar i 13 ár. Þar fæddust systkini Guðrúnar, Runólfur, siðar bóndi á Kornsá, Sigurlaug, er varð húsfrú á Kornsá og viðar og siðar kennslukona við Kvennaskólann á Blönduósi, Jón, er var læknir i Dan1 mörku, og Sigriður seinna húsfrú i Reykjavik. Lifir hún nú ein systkin- anna frá Kornsá — en við þann bæ kenndu þau sig jafnan, þó að ekki væru þau fædd þar. Með þeim systkinum rikti jafnan einlæg vinátta og gagn- kvæmt traust. Börn frú Ingunnar og Björns Sigfús- sonar áttu öll þvi láni að fagna að eign- ast góða maka. Þrjú tengdabörn þeirra eru nú á lifi, ekkjur Jóns læknis og Runólfs á Kornsá og Jón Árnason fyrrverandi Landsbankastjóri maður frú Sigriðar. Þegar Björn Sigfússon flutti að Grimstungu með konu sina og dóttur, árið 1888, var árferðið slæmt — veður voru ill og Björn varð fyrir fjársköðum af völdum bráðapestar og veðráttu. Þrátt fyrir þessi áföll óx kjarkur Grimstunguhjóna — Björn þekkti vel aðstæöur allar i dal og á fjöllum — hafði áður búið um nokkur ár meö móður sinni i Grimstungu. Hann bætti jörðina, girti tún og engj- ar og jók bústofninn. Grimstungubærinn og næsta um- hverfi var sá heimur, sem Guðrún Björnsdóttir ólst upp i, allt frá þvi hún fyrst mundi eftir sér og til þess dags að hún flutti að Kornsá með foreldrum sinum og systkinum, þá komin á átjánda ár. Þessum heimi gleymdi hún aldrei — hún unni honum allt sitt lif og þeim, sem gerðu hann ógleym- anlegan, en það voru foreldrar hennar og systkini. Þessi heimur var i minn- ingunni jarðnesk paradis, þótt kalt væri á vetrum i baðstofunni á Grims- tungu, þá brann sá eldur á arni, sem alla isa bræddi og vermdi hann allt til æviloka, jafnvel i frostrósum litilla glugga sá hún undramyndir, sem juku á meðfætt imyndunarafl og fegurðar- skyn. Þær sögur fóru af Ingunni Jónsdótt- ur, að hún segði, þegar kaldast var i Grimstungubænum og illviðrið herjaði á þekjuna og börnin óttuöust hvað mest æðandi óveðrið: „Börnin góð, nú búum við til sumar og sólskin”. Þegar fjölskyldan flutti frá Grimstungu að Kornsá varð allmikil breyting á hög- um hennar. Húsakynni voru stærri. Kornsá var miðsvæðis og umferð var meiri. Leiksystkinum fjölgaði og skemmtanalifið varð fjölbreyttara. Haustið 1901 hleypir þessi unga heimasæta heimdraganum og sezt i Kvennaskólann á Blönduósi og lýkur þaðan prófi vorið 1902, þá átján ára, en faðir hennar átti rikan þátt i stofnun skólans og viðgangi hans. Við skóla- dvölina kom i ljós, að Guðrún var miklum hæfileikum búin — gáfur voru

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.