Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 17.01.1974, Blaðsíða 8
Á aldarafmæli Jóhannesar J. Reykdals brautryðjanda rafmagnsiðnaðar á íslandi Jóhannes Jóhannesson Reykdal fæddist að Vallnaholti i Reykjadal i Suður-Þingeyjarsýslu 18. janúar 1874. Foreldrar hans voru hjónin Ásdis ólafsdóttir ljósmóðir frá Efsta-Sam- túni i Eyjafirði, Jóhannessonar Magnússonar bónda frá Villingadal i Eyjafirði og Jóhannes Magnússon bóndi i Vallnaholti. Kynni min af honum og móður hans byrjuðu, er ég var ung að árum. — að- eins á 8. ári. Fósturforeldrar minir. Jón bórðarson frá Hliði á Álftanesi og Guðrún Magnúsdóttir. bjuggu i sam- býli við þau mæðgin allt frá þvi seint á árinu 1901 — 3 i stórhýsi þeirra tima, er Egilsenshús var kallað, en nú er Strandgata 50. Þorsteinn heitinn Egilssen hafði beðið fósturföður minn að flytja i húsið og gæta þess, þvi hann varð að flytja til Reykjavikur með helsjúka konu sina þvi hér var læknislaust. Einnig hafði hann beðið fóstra minn að leigja út 2 stofur i húsinu ásamt eldhúsi, en húsgögn þeirra hjóna voru flutt saman og verzlunarhúsið niðri lokað. Þeir, sem hlutu þarna verustað, voru Reyk- dalsmæðginin og Árni Jónsson frá Þorlákshöfn og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir, þau fluttust svo til Ameriku. Þessar 3 húsfreyjur komu sér mjög vel saman við eldavélina. en hún var stór. Fósturmóðir min og nafna hennar höfðu 3 skólapilta hvor i fæöi, vorum við þvi 13 i þessum þrem herbergjum og einu eldhúsi, allt gekk þetta prýðilega. Mikið var nú blessaður Reykdal oft þreyttur. er hann kom heim að borða. þegar hann var setztur var hann um leið sofnaður. meðan mamma hans var að taka til matinn. Ég vorkenndi honum og sagði stundum, Ásdis min. vektu ekki hann Jóhannes strax. Hún svaraði, — hann vill vakna blessaður drengurinn, vinnan er honum fyrir öllu. Þá var hann bæði við byggingar i Reykjavik og Hafnarfirði. Þau voru 15 systkinin og var hann þeirra yngstur. Hann missti föður sinn er hann var 15 ára og frá þvi var hann fyrirvinna móður sinnar. Hann dvaldi heima til tvitugs aldurs. Þá fór hann til Akureyrar til að læra trésmiði. en árið 1898 sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara náms, og var þar i 2 1/2 ár. Viða hafa spor Islendinga legið. sem ekki er að furða, þvi þeir voru afkom- endur farmanna. Ein af systrum Reykdals, er Margrét hét, giftist á Seyðisfirði Norðmanni. fluttust þau svo til Stafanger i Noregi. Reykdal var frændrækinn og trygglyndur með af- brigðum, fór hann þvi að heimsækja systur sina og mág á námsárum sin- um i Danmörku. K.vnntist hann þá fall- vatnsvirkjun frænda sinna Norð- manna. Þessi mikli hugsjónamaður varð þvi mjög hrifinn af þvi. hvernig vatnsaflið var beizlað. mun honum þá hafa verið hugsað til Islands og þeirra litttæmandi orku, sem dulin var i vatnsföllum og hversu það gæti breytt lifskjörum þjóðarinnar, ef hún væri virkjuð til rafurmagnsframleiðslu. Hugur þessa stórvirkja bjartsýnis- manns stóð til meiri athafna en húsa- smiði, hann vildi taka véltæknina i þjónustu landsmanna. Arið 1903, réðist hann tæplega þri- tugur i að byggja fyrstu timburverk- smiðju landsins, sem starfrækt var með vélaorku, var ætið nefnd Reyk- dalsverksmiðja, en nú h/f Dvergur. Keypti Reykdal túrbinu frá Noregi og virkjaði Hamarkotslækinn til að knýja vélar verksmiðjunnar. Reykdal lét ekki við það sitja, hann vildi nota afl lækjarins til rafmagnsframleiðslu. Hamarkotslækurinn,sem um aldaraðir hafði runnið óheftur út i Hafnarfjörð, skyldi nú færa Hafnfirðingum birtu rafljósanna. Arið 1904 keypti þvi Reykdal rafal frá Noregi og setti hann við túrbinuna og 12. des. það ár voru fyrstu rafljósin frá raforku kveikt hér á landi, voru það 16hús, sem nutu þess að fá rafljós, stöðin var aðeins 9 kv., fyrsti gæzlu- maður stöðvarinnar var fósturfaðir minn. Jón Þórðarson. Hann vistaðist til vinar sins Reykdals fyrsta árið, sem verksmiðjan var starfrækt, var við bókhald, timburafgreiðslu og ljósagæzlu. 12. des.ruk.verður raflýsing Reykdals heitins i Hafnarfirði 70 ára. Reykdal byggði svo aðra rafstöð tveim árum siðar, 1906, á Hörðuvöllum, og var fóstri minn gæzlumaður stöðvar- innar i eitt ár, en fóstru minni féll ekki ajj vera þar, en fóstri minn hélt starfi sinu áfram við verksmiðjuna meðan kraftar hans entust til þeirra starfa, en vinátta þeirra hélzt til æviloka fóstra mins 7. ágúst 1938. Hafnfirðingar eiga minningu Reyk- dals mikikið gott að gjalda, sem og þjóðin öll. Hann bvggði viða rafstöðv- ar um landið. og það er vonandi að þjóðin muni vatnsfallsorku sina og hveraorku, þegar oliulindir eru að þorna, en láti ekki útlendingum i té þær auðlindir. en búi svo sjálfir við eldsneytisskort. sem hrjáði svo for- feður okkar og mæður. Munum ætið hugsjónamanninn Revkdal, sem fyrst- ur virkjaði Hamarkotslækinn. Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.