Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR
Fimmtudagur 7. febrúar 1974,5. tbl. 7. árg. nr. 156. TIMANS
Bjarni Guðmundsson
héraðslæknir
In memoriam
Þriðjudaginn 18. des. siðastliðinn
var að viðstöddu fjölmenni gerð útför
Bjarna Guðmundssonar héraðslæknis.
Hann lézt á Landspitalanum þ. 8. des.
eftir stutta legu en þeim mun lengri
starfsdag, alls 49 ár, þvi að þegar hann
varð að láta af embætti sjötugur um
áramótin 1969 gengdi hann héraðs-
læknisstörfum i læknislausum héröð-
um meðan heilsa hans leyfði, allt fram
á árið 1973.
Æviágrip
Bjarni Valdemar Guðmundsson,
eins og hann hét fullu nafni, var fædd-
ur 11. jUni 1898 i önundarholti i
Villingaholtshreppi, Arness., og þvi
fullra 75 ára er hann lézt. Foreldrar
hans voru þau hjónin G. Bjarnason
bóndi og Hildur Björnsdóttir, bónda i
Króki. Guðmundur faðir Bjarna lézt
1910 og eftir ár flytur Hildur til
Reykjavikur með þrjá syni sina,
Bjarna elzta. Yngri voru þeir Gisli,
siðar vélstjóri, en hann varð, ,,hvita
dauða” að bráð á bezta aldri og Guð-
. mundurervar yngstur þeirra bræðra,
nU eigandi trésmiðjunnar Viðis i
Reykjavik, en hann hafði orðið fyrir.
þvi áfalli að missa sjónina á barns-
aldri. Sá, er hripar þessi minningar-
orð, minnist frU Hildar austur á
Brekku, er hUn var ráðskona hjá
Bjarna syni sinum i eitt ár. Var þar
með henni Guðmundur sonur hennar
og vakti það undrun manna, að hann
gekk um hUs og garða, sem alsjáandi
væri. FrU Hildur, móðir þeirra
bræðra, var kona stórbrotin og kjark-
mikil og vann fyrir sonum sinum á
meðan þess þurfti með af einstæðum
hetjuskap, þá var ekki ekknabótum og
barnalifeyri til að dreifa. Virtist
Bjarna syni hennar kippa m jög i kynið
hvað snerti áræði, kjark og dugnað og
ekki virðist Guðmundur i Viði hafa
farið varhluta af fyrrgreindum eigind-
um móður sinnar.
Bjarni Guðmundsson varð stUdent
1918 og hann lauk kahdidatsprófi i
iæknisfræði 1924. Sama ár er hann
settur héraðslæknir á Flateyri og ári
sibar, nánar tiltekið 1925, er hann sett-
ur héraðslæknir i Fljótsdalshéraði
með bUsetu á Brekku i Fljótsdal og ári
siðar skipaður. Eftir átta ára dvöl i
Fljótsdal flyzt svo Bjarni læknir með
fjölskyldu sina til Ólafsfjarðar, er
hann þar héraðslæknir næstu fjögur
ár, að hann verður héraðslæknir i
Flateyrarhéraði. 1 ársbyrjun 1942
flytzt hann til Patreksfjarðar og er þar
héraðslæknir til ársins 1954 að hann er
skipaður héraðslæknir i Selfosshéraði
og er það til ársloka 1968 að hann verð-
ur að láta af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Eftir það gengdi hann héraðs-
læknisstörfum i læknislausum héröð-
um, svo sem fyrr sagði, fyrst i Þing-
eyrarhéraði og siðar i BUðardal og þar
var hann unz heilsan bilaði á siðasta
sumri. Hafði hann þá gengt héraðs-
læknisstörfum lengur en nokkur
annar, eða 49 ár eins og fyrr segir.
Þjónustuna við aðra mat Bjarni jafnan
meira en þjónustuna við sjálfan sig.
Á læknisárum sinum stundaði
Bjarni framhaldsnám i sjUkrahUsum
erlendis og sótti erlenda læknafundi og
námskeið, enda aldrei ellimörk á
kunnáttu hans, sem auk langrar
reynslu i starfi gerði hann þrautreynd-
an á öllum sviðum læknisfræðinnar,
eins og eftirmaður hans á Selfossi,
Brynjólfur H. Steingrimsson héraðs-
læknir kemst að orði i minningargrein
um Bjarna lækni i Morgunbl. 18. des.
Og læknirinn segir ennfremur i þessari
minningargrein. „Þetta” og á hann
við baráttu Bjarna fyrir sjUkrahUss-
málum Suðurlands, „ásamt fjölmörgu
öðru, sem ég hefi kynnzt sem arftaki
Bjarna i starfi, hefur fært mér heim
sanninn um það, að dómgreind og
áræði skortir Bjarna ekki, en læknis-
fræðileg reynsla og þekking orkaði
ekki tvimælis.” Þrátt fyrir að Bjarni
læknir sparaði sig hvergi i sambandi
við læknisstörf gaf hann sér tima til að
taka þátt i almennum félagsstörfum.
Hann sat i stjórnum læknafélaga, bæði
á Vestur-og Suðurlandi. 1 hreppsnefnd
var hann bæði á Flateyri og Patreks-
firði og formaður fræðslunefndar
Ólafsfjarðar lengst af veru sinnar þar.
Arið 1929 gekk Bjarni að eiga Astu
MagnUsdóttur frá Akureyri, hinni
á^ætustu konu, sem stóð við hlið
manns sins i bliðu og striðu unz yfir
lauk. Börn þeirra eru: Hildur gift
Sigurði Jónassyni, skrifstofufulltrUa i
Reykjavik, Sigriður, hUsmæðrakenn-
ari, gift Sveini Þorvaldssyni,
byggingarfræðingi, Guðmundur Land-