Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 8
Sigurður Ingimar Arnljótsson Það hefur dregizt úr hömlu hjá mér að minnast látins vinar mins, en þótt seint sé langar mig að gera það með nokkrum orðum. Sigurður Ingimar fæddist að Kistu i Vestur-Húnavatnssýslu 29. mai 1904, sonur hjónanna Arnljóts Jónssonar og Jóhönnu Jóhannesdóttur. Var hann einn af fimm börnum þeirra. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum til átta ára aldurs, en fór þá til Jónasar Bjarna- sonar að Litladal i Austur-Húnavatns- sýslu. Þar dvaldist hann fram yfir fermingaraldur og átti þar gott heim- ili. Minntist hann oft Jónasar, sem hann kallaði fórstra sinn, og konu hans og dætra, vegna þeirrar vinsemdar, sem þau höfðu sýnt honum. Sigurður ólst upp við venjuleg sveitastörf og um skólagöngu var ekki að ræða. Þó fór hann eins og flestir yngri menn i sveitum til sjósóknar á eiginmann, sem stækkaði við hverja raun og reyndist henni ætið bezt þegar mest lá við. t æsku mun Þóra hafa verið ákaflega falleg, finbyggð stúlka og vel gefin og mun hana þvi hafa dreymt um, að verða annað en stritkona, til dæmis mun leiklistarnám hafa snemma heillað huga hennar, og leik- kona hefði hún svo sannarlega getað orðið, svo vel var hún til þess fallin frá skaparans hendi. En hún átti efnalitla foreldra eins og titt var um marga i þá daga, og voru þau þvi ekki þess umkomin að geta kostað þessa fallegu dóttur sina til frámhaldsnáms. Þá voru það aðeins forréttindi þeirra, sem meira máttu sin efnalega er það gátu. Stundum varð ég vör við beiskju hjá Þóru, að hafa orðið að grafa i jörðu sina stóru æskudrauma, þess vegna vildi hún á sig leggja og allt til vinna, að börnin hennar gætu notið þeirrar menntunar, er hugur þeirra stæði til. Þóra hafði mikla ánægju af góðum skáldskap og var ekki laust við að hún gæti sjálf gert góðar visur, enda átti hún til þeirra að telja i ættum sinum, svo sem Guðmundar Kambans, og Guðmundar Guðmundssonar, skóia- skálds. Einnig mun Ingibjörg móðir hennar hafa verið ágætlega hagmælt, þegar hún vildi það við hafa, en þó að Þóra hefði miklar mætur á mörgum 8 vetrarvertið. Var það ekki auðunnið verk fyrir unglinga að fara fótgang- andi norðan úr landi til Suðurnesja til sjósóknar, en þetta gerði Sigurður á unglingsárum sinum. Liðlega tvitugur er Sigurður i kaupavinnu i Borgarfirði og kynntist hann þar fyrri konu sinni Jóhönnu Lilju, dóttur Jóhannesar Sigvaldason- ar og Þuriðar Guðmundsdóttur að Fremri-Brekku i Dalasýslu. Eftir nokkra dvöl i Reykjavik og siðar á Akureyri, fluttust ungu hjónin að Kambafelli i Eyjafirði með börn sin, sem þá voru orðin þrjú. Þar eru þau við búskap i nokkur ár þar til þau flytja til Skagafjarðar og bjugguþir þangað til Jóhanna lézt aðeins 38 ára að aldri frá tiu ungum börnum og þaö ynsta nýfætt. Hafa þetta verið erfiðir timar fyrir Sigurð. Seinni kona Sigurðar var Jónina góðum skáldum þá var þó eitt skáld skáldið hennar,Tómas Guðmundsson, þvi auk þess sem hún áleit hann mikið og gott skáld, þá fannst henni hann alltaf svo ferskur og sérstæður i skáld- skap sinum. Þá hafði Þóra mikið yndi af tónlist, og eftir fermingu mun hún hafa fengið litilsháttar tilsögn i orgel- leik hjá Jóni Jónssyni að Vestri-Lofts- stöðum, en varð að hætta þvi fyrr en skyidi. Þá var Vestra-Loftstaða- heimilið talið eitt af fremstu menningarheimilum þar i sveit fyrir margra hluta sakir. Þóra andaðist, eins og áður segir, þann 17. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram i kyrrþey frá Fossvogskirkju, samkvæmt hennar eigin ósk. Og nú þegar öllu er lokið kveð ég þessa vinkonu mina með sárum söknuði og bið Guð að blessa hana. Hafi hún hjartans þakkir fyrir okkar löngu og góðu vináttu, sem aldrei bar skugga á. Égvotta eiginmanni hennar, sem nú hefur mikið misst, börnum þeirra, barnabörnum systkinum og öðru venzlafólki mina innilegustu samúð. Þar sem Þóra trúði stöðugt á framhaldslif eftir að hérvistardögum lyki, þá vona ég, að æskudraumar hennar fái nú þá fyllingu, sem hún þráði svo mjög í lífinu. Vinkona Sigurbjörg Filippusdóttir, Vigfússonar frá Vatnsdalshólum og Sveinsinu Sveinsdóttur konu hans. Lenst bjuggu þau i Reykjavik og var Sigurður af- greiðslumaður hjá Oliuverzlun ís- lands. Sigurður var vel verki farinn og leysti öll þau störf, sem hann tók að sér, vel af hendi. Hann andaðist 3. jan. 1973. Ég, sem þessar linur rita, dvaldist á sjúkrahúsi i Reykjavik i sex vikur árið 1970. Annan hvern dag kom Sigurður að heimsækja mig og brá ekki út af þessu. Alltaf voru komur hans jafn kærkomnar og sú kátina og glaðværð, sem honum fylgdi. Nokkrar ferðir fór ég með Sigurði norður i land. Var hann ákjósanlegur ferðafélagi, kátur og glaður og úrræðagóður ef eitthvað kom fyrir. Ég kynntist Sigurði ekki fyrr en á efri árum hans og hafði hann þá oft orðið að heyja harða lifsbaráttu fyrir sig og sina. En þetta var ekki á honum séð. Það sem mesta athygli vakti var hin létta lund hans og rikur vilji til að gera öðrum gott. Ég átti margar góðar stundir á heimili Sigurðar og Jóninu, þar rikti samhugur og gestrisni. Að lokum þakka ég Sigurði allar okkar samverustundir. Minningar minar um hann eru allar bjartar. Þorgils Jónsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.