Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 3
yfir þá gifurlegu erfiðleika, sem héraðslæknarnir áttu við að striða á stundum, að ekki sé minnzt á óvissuna og kviðann hjá konu og börnum, þegar ekkert spurðist til þeirra svo dögum og vikum skipti, eins og i þessu tilfelli. Þegar svo heim var komið eftir langa og stranga ferð, máski örþreyttur að kvöldi til, var eftir að afgreiða lyfin, sem fylgdarmaðurinn beið eftir til að fara með til baka. I flestum tilfellum var ekki aðeins um að ræða lyf handa sjúklingi þeim, er læknirinn hafði ver- ið söttur til, heldur einnig til margra annarra, sem náð höfðu tali af læknin- um, á langri ferð um endilangar sveitir. Þessi lyf voru þá ekki af- skömmtuð i þar til gerðum umbúðum, sem aðeins þurfti að pakka inn. Sum þurfti að knosa i mortéli, önnur að vigta i skammta t.d. asperin, eða telja i dropum. Með þetta i huga er ekki að undra, þótt stundum hafi verið gripið til fljótandi „vökustaura” til þess að geta annað þessu yfirmannlega álagi. Viðbrugðið var, hvað Bjarni læknir brást hart við, er hans vár vitjað og honum þótti mikið liggja við, og hversu fljótur i ferðum hann var. Hann eignaðist afbragðs hesta og vildi heldur hesta sig sjálfur, en að vera „settur uppá alls konar truntur” svo notuð séu hans orð. Margir voru lika ófúsir að senda sparigæðingana undir lækna, þegar allt kapp var á það lagt að vera fljótur i förum. Veit sá, er þetta ritar, að þeir, sem enn muna Bjarna lækni á Héraði, muna eftir Jarp hans, svo óvenjuleg- ur, sem sá hestur var á alla grein að stærð, atorku og úthaldi. í þeim efnum varð ekki greint á milli riddarans og reiðhestsins. Sjálfur taldi Bjarni sig gangandi, ef hann sat ekki á Jarp sin- um, ef hann þurfti að flýta sér. Að lok- um má geta þess að enginn simi var til læknisins, er Bjarni kom, hann kom að visu skömmu siðar, en aðeins á læknissetrið eitt, sem við það varð að landsimastöð fyrir alla sveitina. Ekki veit ég um annan lækni, sem þessar visur Matthiasar eiga betur við: Skjótur varstu, vinur, og vaskur i för, loganum var likast þitt lifs og sálarfjör. Skjótur varstu,vinur, að vitja manns i neyð, fáir hafa fjörugri fáki rennt á skeið. Og honum lánaðist oft að vera fljót- ari i för en hann, „sem heljarfáknum reið”. Eins og fyrr sagði, hefði ekki verið unnt að reka sjúkraskýlið, nema að læknirinn væri jafnframt bóndi. Allt frá öndverðu varð það áhugamál Bjarna að búa skýlið fleiri sjúkrarúm- um og betri tækjum, svo sem ljós- lækningatækjum. Hvort tveggja tókst honum, að visu með þvi að þrengja að sinu eigin heimili, þar sem húsið sjálft var ekki stækkað við þessar endurbæt- ur. Hann hóf búskap 1927 og reyndist fljótt hafði áhuga og vit á búskap og bjó afburðagóðu búi öll siðustu ár sin á Brekku. Hjúasæll var hann með af- brigðum og enn minnast þessi gömlu hjú húsbónda sins með einstakri hlýju og þakklæti. Máski er i þeirri stað- reynd að leita orsaka fyrir velgengni hans i búskapnum þessi alræmdu kreppuár. Bjarni gekkst fyrir þvi að gerðvarrafstöð til afnota fyrir heimil- ið og til ljóslækninganna. Maðurinn Þegar Bjarni kemur austur i Brekku á vordögum 1925 er hann tuttugu og sjö ára að aldri. Hann var með hæstu mönnum i þann tið, grannur og hvat- legur i hreyfingum. Hann gat verið léttur og gáskafullur i máli þegar svo bar undir, en hann átti það einnig til að vera þurr á manninn og stuttur i spuna, ef honum fannst beiðni eða spurn vera sér eða starfi sinu ósam- boðin, vera fremur i ætt við hnýsni og forvitni en fróðleiksfýrn, eða þá að honum fannst kvabbið vera komið út fyrir eðlilega þörf fyrir lækni. Áður var minnzt á hjúasæld hans og hefur það sina sögu að segja um manninn, máski raunsannari en hástemmd orð. 1 viðskiptum við aðra var hann óhlut- deilinn, þótt hann þyldi engum til lengdar að ganga á rétt sinn. Hann hafði mikið yndi af hestum og var einn af stofnendum hestamannafélags Héraðsmanna. Hann var sérlega söng- glaður hafði djúpa bassarödd. Hann söng með Fljótsdælum i karlakór þeirra og var heimili hans jafnan opið fyrir slíka starfsemi. Gluntarne voru hans eftirlæti til söngs og var oft gripið til þeirra á þessum árum, söng hann Gluntann. Nokkur sumur dvöldu á heimili hans gamlir skólafélagar. Ýmist var hann að rétta þeim hjálparhönd, eða hann hafði fengið þá til sin til þess að deila Við sig geði. 1 þvi sambandi er mörg- um i Fljótsdal minnisstæð dvöl Halldórs Laxness á vegum Bjarna. Bjarni tók Halldór oft með sér i læknisferðir, eða þeir voru báðir gest- komandi hjá kunningjum. Halldór hafði þá sjálfstætt fólk á prjónunum og þykjast menn austur þar bera kennsl á sumar persónur sögunnar. Þeim er þetta skrifar reyndist Bjarni betri drengur en aðrir vanda- lausir menn. Framhaldsnám erlendis var útilokað nema að til kæmi fjár- stuðningur til viðbótar fengnum háskólastyrk. Peningarlágu þá ekki á lausu fyrir fátæka skólapilta, jafnvel þótt háskólapróf hefðu. Einhvern veg- inn hafði Bjarni komizt að þvi, hvernig ástatt var, og bauð hann þá fram það fé, sem á kynni að skorta til fram- haldsnámsins. Hann sagðist senda peningana, þegar hann vissi hvað þeir þyrftu að vera miklir, svo að fullu gagni kæmu. Allt stóð þetta eins og stafur á bók, en siðar var komizt að þvi, að Bjarni hafði orðið að slá sér vixil til þess að geta staðið við þetta boð sitt, en ekki kom til nokkurra mála að hann tæki við hærri upphæð, en sem næmi lánsupphæðinni sjálfri. Já, þeir voru orðnir margir i læknis- umdæmi Bjarna sem áttu honum þakkir að gjalda og ófáir lif að launa. Fyrir allt þetta skulu honum nú tjáð- ar þakkir og ástvinum hans vottuð dýpsta samúð. Allt þetta mál er orðið lengra en i upphafi var ætlað, en það rifjast svo margt upp frá þessum vor- og sumar- samvistum i Fljótsdal nærfellt fimmtiu árum og siðasta kveðjan skal vera þessi lokastef úr fyrsta Gluntan- um, Já, nar sangen ar slutad, fragte du: Behager Heern ett glas? Det var uppslaget till ett átta-arigt dundrande kalas. Ja skal för de framfarna ar. Och för var lefnads langa var! Gutar. Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstað. Leiðrétting 1 grein um Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu i lslendingaþáttum fimmtudaginn 19. jan. sl. er kona hans, Agústa Jónsdóttir, talin frá Skálholts- vik. Þetta er rangt. Ágústa er frá Gröf I Bitru. Farið var eftir prentuðum heimildum, en þær reyndust rangar. Islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.