Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Síða 3
deyi ungir Verður þvi að ætla að þeim
séu ætluð önnur verkefni guðs um
geim.
Hvað sem um það er, þá verðum við
að sætta okkur við þennan gang á
lifinu, og vist verður það að teljast lán,
að þeir sem lifa við miklar þjáningar
fái hvild.
Staðreynd er það, að Kristján var
lengi búinn að vera veikur, og að hann
varð að þola miklar þjáningar undir
það siðasta en ég held að hann hafi
aldrei æðrast, en gengið á móti þvi
sem verða vildi með karlmennsku.
Ég leit inn til hans á sjúkrahúsið,
nokkrum dögum áður en hann dó,
þóttist ég þá sjá að hverju dró, og ég
held að hann hafi sjálfur ekki gengið
þess dulinn heldur. Ég kvaddi hann
þá eins og það gæti verið i hinzta sinn.
Sú varð og raunin.
Ég og mitt fólk vottum eftirlifandi
konu hans, Sigriði Kristjánsdóttur,
innilega samúð okkar, svo og börnum
þeirra og öðrum skyldmennum.
Sigriður barðist við hlið manns sins
eins og hetja þar til yfir lauk. Það er
huggun harmi gegn, að minningin lifir
um góðan dreng.
„Deyr fé, deygja frændr, deyr
sjálfr et sama en orðstfrr deyr
aldeigi, hveim sér góðan getr”.
Hittumst heilir hinum megin.
Self. 25. júli 1974
Sigurður I. Sigurðsson
f
Mér er minnisstætt er ég fluttist að
Selfossi i árslok 1945, og fékk leigt á
Reynivöllum 4, að þá nokkru siðar
hófst bygging á næsta húsi að
Reynivöllum 6. Ég man þetta enn
vegna þess, að ég veitti þvi athygli að
smiðurinn, sem var að byggja húsið
vann jafnan langt fram á nótt og um
helgar að smiðinni og konan hans var
oft að hjálpa honum, einkum seint á
kvöldin, þegar börnin voru komin i ró.
Mér var hugsað til þess að hjón, sem
gætu lagt svo hart að sér með svo sam-
stilltu átaki, hlytu að ná settu marki
að flestu þvi.sem stefnt væri að.
Ég þekkti þessi hjón ekki þá, nema
konuna aðeins að ætt og uppruna, en
það var Sigriður Kristjánsdóttir frá
Bár i Hraungerðishreppi. Smiðurinn
ungi, maður Sigriðar, var Kristján
Finnbogason frá Hitardal i Mýrasýslu.
Þau voru ein af mörgum ungum hjón-
um, sem settust að á Selfossi um þess-
ar mundir. 1 full þrjátiu ár var
Kristján búsettur hér á Selfossi. Ég
bjó lengst af þennan tima i næsta húsi
við þau hjón, og get þvi vottað, að
dagsverkin hans Kristjáns urðu jafnan
löng, einnig eftir að hann lauk smiði
hússins sins.
islendingaþættir
Siðast liðin tólf ár var hann yfirverk-
stjóri Selfosshrepps og unni sér ekki
hvildar að leysa hin vandasömu verk,
sem hann hafði umsjón með og auk
þess hvers manns vanda, sem til hans
leitaði, og þeir voru margir, sem leit-
uðu ráða og aðstoðar Kristjáns, þvi að
hann var hvort tveggja i senn óvenju
bóngóður og ráðsnjall. Það eru þvi
margir, sem eiga Kristjáni að þakka
margháttaða fyrirgreiðslu og hjálp og
hugsa til hans þakklátum huga, þegar
hann hverfur héðan svo sviplega, langt
um aldur fram. Við hjónin erum i
þeirra hópi og er nú efst i huga þung-
bær söknuður og ósátt við óm júk örlög,
sem þó verður að bera og sætta sig við.
Kristján Finnbogason var fæddur 8.
april 1918 i Hitardal i Mýrasýslu. Hann
ólst þar upp i stórum systkinahópi á
starfsömu og myndarlegu sveita-
heimili. Hópurinn dreifðist viða um
land og til annarra landa, en svo fast
mótuðust systkinin i föðurhúsum, að
þau hafa hitzt ár hvert og hafa að jafn-
aði heimsótt æskustöðvarnar árlega
og veit ég að Kristján hafði alla ævi
æskustöðvarnar i hugsýn án þess að
starfsvettvangurinn á Selfossi biði þar
nokkuð tjón af, þvert á móti gerði átt-
hagatryggðin Kristján að sterkari og
heilsteyptari einstaklingi.
Kristján byrjaði fljótt að vinna
fyrir sér utan heimilisins. Aðeins 12
ára gamall fór hann fyrst i vegavinnu.
Vann hann við þau störf vor og sumar
um 14 ára skeið og var lengi flokks-
stjóri hjá Ara Guðmundssyni vega-
verkstjóra i Borgarnesi. En afdrifa-
rikt reyndist fyrir Kristján kaupa-
vinna.sem hann réðst i sumarið 1941.
Það var að Bár i Flóa, en þar kynntist
hann eftirlifandi konu sinni Sigriði og
upp úr þvi ákvað hann að læra tré-
smiði og þar með hafði lif hans fengið
ákveðinn farveg. Hann kvæntist 1945
og lauk trésmiðanámi 1947 og ári
seinna flutti hann i ibúðarhúsið sitt að
Reynivöllum 6, hér á Selfossi. Kristján
vann siðan sem húsasmiður næstu ár-
in, ýmist hér á Selfossi eða út um
sveitir eða i Reykjavik við stærri og
smærri verkefni. Á þessum árum vann
hann sem yfirsmiður við smiði nokk-
urra húsa, þar sem hann sýndi hve
hann var vandvirkur og duglegur
húsasmiður.
Arið 1962 varð Kristján svo yfirverk-
stjóri Selfosshrepps og þvi starfi
gegndi hann þangað til heilsan bilaði
nú snemma á þessu vori. 1 þessu starfi
nýttust starfskraftar Kristjáns vel, þvi
að hann hafði frá unga aldri æfingu i
verkstjórn við vegavinnu og við það
bættist svo þekking húsasmiðsins á
vinnubrögðum við mannvirkjagerð.
Kristján Finnbogason var meðal-
maður á hæð, liðlega vaxinn og
svaraði sér vel, friður sýnum, kvikur i
hreyfingum og djarfmannlegur i
framgöngu. Hann var mannblendinn
og hafði mikinn áhuga á félagsmálum,
var virkur þátttakandi i stjórnmálum,
i Framsóknarflokknum, og var m.a.
varamaður i hreppsnefnd i tvö kjör-
timabil. Hann var einnig félagi i
Rotaryklúbb Selfoss, þar sem hann
starfaði af dugnaði og áhuga. Kristján
var prýðilega máli farinn, glettinn og
gat verið nokkuð orðhvass, en alltaf
hreinn og bein^ og gekk framan að
mönnum. Undirferli þekkti hann ekki
og enginn hælbitur var hann, þess
vegna átti hann varla óvin en ávann
sér traust og velvild allra sem kynnt-
ust honum.
Kristján Finnbogason var mikill
starfsmaður eins og vikið er að hér að
framan og unni sér litt hvildar. Þó átti
hann sér helgan reit, þar sem var
heimilið að Reynivöllum 6. Þar rikti
alla tið eindrægni og gleði og þar höfðu
þau hjónin gaman af að taka á móti
vinum sinum, frændliði og nágrönnum
og veita þeim af rausn og myndar-
skap, þau voru lika alla tið samhent
við að fegra heimilið og umhverfi þess
og þau báru gæfu til þess að fara sam-
an i mörg ferðalög að sumarlagi, ým-
ist ein sér eða i samfloti með öðrum.
Við hjónin tókum þátt i einu sliku
ferðalagi yfir Sprengisand og var
Kristján driffjöðrin i að skipuleggja
það og hrókur alls fagnaðar i áninga-
stöðum.
Kristján Finnbogason var ham-
ingjumaður i sinu einkalifi. Þau hjónin
voru alla tið sem einn maður og þeirra
samlif svo traust og gott að það hlýtur
að valda miklum sársauka nú þegar
það rofnar. Þau eignuðust tvö börn,
Pétur vélstjóra i Búrfelli, sem kvænt-
ur er Guðrúnu Árnadóttur og eiga þau
tvöbörn,ogRagnheiði,sem gifter Páli
Imsland menntaskólakennara og eiga
þau eitt barn.
011 eiga þau nú um sárt að binda og
kann ég engin huggunarorð að segja
við frú Sigriði, börn og tengdabörn og
aðra vini, önnur en þau, að fyrir min-
um hugskotssjónum stafar birta af
minningunni um Kristján Finnboga-
son. Hann átti alls staðar innstæður,
hann var alls staðar heill og óskiptur
og æðraðist ekki þó að heilsa og þrek
bilaði.
Ég vil að lokum flytja innilegar
samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni
heima á Reynivelli 6, og vil gera að
minum orðum hendingar frænda mins,
sem svo hljóða:
„Eitt sinn almættið mun láta
öllum batna er þjást.
Döpur er dánarkveðjan
en dýrðlegt verður að sjást”.
Hjalti Gestsson.
3