Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Side 4
Sæmimdur Brynjólfsson Kletti f. 12. mal 1888 d. 13. júli 1974. Þeirri kynslóð fækkar nú óðfluga, sem komin var til nokkurs þroska um slðustu aldamót og lifði sin mann- dómsár á fyrstu áratugum þessarar aldar. Engin kynslóð á íslandi hefur lifað slika breytinga-og umbrotatíma, og engri annari ky'nslóð hefur tekizt að koma jafn miklu i verk. Hún tók við fátæku og litilsmegandi þjóðfélagi, en skilaði til okkar grundvellinum að þvi tæknivædda velferðarþjóðfélagi, sem við nú búum i. Til þess að svo mætti veröa, varð hún að vinna hörðum höndum, og ekki var dagsverkið hnit- miðað við átta stunda vinnudag. 1 dag er kvaddur hinztu kveðju i Gufudalskirkju i A-Barðastrandar- sýslu einn fulltrúi þessarar kynslóðar, en það er Sæmundur Brynjólfsson, bóndi og hreppstjóri að Kletti i Kolla- firði. Sæmundurfæddist aðKleifastöðum i Gufudalssveit 12. mai 1888 og lézt I sjúkrahúsi Akraness 13. júli s.l. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Jóns- dóttir og Brynjólfur Benjaminsson. Þau voru bæði Breiðfirzkrar ættar. Brynjólfur var sonur Benjamins Björnssonar i Langeyjarnesi á Skarðs- strönd, en kona Benjamins var Sigriður Sigmundsdóttir, Magnús- sonar, Ketilssonar, sýslumanns Búðardal. Margrét, kona Brynjólfs, var dóttir Jóns Jónssonar aö Kot- hrauni i Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Brynjólfur og Margrét áttu fimm börn, og voru tvær systur eldri en Sæmundur, Kristin og Ragnheiður, sem báðar eru látnar. Yngri en Sæmundur voru Guðrftn og Brynjólfur, sem bæði eru á lifi, komin yfir áttrætt. Þegar Sæmundur var tveggja ára gamall, fluttu foreldrar hans að Kleppustöðum I Staðardal i Stein- grlmsfirði. Hann tók við búi foreldra sinna áriö 1913, áður hafði hann þó gerzt aðalforsvari og fyrirvinna heimilisins, en faðir hans missti sjón- ina, þegar Sæmundur var 14 ára gamall, og hefur það verið erfitt hlut- skipti unglingi. Arið 1919 kvæntist Sæmundur eftirlifandi konu sinni, Soffiu ólafsdóttur, ættaðri úr Grunna- 4 vikurhreppi. Þau bjuggu á Kleppu- stöðum til ársins 1921, er þau fluttu að Staö I Steingrimsfirði. Þar bjuggu þau i sex ár, eða til ársins 1927, er þau fluttu að Kletti i Gufudalsveit og bjuggu þar, unz þau seldu búið I hendur Haraldi, syni sinum, fyrir örfáum árum. Þau Sæmundur og Soffia eignuðust sjö börn: Matthias, lézt 14 ára, foreldrum sinum mikill harmdauði, enda mikið mannsefni: Sigurbjörg, gift óla Ananiassyni, fyrrum bónda að Hamarlandi: Margrét, ógift, talslma- kona I Reykjavík: Ólina, gift Vikari Daviðssyni, skrifstofumanni I Reykja- vlk: Brynhildur, gift Ásgeiri Benediktssyni, múrara I Keflavik, Haraldur, bóndi og hreppstjóri á Kletti, kvæntur Jóhönnu Jóhannes- dóttur og Brynjólfur, búnaðarráðu- nautur á Hólmavik, kvæntur Erlu Þorgeirsdóttur. Þannig er I fáum orðum Hfssaga þessa mæta manns, en sú saga segir ekki mikið um mannkostamanninn Sæmund Brynjólfsson. Við nútimafólk gerum okkur kannske ekki alltaf ljóst, hversu erfið lifsbarátta einyrkja bóndans var á fyrstu áratugum þessarar aldar, allra slzt þeirra, er bjuggu I afskekktum, fá- mennum sveitum. Þessi harða lífsbar- átta reyndi mikið á karlmennsku og þor og kannske ekki síður á andlegt at- gerfi manna. Sæmundur Brynjólfsson var vel búinn þeim kostum, er gera menn hæfa til að standast þá raun að smækka ekki af erfiðleikunum, heldur vaxa og eflast við þá. Um karlmennsku Sæmundar og atorku væri hægt að fara mörgum orðum, þó hér i þessari stuttu minningargrein verði ekki nema litil- lega á það drepið. Meðan Sæmundur var á Kleppu- stöðum I Steingrimsfirði átti hann marga ferðina yfir Steingrimsfjarðar- heiði. Kleppustaðir standa pndir heiöarbrúninni að austan, og var heiðin þá samgönguleið milli héraða. Sæmundur var þráfaldlega leiðsögu- maður ferðamanna um heiðina. 1 vetrarferðum reyndi oft á karl- mennsku og þor ferðamannsins I bar- áttu viö ófærð og veðraham, enda mún. margur ferðalangurinn þá hafa lagt allt sitt traust á hinn ratvisa og ötula fylgdarmann. Eftir að Sæmundur kom að Kletti, þurfti hann mikið að sækja til aðdrátta um Kollafjarðarheiði að Djúpi. Þær ferðir reyndu einnig mikið á þolgæði og karlmennsku. Kom sér þá, sem áður, vel, að hann haföi ungur tamið sér að ganga á skiðum, og náð leikni I þeirri iþrótt. Til aðdrátta þurftu Gufdælir lika að sækja til Flat- eyjar á Breiðafirði. 1 þeim ferðum var Sæmundur heldur ekki viðvaningur, þvl ungur hafði hann stundað sjóróðra viö ísafjarðardjúp og á Drangsnesi. Þegar þau hjón hófu búskap á Kletti árið 1927, var jörðin I annarra eigu, öll hús illa farin og túnið lítið og þýft og þvl mikið starf framundan fyrir vinnu- fúsar hendur. Sæmundur var þannig skapi farinn, að hann undi þvi litt að eiga ekki sjálfur þá jörð, er hann erjaði. Hann festi þvi fljótlega kaup á jörðinni og hófst handa um byggingar og ræktun. Hann tileinkaði sér jafnan tæknina, eftir þvi sem hún hélt innreið sina I islenzkan landbúnað. En at- hafnaþrá Sæmundar var ekki fullnægt með búskapnum einum. Hann lærði snemma nokkuð til járnsmiða, og hafði jafnan smiðju á bæ sinum, og smiðaði þá fyrir sjálfan sig og aðra islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.