Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Page 5
Svanberg Magnússon
skipstjóri Hafnarfirði
Á sumardaginn fyrsta lézt að heimili
sinu Mjósundi 2, Hafnarfirði Svanberg
Magnússon skipstjóri.
Ég veit að væri hann staddur hér hjá
mér sem lifandi persóna mundi hann
segja: Ef þú skrifar um mig dauðan,
Markús, vertú þá stuttorður.
Eg ætla að reyna hvað ég má i þeim
efnum. En þegar geta skal góðs vinar
er hætta á að stillinn geti orðið langur.
Eg gekk i hús Svanbergs þennan dag
eftir hádegi. Bankaði sem venja min
er. Til dyra kemur kona Svanbergs
Guðrún Sigfúsdóttir að nafni.. „Gleði-
legt sumar, Guðrún, þakka þér fyrir
veturinn,” — „Sömuleiðis”, er svarið.
En til viðbótar segir Guðrún: „Hann
Svanberg dó i morgun um sexleytið”.
hestajárn, ljábakka og önnur
búskaparáhöld, og margan morguninn
mun hann hafa verið búinn að smiða
skeifnaganginn, áður en aðrir risu úr
rekkju. Handbragði Sæmundar var
viðbrugðið, og hann mun hafa fundið
upp og smiðað hleypiklifbera betri og
hentugri en áður þekktust þar vestra.
Þegar sauðfjárgirðingin kom þvert
yfir Vestfjarðahálendið sá Sæmundur
um eftirlit og viðhald hennar. Þetta
starf rækti hann af alúð og kostgæfni
eins og annað sem honum var trúað
fyrir. Og til marks um hreysti hans og
haröfylgi má geta þess, að fram á
niræðisaldur hafði hann þennan starfa
á hendi.
Sæmundur Brynjólfsson var greind-
ur maöur og athugull, en hann var
jafnframt dulur maður og stilltur og
litt fyrir að trana sér fram eða hreykja
sér. Þó fór ekki hjá þvi, að honum
væru falin trúnaðarstörf fyrir sveit
sina. Hann átti um skeið sæti i hrepps-
nefnd Gufudalshrepps og hreppstjóri
var hann allmörg ár.
Sæmundur átti létt með að tjá
hugsun sina og tilfinningar i bundnu
máli, en meðfædd hógværð og hlé-
drægni olli þvi, að hann mun sjaldan
eða aldrei hafa flikað þeirri gáfu sinni.
Fastast mun þessi hneigð hafa sótt á
hann, þegar erfiðleikar steðjuðu að
honum, og hann gat einn gengið á vit
náttúrunnar, sérstaklega fjallanna,
sem hann átti svo mörg spor um.
islendingaþættir
Mig setti hljóðan um stund, tók i hönd
Guðrúnar i samúðarskyni. Svanberg
hafði undanfarin ár átt við vanheilsu
að striða og var nýk'ominn af sjúkra-
húsi. Hann hóf nú starf sitt að nýju hjá
Kaupfélagi Hafnarfjarðar, en þar
vann hann sem starfsmaður eftir að
hann varð að hætta sjómannsferli sin-
um, vegna vanheilsu hin siðari ár.
Nokkru áður en Svanberg lézt sá ég
hann ganga skáhallt yfir Strandgötuna
móts við Apotek Hafnafjarðar. Þetta
var hans daglega leið á vinnustað. Ég
þekkti ekki Svanberg i augnablikinu,
mér fannst hann að sjá eins og annar
maður. Þegar svo er ástatt hjá mér,
veit ég samkvæmt eigin reynslu, að sá
er ég lit svona á stutt ólifað. Nú gekk
Ég held, að það hafi ekki verið nein
tilviljun, að Sæmundur valdi sér starf
bóndans að æfistarfi. Hann unni
náttúrunni heitu hjarta. Hann unni
angan og frjómagni gróðurmoldar-
innar, hinum viðfeðma faðmi fjall-
anna. Hann unni dýrum og jurtum og
öllu sem lifsanda dró. Annars var
Sæmundur slikur maður, að hann heföi
rækt hvaða Hfsstarf, sem var, af alúð
og atorku. Sæmundur var einlægur
trúmaður, og hann fyrirvarð sig ekki
fyrir að leita á náðir skapara sins i
bæn á erfiðleikastundum lifsins.
Sæmundur taldi sig sjálfur gæfu-
mann, þrátt fyrir ýmsan mótblástur I
lifinu Mesta gæfuspor lifsins taldi
hann vera, er hann kvæntist sinni góðu
konu. Hún var honum traustur lifs-
förunautur i bliðu og striðu. Á sinn
hljóðláta, hógværa hátt bjó hún manni
sinum hlýlegt og gott heimili, þar sem
rikti friður og eining svo fágætt má
teljast. 1 návist þeirra hjóna var gott
aö dveljast, þar rikti alúð og hjarta-
hlýja.
Nú þegar náttúran klæðist sinu
fegursta skarti, er hinn aldni heiðurs-
maður lagður til hinztu hvildar i faðmi
þeirra fjalla og fjarða, er hann unni
heitast, og fórnaði öllu sinu lifsstarfi.
Að loknum þessum fátæklegu
minningarorðum vil ég votta honum
virðingu mina og þakkir og eiginkonu
hans og börnum mina dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Vikar Daviðsson.
ég yfir götuna er ég þekkti Svanberg.
Við hófum tal saman.
Málefni sjómannadagsins bar á
góma, þar með væntanlega byggingu á
Dvalarheimili aldraðra hér i Hafnar-
firði. Svanberg var hvatamaður að þvi
með setu i stjórn DAS, að hér á að hefj-
ast handa i þvi máli. Hann var einnig
hvatamaður og kom þvi til leiðar að
mál þetta var upp tekið i bæjarstjórn
Hafnarfjarðar varðandi lóðaúthlutun
fyrir dvalarheimili, að ég bezt veit.
Þetta voru upplýsingar er hann veitti
mér þarna á stuttum umræðufundi.
Ég á ekki marga vini hér i Hafnar-
firði, en þó nokkurn reiting af kunn-
ingjum, upp og ofan, sem manngerð.
En þegar ég kom til Hafnarfjarðar al-
kominn frá vondu fólki vestra, þá er
það Svanberg einn sá fyrsti hafnfirzki
sjómaður, sem ég kynntist. Enda var
hægt um vik, þar sem ég gat kallað af
tröppum á húsi foreldra minna að dyr-
unum að Mjósundi 2. Það var líka oft
gert af báðum aðilum. Ég fann strax
til vinar, þar sem Svanberg var að
hitta, og sú vinátta stóð til kveðju-
stundar og varir mér að eilifu.
Svanberg Magnússon var fæddur a&
Skarði i Skötufirði við tsafjarðardjúp
hinn 9. janúar 1909. Foreldrar hans
voru þau sæmdarhjón Karitas Skarp-
héðinsdóttir og Magnús Guðmunds-
son. Svanberg var elstur 10 systkina.
5