Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Qupperneq 6
svo snemma varð drengur að taka til
hendi, enda byggðist framtið og af-
koma heimilanna i þá daga á að sam-
hjálp við foreldra hæfist svo fljótlega
sem verða mátti til að létta undir og
létta foreldrum sinum þunga byrði,
sem fjöldi barna skapaði þá. Þá var
barneign ekki á ríkisstyrk, svo sem i
dag.
Fyrstu árin elst Svanberg upp við
Inndjúpið sem kallað er, en fer svo til
Hnifsdals með foreldrum sinum, er
þau flytja þangað, dvelur þar nokkur
ár, en 1922 flytur hann ásamt foreldr-
um sinum til Isafjarðar. Þar hóf hann
sin ævistörf sem unglingur er hann
gerist sjómaður hjá hálfbróður sinum
Öskari aðeins 17 ára að aldri. Þar fær
hann sina fyrstu tilsögn á sjó. Hann
vex nú úr grasi, gerist brátt fulltiða
sjómaður, og vekur strax athygli fiski-
skipstjóra vestra, og er hann hefur
lokið fiskiskipaprófi sem réttindamað-
ur á hin minni fiskiskip sem stýrimað-
ur, þá lendir hann hjá hinum lands-
þekkta skipstjóra Guðmundi Guð-
mundssyni skipstjóra á m.b. Gunn-
birni frá tsafirði. Þetta dæmi talar
sinu máli — hann er strax i áliti sem
háseti og stýrimannsefni og skip-
stjórnarmaður. Sjósókn Vestfirðinga
er sú harðasta, er háð er við strendur
landsins. Þaðan stunda ekki sjó, nema
harðduglegir sjómenn, svo erfið er
sjósókn þaðan, sér i lagi eru vetur kon
ungur þjónar sinu hlutverki i fullu
veldi. En Svanberg var ekki aðeins af-
burða sjómaður i starfi, hann var
einnig sérstakur afreksmaður á sviði
félagsmála er varðar alla sjómenn og
starfsemi þeirra. Þar var hann
tveggja manna maki, en svo kalla sjó-
menn þá menn er skera sig úr hópnum
á einhverju sviði sérstaklega.
Svanberg Magnússon hóf starf sitt i
Skipstjóra- og stýrimannafélaginu
Kára i Hafnarfirði 1945. Hann gerist þá
þegar virkur og lifandi félagi, greind-
ur vel. Störf þau sem hann gegnir á
vegum félagsins eru i stuttu máli
þessi: gjaldkerastörf, ritarastörf, sit-
ur þing Farmanna- og fiskimanna-
sambands tslands sem fuiltrúi, situr
Slysavarnarþing fyrir hönd Kára, sit-
ur samningafundi i kaupdeilum yfir-
manna i Kára við atvinnurekendur,
situr i stjórn DAS, situr i sjómanna-
dagsnefnd Hafnarfjarðar. Þessi upp-
talning sýnir i skiru ljósi hve mikil-
virkur félagi var hér á ferð. Og frá
1968-1972 er hann formaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Kára. Hann
biðst undan endurkjöri 1972 sem for-
maður vegna vanheilsu.
Hann starfar i félaginu i tæp 30 ár
sem virkur félagi. Þvi var það i góðum
tilgangi gert er ég lagöi til á fundi i
6
Kára að Svanberg yrði gerður heiðurs-
félagi á sjómannadaginn i fyrra og
með þvi sýnd sú sæmd sem honum
bar, þvi hann bar af öllum en þó ólöst-
uðum látnum félögum Kára i starfi.
Ég vil einnig taka það fram að ritleikni
Svanbergs var með ágætum svo sem
fundargerðarbók Kára er til merkis
um. Skriftin er hrein snilld og frágang-
ur allur.
Svo dræmar undirtektir fékk hug-
mynd min um heiðursveitinguna
Svanbergi til handa, að hennar er ekki
getið i fundargerðarbók Kára, nefndan
fundardag. Hér hefði betur farið á
annan veg, þvi Svanberg starfaði allt
sitt lif i félaginu sem félagi, en snið-
gekk dans i kringum gullkálfinn og
bitlinga, sem ýmsir aðrir félagsmenn i
dag virðast ganga fyrir, eins og nú-
timabill fyrir bensini, eða hráoliu, svo
ekki sé meira sagt. Svanberg heitinn
var fyrst og fremst sannur og trúr i
starfi sem Kárafélagi, fremri öllum
öðrum sem ég hef kynnst hér i Hafnar-
firði á þvi sviði. Tillögur hans voru
sérlega vandaðar, stuttorðar en hnit-
miðaðarum málefnið sjálft. Svanberg
var einnig fiskifræðingur á máli eldri
sjómanna, sjálfmenntaður. Sagði mér
margar sögur um áhrif veiðarfæra á
fiskistofnana og hvernig fara mundi
fyrir þeim ef ekki væri að gáð i tima.
1960, þegar misvitrir alþingismenn á
sviði sjávarútvegsmála, með mislukk-
aða fiskifræðinga i fararbroddi, og
nefni ég hér engin nöfn, en þeir taka
það til sin sem eiga, samþykktu reglu-
gerð um að opna Faxaflóa fyrir rán-
yrkjuveiðarfærinu (snurvoð), þá sagði
Svanberg orðrétt við mig: „Markús,
innan fárra ára verða þeir búnir með
allt lif hér i Faxabugt úr þvi þeir
leyfðu snurvoðina, þvi slik rányrkju-
tæki eru hér á ferð sem þessir menn
gera sér ekki grein fyrir, enda hafa
þeir enga reynslu á þessu sviði, þó þeir
séu allir með háskólapróf, hvort þeir
sitja á alþingi eða sveittir við að telja
þorskhrogn inni á rannsóknarstofu
fiskiðnaðarins. Enda var svo komið
fyrir Faxaflóa 1970, að loka varð fióan-
um fyrir snurvoð. Svo þarna stendur
Svanberg með hærri einkunn sem
sjálfmenntaður fiskifræðingur en hinir
þekkingarsnauðu alþingismenn á sviði
verndunar fiskistofnanna og mislukk-
aðir fiskifræðingar, sumir hverjir með
háskólapróti handtöskunni á þvi sviöi,
þvi lif verður að fæðast fyrir það sem
tekið er.
Svanberg Magnússon var ekki einn á
ferð að öllu leyti, þvi árið 1938 kvæntist
hann sæmdar- og heiðurskonu sinni
Guðrúnu Sigfúsdóttur. Það er enginn
einn á ferð sem á slikan samherja sem
Guðrún er. Börn þeirra urðu tvö og
lifa þau föður sinn. Kynning Guðrúnar
og Svanbergs varð einnig til þess að
hann eignaðist fyrir mág Sigurþór Sig-
fússon, sjómann. Milli þeirra var slik
vinátta, sem ekki verður lýst með orð-
um. Hann var á heimili þeirra hjóna
alla tið sem tryggur bráðir og mágur.
Og það er árið 1956, sem þeir mágar
láta byggja sér opinn bát, 7 tonn að
stærð, og var gefið nafnið Rúna, gælu-
nafn gæfuskips. Eftir það starfa þeir
mágar saman i 15 ár á sjónum. Þetta
happaskip og litla fley gera þeir út
héðan frá Hafnarfirði i 15 ár með þeim
ágætum, að oft á tiðum var engan fisk
að fá á borð hafnfirzkra húsmæðra ef
Rúna var ekki á sjó. Hér á þessu litla
skipi komu fram hæfileikar Svanbergs
sem skipstjóra, sem kunnáttumanns i
starfi að sjómennsku. Hann lauk
stærra fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum 1950. Hann náði ætiö
heill til hafnar þótt sjór væri stundað-
ur, vetur, sumar, vor og haust. Veður
að vetrarlagi válynd. Ég vil svo segja
frá þeim mágum, að þeir voru ekki
aðeins góðir sjómenn. Þeir sýndu
einnig skipi og veiðarfærum slika virð-
ingu að hér væri engin útgerð á rikis-
styrk, ef þeir hefðu verið ráðgjafar á
vegum sjávarútvegsmála á sviði með-
ferðar og hirðingar veiðarfæra.
011 nýtni og frágangur voru slik, að
ég hef hvergi augum litið betra. 1970
selja þeir mágar happaskip sitt Rúnu,
sem veitt hafði þeim sameiginlega
margar ánægjustundir á sjó og við
land, ekki hvað sizt máginum Sigur-
þóri. Mörg spor á hann með hjól sitt
sér við hlið niður að bryggju til að sjá
hvernig fer um litlu kænuna, sem ligg-
ur við festar fram af Verkamanna-
skýlinu. Risinn úr rekkju árla morg-
uns til að gæta að fleyi sinu, eða að fá
sér lika reiðtúr að kvöldlagi við sólset-
ur til að sjá vagg Rúnu þar sem hún lá
bundin i Króknum. Þetta skip var stór
hluti af lifi ykkar beggja. Sú tryggð
sem rikir miili skips og manns fær
enginn skilið, nema sá sem i hlut á.
Þarna lýkur sögu Sigurþórs sjó-
manns á þessu litla fleyi. í 10 ár var
hann á skútum, 35 ár á togurum og 15
ár með Svanbergi mági sinum. Ég
minni hér á þetta 50 ára afrek mágs
Svanbergs á sjó siðustu árin i félagi
við hann. Sigurþór saknar nú vináttu
mágs sins og vinar i stað á sjó og i
landi. En hvenær endurfundir verða
ræður sá einn er lifið gaf. Guðrún min,
þú fyrirgefur mér vinarkveöju þessa,
hún er orðin ivið iengri en vinur minn
hefði kosið, þekki ég hann rétt. En
þetta var hans lif i orði og verki. Ég
sendi þér og börnum ykkar bróður og
íslendingaþættir