Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagurl2. okt. 1974 — 31. tbl. — 7. árg. —nr. 182 TIMANS Jósefína Antonía Helgadóttir Fædd: 30. júll 1893. Dáin: 17. sept. 1974. „Til moldar oss vigði hið mikla vald, ivert mannsbarn, er jörðin elur.” (Einar Ben.) I. Jósefina A. Helgadóttir var borin og barnfædd i Reykjavik og ólst þar upp I hópi margra systkina velgefinna og tápmikilla. Foreldrar hennar voru hjónin Geirþrúður Clausen og Helgi Zoega kaupmaður. Fékk hún gott uppeldi. Var látin stunda nám til munns og handa, fyrst i Reykjavik og siðan til viðbótar i Englandi. Arið 1915 giftist Jósefina enskum fiskkaupmanni, Clifford Hobbs, f. 1885, og bjó með honum i Reykjavik i fjögur ár. Að þeim liðnum fluttust þau til Englands og héldu þar heimili um stund. En svo steðjuðu óhöpp að. Fiskverzlunin lenti i óviðráðanlegu öngþveiti. Grundvöllur afkomu heimilisins hrundi. Hjónin sáu ekki annað ráð vænna en slita samvistir. Jósefina fluttist 1926 aftur til Islands með börn þeirra, sem voru tvær dætur, eina dóttur höföu þau misst ekki ársgamla, fyrsta barnið. — Var Jósefina nú snauð af veraldar- auð, en aftur á móti rik af lifstrú, sjálfsbjargarhvöt og manndómi. Tókst henni með prýði að sjá sér og dætrum sinum farborða. Hún kom á fót og rak snyrtistofu i Aðalstræti 10 i Reykjavik 1927—1940 og aðra samhliða að Hótel Borg 1930—1932, báðar stofurnar með nýtizku- og myndar- brag. Snyrtivöruverzlun rak hún i sambandi við stofurnar. Áreiðanleiki I viðskiptum var ein af hennar sterku hliðum. Mikið var unnið, en ekki kvartað. Clifford Hobbs andaðist 1935. II. Arið 1940, 7. júni, giftist Jósefina A. Helgadóttir i annað sinn. Seinni maður hennar var Skúli Guðmundsson alþingismaður. I fljótu bragði virtist ékki vera hjónasvipur með þeim Jósefinu og Skúla. Hún var heimsborgaraleg tiskukona, en hann var maður prjál- leysis og unnandi fornra islenzkra hátta. Eigi að siður tókust með þeim einlægar ástir og sambúð til fyrirmyndar. Þau kunnu vel að meta mannkosti hvors annars og samhæfa sig hvort öðru. Það var undirstaða hjónabandshamingju þeirra, að ég hygg- Jósefina lagði aðdáanlega alúð við sin nýju hlutverk. Hún leysti þau með prýði af hendi, hvort sem það voru hlutverk eiginkonu Skúla Guð- mundssonar kaupfélagsstjóra á Hvammstanga, — eða Skúla Guð- mundssonar stjórnarmanns Sam- bands isl. samvinnufélaga, — ellegar Skúla Guðmundssonar ráðherra i Reykjavik. Hún samstillti sig honum og fylgdi honum á vettvang viðfangs- efna hans með eldmóði áhuga sins. Og ég er sannfærður um, að hún heföi ekki hikað við að ganga á bál meö honum, eins og Bergþóra m?þ Njáli, ef þannig hefði' horft við — svo heilsteypt eiginkona var hún og manni sinum óbrigðull félagi i bliðu og striðu. III. Jósefina fluttist til Skúla Guðmundssonar norður á Hvamms- tanga, þegar þau giftust. Þar áttu þau heimili meðan hann var kaupfélags- stjóri. En þegar hann sagði af sér kaupfélagsstjórastarfinu, vegna þess að á hann hlóðust verkefni i þágu rikisins, komu þau sér úpp rúmgóðu jarðhituðu ibúðarhúsi á Laugarbakka i Miðfirði I V-Húnavatnssýslu og dvöldust þar, hvenær sem hann gat þvi viökomið. Var þar yndislegt heimili. Viö Pálina, kona min, höfðum þar siboðinn — nærri þvi fyrirskipaðan — viðkomustað, þegar við vorum á ferð á þeim leiðum, og eru þær stundir dýigripir I minningasafni okkar. Varla komum við þar, svo aðrir gestir væru þar ekki lika staddir. í Reykjavik bjuggu þau lengi að Amtmannsstig I i litilli ibúð, sem rúmaði samt gesti, svo undrum sætti. Hjartarúm húsráðenda var svo mikið að enginn fann til húsþrengslanna. Hvar sem þessi hjórn höfðu dvöl, hópuðust að þeim gestir og gangandi og voru samstundis settir að veislu- borði sem aufúsugestir. Jósefina var afbragðs húsmóðir: reglusöm, verkhög, mikilvirk. Hún kunni vel aðmatbúa lostæti og veitti af rausnarlegu örlæti hjartans. Gaman- semi og fluglétt fy.ndni léku veitendunum á tungu. S4lLÞe'r um eitthvað kæmi fram i umræðum þægilegt fyrir hvern og einn. Hjónin kunnu þá vandasómu Jist að láta engum finnast sér vera ofaukið hjá þeim, þó að úr ýmsum átturíT væri saman komnir. Það var aðdáunarvert, hve þessi hjón voru yfirburða snjallir gestgjafar

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.