Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 7
Þorbjörg S. S.L. Björnsdóttir f. 18/12 ’02 D. 19/9 '74. „Ó, heyr&u mig litla, ljúfa fljóö”, svo löngum eg viö þig söng, er viö vorum ung og æskurjóö og áttum svo töfrandi draumasjóö og móðurbænir og blessunaróö og margskonar fagnaðarföng. Sem viö okkur börnunum brostu þá hin blíðustu vildiskjör, svo svifum viö gleðinnar gull- skýjum á er gátum viö fullnægt æskunnar þrá, úr móðurörmum og fyrirbæn frá var lagt upp i langþreyða för. En móöurbænin varö blessandi lind oss, börnunum niu.hlif, sem dugði er gullskýin gliönuöu’ I vind, Þórarinn Lýðsson Framhald af bls 8. Þórarinn heitinn var með afbrigöum iöinn og duglegur maöur enda bera verk hans þess glögg merki, t.d. húsiö, sundlaugin og garöurinn, sem gæti tal- izt hreint listaverk, allt unniö meö fá- brotnum verkfærum og þar hefir notið sin til fulls smekkvisi hjónanna og framtak. Þessi fábrotnu minningarorð veröa ekki mörg, enda held ég, að það sé fremur i samræmi viö lifsskoðun okk- ar látna vinar að segja sem minnst. Sjálfur var hann hógvær og kurteis i umgengni og vildi allra vanda leysa. í vinahópi var hann ljúfur og kátur og naut þess innilega, er vinir og frændur komu á heimili þeirra hjóna. Þórarinn var viölesinn og óvenju- minnugur og fró&ur um ólikustu mál- efni. Siðustu árin las hann af kappi ættfræöi og færöi mikinn fróöleik I let- ur á þvi sviöi. Otför Þórarins fór fram frá Lága- fellskirkju þ. 20. f.m. og er skarö fyrir skyldi viö fráfall þessa mæta manns. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveöj- ur, en huggun I sorg er hin bjarta minning. Viö þökkum öll fyrir ljúfar samverustundir. Kveðja úr Hlíðartúni. t islendingaþættir „Það er þunn fjöl á milli lifs og dauða”. Þaö sannmæli varð aö veru- leika enn einu sinni, þegar Þórarinn Lýösson hvarf af þessum heimi yfir móðuna miklu. Trúr sinu hlutverki I hversdags önn, trú og traustur i heimili og sveit, trúr I öllu fasi og framgöngu gekk hann aö hverju starfi með alúö og kostgæfni, hagvirkur og listfengur, snyrtimenni i öllu atferli og fyrirmynd umhverfis sins i umgengnismenningu, og enn einu sinni var hann aö fegra garöinn sinn þegar kalliö kom. örendur hneig hann I garðinum milli trjáa, runna og blóma, rétt við bæjarvegg þess likans af bænum i Laxárdal, þar sem hann sleit barnsskónum, en líkan þaö i smækkaöri mynd var hann nýbúinn a& fullgera. Þórarinn Lýðsson var einn af frum- byggjum Hliöartúnshverfis i Mosfells- sveit og alla stund sfðan fyrirmynd okkar i öllu dagfari og umgengnis- menningu. Jafn i þvi smæsta sem hinu stærsta var allt fágaö frá hans hálfu og ótrauöur rétti hann hjálpandi hönd þegar vanda bar aö og unnt sýndist aö fegra og efla þaö, er aflaga var farið eöa vildi hallast i granna garöi. Hversdagsönn kallaöi jafnan og langir starfsdagar voru einatt hlut- skipti Þórarins, þvi aö sjálfur skóp hann allt, húsiö og heimilismuni I hvi- vetna og bækur sinar batt hann, allt i gleði og harmi sú dýðarmynd, er laöar úr dal upp á töfratind og sæmir með sigri vort lif. Já, blið eins og mildasta móður- raust er mannsandans lifandi þrá, sem útþrá, þá viö erum ung og hraust, en eftir að jarövistar nálgast haust fyliir hún hjartaö með huggun og traust og heimþrá sem eiliföin á. Viö, systki n og börn þin, sem kveðja þig kært, viö kviöum ei, lausn þin var sæl, I ljósanna heimkynni hefir þig fært sá heilsubrestur, sem mest fékk þig sært, þá öruggu guöstrú viö öll höfum lært, þar verður þér vistin indæl. Kristin M. J. Björnson. með þvi listfengi, sem auðkenndi verk hans. Sambúö Þórarins viö umhverfiö var i öllu jafn fáguö og verk handa hans og engan vitum vér þann sem átti annaö en hlýhug og vinarþel frá hans hálfu. Hluttekning þeirra hjóna, Sigriöar Tómasdóttur og Þórarins Lýössonar, var ævinlega boðin og búin hvar sem hugir þeirra og hendur náðu til a& létta og milda, þar sem hregg og andúö til- verunnar knúöu á dyr fólks. Þar átti Þórarinn sinn hlut aö og hann viljum viö þakka og meta aö veröleikum og viö skynjum vel hvers þar er að sakna þegar hann nú er horfinn. Þakklæti okkar skal þvi tjáö aö leiöarlokum og minningin um ágætan granna mun lifa meöal okkar svo lengi sem verkin tala og vitna um geröir göfugrar sálar og hagra handa. Sú hjartans þökk er flutt viö hinstu kveðju, og samúö okkar er hérmeö tjáö Sigriöi Þ. Tómasdóttur, er viö hliö hans stóö sem hollvætti og heilladis I bliöu og striöu á vettvangi lifs og starfs. Nágrannar. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.