Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 2
íhinu „opna húsi” sinu — og algerlega samhent i þvi eins og flestu. IV. Jósefina A. Helgadóttir var höfðing- leg kona, sem hlaut að vekja athygli hvar, sem hún mætti. Hún var svip- mikil, vel vaxin og bar sig vel. Skart- kona var hún i klæðaburði. Á dansgólfi var hún fjaðurmögnuð og fim. Hún hafði glaða lund og létta að eðlisfari, en jafnframt hneigð til djúprar alvöru og mikla og einlæga trúarþörf. Þetta, sem kann að sýnast ósamrýmanlegar andstæður, veitti henni mikinn jafnvægisstyrk og stækkaði áreiðanlega persónuleika hennar. Hinn létti, hljómmikli hlátur hennar, sem Skúli maður hennar galt samkveð við á fallegan hátt, var smitandi og út- breiðsluhraður, og umskapaði löngum með töfrum sínum andrúmsloft og geðblæ þungbúinna mannamóta i glaðar stundir. Guðstrúin og bænrækni alvöruhug- ans byggðu upp þolgæði og bjartsýni og tryggði hina innri heiðrlkju. V. Þótt Jóseflna hefði fyrrihluta ævi sinnar tamið sér háttu heimsborgara, gerðist hún strax og hún fluttist til Hvammstanga norðurstrandarbúi af venjulegum áhuga sinum og atorku. Hún var óþreytandi að vinna fyrir þau verkefni, er hún tók að sér, leið ekki sjálfri sér né öðrum að gefast upp fyrir yfirstíganlegum örðugleikum. Hún var formaður heimilisiðnaðar- félagsins „Iðju” I Ytri-Torfustaða- hreppi 1947-51. Formaður Kvenna- bandsins I Vestur-Húnavatnssýslu 1950-’60. 1 stjórn Byggðasafns Hún- vetninga og Strandamanna á undir- búningsárum safnsins. Safnaðar- fulltrúi var hún lengi I Melstaöarsókn eftir að hún fluttist að Lagarbakka. Kirkjuþingsfulltrúi var hún 1964-1969 og tók mjög virkan þátt I störfum þess með tillöguflutningi. Tillögum sinum fylgdi hún eftir I ræðum af djörfung og reisn. Það hefi ég fyrir satt, að hennar hlutur hafi verið mikill I þvl, að byggð var kirkjan, sem nú prýðir Hvamms- tanga og ennfremur Elliheimili, sem þar var reist. Menn þaðan að norðan hafa sagt mér, að lita megi svo á, að þessi tvö mannvirki séu óbeint minnis- varðar um hana, — hugarfar hennar, dugnað og sigursæld. Við útför Jósefínu flutti presturinn, sem jarösöng, kveðju til hennar frá formanni Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga: „Þakkir fyrir frábær störf að kirkju- -llknar- og samvinnumálum I Vestur-Húnavatnssýslu.” í þessari kveðju felst mikið vottorð. VI. Skúli Guðmundsson andaðist 5. öktó- ber 1969. Jósefina syrgði hann af öllu hjarta og heiðrikum huga. Hún var nokkra stund að átta sig eftir þetta þunga örlagahögg. En hún var ekki einstæðingur. Ættgarður hennar var allfjölmennur og velskipaður. Tengda- fólk hennar, ættmenn Skúla, voru henni traustir vinir. Börn hennar, sem á lifi eru: Eveiyn P. Hobbs, deildarstjóri hjá Pósti og sima. Helga Hobbs, húsmóðir, gift Haf- steini Guðmundssyni prentsmiðju- stjóra. Guðrún, kjördóttir þeirra Skúla Guðmundssonar, húsmóðir, gift Her- bert Guðmundssyni ritstjóra. Auk þessa skylduliðs allfjölmennur niðjahópur þess, sem Jósefina bar fyrir sinu heita brjósti og rétti hlýjar hendur, en auðsýndi henni I staðinn ástúð og virðingu. Ennþá var hún sem áður sjálfstæð og sterk kona, sem dáði lífsundrin og þótti gaman að lifa heilbrigðu lifi, þó aö hún tryði þvl að hún ætti góða heim- von og kvíði alls ekki hinum miklu um- skiptum. Hún ráðstafaði eigum slnum nyrðra og tók sér leiguibúð I Reykjavlk. Enn var nýr kapituli lífssögunnar að hefj ast: einbýli ekkjunnar. En hann varð ekki langur. „Til moldar oss vlgði hið mikla vald, hvert mannsbarn, sem jörðin elur”. Dauðinn kvaddi dyra hjá Jósefínu og reiddi að henni eitt sitt rskæðasta sjúkdómsvopn. Þetta var laust fyrir áramót 1972. Hún tók vask- lega á móti með sinu mikla llfsfjöri og andlegu hreysti. Hvað eftir annað varð dauðinn að hopa. Vinir hennar gátu stundum ekki betur séö en að hún ætl- aði aö sigra hann. Læknar undruðust baráttuþrek hennar og fótaferð. A þessum veikindaárum dvaldist hún lengst af hjá dætrum sinum Helgu eða Evelyn, meira þó hjá hinni siðar- nefndu, einkum upp á siðkastið. Milli þess dvaldist hún á sjúkrahúsum og gekk undir læknisaðgerðir. Hinn 16. sept. reis hún enn úr rekkju á heimili Evelynar og tók þar með gleðibragði á móti frændkonu sinni, sem kom erlendis frá til að heimsækja hana. Frændkonan hafði ráðgert að koma til hennar mánuði seinna, en fannst nú allt I einu að hún ekki mega draga það og hraðaði þvl för. Dagurinn leið ljúílega. En seint um kvöldið fékk Jdseflna veikindakast, þrutu kraftar og andaðist þessa nótt, aðfararnótt 17. september. trtför Jósefínu A. Helgadóttur fór fram fimmtudaginn 26. september frá Dómkirkjunni I Reykjavik. Marg- menni tók þátt I þeirri kveðjuathöfn, sem fór mjög virðulega fram. Hinn ungi dómkirkjuprestur Þórir Stephen- sen flutti frábærlega fagra og skiln- ingsrlka ræðu, byggða á persónuleg- um kunnugleika. Eftir athöfnina I Dómkirkjunni var hin látna flutt norður að Melstaðar- kirkju I Miðfirði og jarðsett I garði hennar samdægurs við hlið eigin- manns slns Skúla Guðmundssonar. Aðeins nánustu vandamenn voru þar viðstaddir. VII. Jóseflna var lipurlega ritfær eins og „Sannar mannlífslýsingar”, sem hún ritaði I Jólablöð Tlmans nálægt 1950, bera glögglega með sér. Fjölhæfni hennar var mikil og listfengið meira en ég hefi kunnugleika til að lýsa. Bak viö hana, I ættum hennar, stóðu hæfi- leikar margvislegir, sem hún virtist geta gripið til I fari sinu þegar henni lá á. Daglega las hún i bibllunni sér til trúarsvölunar. Hún gerði sér. grein fyrir því: að „jörðin til himins horfir og himinnin. jarðar til”, — og sam- kvæmt þvi lifði hún. Jóseflna A. Helgadóttir hafði mikið dálæti á fögrum ljósum til viðhafnar á heimili slnu og hvar sem var við hátlð- legar athafnir. Ljósin voru henni sér- stök talandi llfstákn. Sjálf var hún einn af hinum skæru logum á sviði mannllfsins. Þannig heldur hún áfram að lýsa I minningum vandamanna sinna og vina. Blessuð sé minning hennar. Karl Kristjánsson. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.