Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Qupperneq 8
Jón Atli Jónsson vélstjóri F. 13. júní 1924. D. 19. marz 1975. Jón Atli er dáinn og var borinn til grafar 26. mars. Hann var aðeins fimmtugur að aldri, en hann tók dauða slnum með sama æðruleysinu og hann lifði lifinu, enda þótt dauðastrið hans væri bæði óvenju erfitt og langt. Jón Atli var fæddur að Mundakoti á Eyrarbakka 13. júnl 1924. Foreldrar hans voru hjónin Jónina Jónsdóttir frá Mundakoti og Jón Júllusson, stýri- maður frá Syðra-Seli I Stokkseyrar- hreppi. Hann andaðist 1967, en Jónlna lifir son sinn. Ættir Jóns Atla er að rekja um þess- ar slóðir Suðurlands, en einnig austur til Skaftafellssýslu, þvi Jón hrepp- stjóri og nafni hans I Mundakoti var frá Heiði á Siðu. Jónina og Jón Júliusson bjuggu i Reykjavik allan sinn búskap og þar ólst Jón Atli upp, en á sumrum dvald- ist hann i æsku austanfjalls hjá skyld- fólki. Jón Júliusson var sjómaður lengst af starfsævi sinnar, háseti, skipstjóri og stýrimaður lengst af á togurum, en er á ævina leið einnig á farskipum. Þau Jón og Jónina eignuðust auk Jóns Atla eina dóttur yngri, Guðrúnu, nú lækni og húsmóður I Reykjavík. Eins og veriö hefur lengst af á sjómannsheimilum á Islandikom upp- eldi barnann að mestu I hlut móður- innar og hún var vanda sinum vaxin og fjölskyldan var samhent og góð tengsl héldust milli foreldranna og barnanna eftir að þau fóru að heiman og stofn- uðu eigin heimili. Að skyldunámi loknu stóð hugur Jóns Atla ekki til frekara bóknáms að sinni, heldur hóf hann iðnnám i Iön- skóla og nam rennismlði á árunum 1942 til 1945. Verklega námið nam hann I Vélsmiöjunni Héöni, sem þá var eitt stærsta fyrirtækið I járnsmiði hvers konar hér á landi. A þessum ár- um var uppgangur sildveiðanna Norð- anlands hvað mestur og Jón Atli vann á námsárunum við byggingu sildar- verksmiðjanna sem þá voru viða byggöar af miklum stórhug en litilli fyrirhyggju eins og slðar kom á dag- inn. 8 Þegar iðnnáminu lauk hafði Jón Atli fengið meiri áhuga á bóknámi og sett- ist nú á skólabekk að nýju og hóf nám I Vélskóla íslands haustið 1946 og lauk þaðan prófi vorið 1949 og hafði þá tekið bæði vélstjórapróf og próf frá raf- magnsdeild. A sumrum meðan á vélstjóranáminu stóð vann Jón Atli á togurum og að prófi loknu hóf hann störf sem vélstjóri, fyrst á togurum, en slöar á kaupskipum og farþegaskipum og þessi störf stundaði hann um nokk- urra ára bil. ' A þessum árum stofnaði hann eigið heimili, hann kvæntist 15. nóv. 1952 Súsönnu Guðrúnu Halldórsdóttur frá Vestmannaeyjum. Þeim varö ekki bama auðið. Sjómennskan féll ekki Jóni Atla eins vel og hann hafði gert ráö fyrir. Lang- varandi fjarvistir frá ástvinum og ættingjum voru ekki að hans skapi og hin fjölmörgu áhugamál sln gat hann ekki rækt að vild I þvl starfi. Þetta mun meginástæðan fyrir þvi að hann hætti sjómennsku og hóf störf I landi á árinu 1954. Hann tók þá við stjórn Smiöju Smjörllkisgerðanna, sennilega mest fyrir áeggjan frænda sins Ragn- ars I Smára. Ekki leið á löngu unz þetta nýja starf hans tók hug hans allan. Verkefnin ' voru fjölbreytt og margslungin — upp- setning véla, skipulag vélasala, véla- viðgerðir og viðhald og bifreiðavið- gerðir. Við þessi störf öll nutu fjölþættir hæfileikar Jóns Atla sín vel og hann lét heldur ekki framleiðsluna sjálfa afskiptalausa þvi hann vildi jafnan sjá fyrir enda hvers verks og taldi ekkert sér óviðkomandi, sem leitt gat til betri og hollari smjörlíkisframleiðslu. Til marks um þær kröfur sem Jón Atli gerði til sin sem fagmanns má geta þess að hann lagði það á sig að afla sér meistararéttinda I bifvéla- virkjun 1959, þar eð hann taldi að svo stór hluti starfa I smiðjunni væri á þvi sviði að hann gæti ekki sinnt þeim sem skyldi nema hafa þessa menntun. Eins og fyrr sagði átti Jón Atli mörg áhugamál, sem hann fyrst gat farið að sinna að marki eftir að hann hætti sjó- mennsku. Næstu árin ferðuðust þau hjónin um landið vltt og endilagt á sumrum, bæði um byggðir og óbyggðir. Jón Atli var jafnan útbúinn I sllkar ferðir að hann var sjálfbjarga á hverju sem gekk. Til þessara ferða smiðaði hann sér sjálfur húsvagn, einn hinn fyrsta, sem farið var með um óbyggðir landsins, þvi hann vildi geta haft næturstað hvar sem var og vera óháður veðri og vind- um I notalegu skjóli. A þessum árum stundaði hann einn- ig laxveiði af áhuga og varð góður lax- veiðimaður. Veiðin var honum þó ekki aðalatriði heldur voru útiveran, náttúran og félagsskapurinn ekki slður til að laða hann að þessu áhugamáli. A vetrum var það hins vegar tónlist- in sem var aðal áhugamálið. í þessu sem öðru voru þau hjónin samhent og það voru fáir tónleikar sinfónlu og tónlistarfélags, sem fram hjá þeim fóru á þessum árum og heima áttu þau jafnan beztu tæki til hljómplötuflutnings. Þegar menn hafa viða ferðast um tsland fara þeir betur að skynja fegurð þess sem nærleynist, blóma, runna og islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.