Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJSTTIR
Laugardagur 9. ágúst 1975 — 27. tbl. 8. árg. No. 218
TIMANS
Einar Jóhannsson
Geithellum
Um framtið og örlög okkar — og
annarra — vitum við ekkert utan þetta
eina, að „eitt sinn skal hver deyja”, og
að þau umskipti ber að á mismunandi
vegu. Þó verður okkur næsta hverft
við, oft og einatt, þegar útvarpið flytur
andlátsfregn samferðarmanns, for-
málalaust og án fyrirvara. Þannig fór
mér, þegar ég heyrði lát Einars á
Geithellum.
Haustið 1938 kom ég i Álftafjörðinn
fyrsta sinni og gisti að Geithellum.
Ferðir minar um þetta svæði hafa orð-
ið nokkuð margar. Heimili Einars og
Laufeyjar varð strax fastur viðkomu-
staður. Einar sjálfur var svo óum-
brevtanlegur, glaðværð hans og fjör
slikt. að enda þótt árin létu sig ekki að
öðru leyti án vitnisburðar hjá honum
fremur en öðrum, þá gleymdist það,
þegar fundum bar saman — i minum
huga var Einar á Geithellum alla tið
ungur sem fyrrum. Já, það var auðvelt
að gleyma stund og stað i stofunni hjá
Einari og Laufeyju, að kasta ellibelgn-
um og gleyma sinum eigin gráu hár-
um. Og þó voru vandamál dagsins og
næstu viðfangsefni i þjóðmálum og
heima i héraði stöðugt á dagsskrá en á
þeim hafði húsbóndinn lifandi áhuga
alla tið. Þetta olli þvi, að fréttir af um-
skiptunum komu mér i opna skjöldu.
En — ,,úr stað og skorðum allt stund-
legt ber — Framhjá þvi verður
aldrei komizt.
Einab fæddist á Geithellum á Alfta-
firði austur 28. april 1906. Foreldrar
hans voru Jóhann Jónsson bóndi þar
og kona hans Helga Einarsdóttir.
Einar nam við Bændaskólann á
Hvanneyri. Siðari veturinn hans tók
sig upp gamalt meiðsli á fæti, svo hann
varð að hætta námi nokkru eftir ára-
mót. — Einar byrjaði fyrst búskap
með móður sinni.en Þórfinnur bróðir
hans reisti nýbýli á jörðinni. Einar
stofnaði siðan eigið hemili ásamt unn-
ustu sinni, Laufeyju Karlsdóttur, 1931,
en þau gengu i hjónaband 1934. Börn
þeirra urðu niu, þrjár dætur og sex
synir. Einn þeirra dó ungur. Einar bjó
siðan alla ævi á Geithellum. Bújörðin
ber þess vottinn, að ekki hafa þau
Einar og Laufey setið auðum höndum
um dagana. Slikt hið sama uppeldi
margra barna, sem nú eru nýtir þjóð-
félagsþegnar.
En þetta átti raunar ekki að verða
minningargrein — aðeins örfá kveðju-
orð. Sannleikurinn er lika sá, að um
æviferil Einars veit ég næsta litið, um-
fram það, sem gestsaugað greindi,
þegar gengið var um garða á óðali
hans. Þvi Einar ræddi litið um sjálfs
sin hagi. önnur umræðuefni sátu i
fyrirrúmi, þegar gestir komu að Geit-
hellum.
A fyrstu ferð minni um Suður-Múla-
sýslu fyrir nærri 37 árum mætti ég svo
mikilli vinsemd að seint gleymist.
Þegar þar við bætist að það fólk, sem
maður hitti þá hefir æ siðan verið við
sama heygarðshornið með hjálpsemi,
gestrisni og góðvild — áratug eftir
áratug — þá má ljóst vera að ærin er
orðin þakkarskuld farandmanns. A
það er hann sterklega minntur hvert
eitt sinn, þegar skarð er höggvið i hóp
inn þann.
Einari á Geithellum á ég að skilnaði
miklar þakkir að gjalda — bæði fyrir
liöinn tima og ókominn — þvi lengi enn
mun góðvild hans og þeirra hjóna
beggja I minn garð, hlýja mér i sinni.
Og það er áreiðanlega langt þangað til
aö bergmálið af glaðværð hans á góðra
vina fundi er að fullu hljóðnað i huga
minum og annarra samferðamanna.
Ég sendi Laufeyju og öðrum ást
vinum Einars innilegar kveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarsson