Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Blaðsíða 5
Guðmundur I.
Guðmundsson
þeim tima, er hræra þurfti alla steypu
með handafli og lyfta upp i vatnsföt-
um, auk þess sem steypuefnið varð að
draga að i hestkerru alllanga leið.
Halldór var tvikvæntur. Fyrri kona
hans var Kristin Hallgrimsdóttir frá
Syðri Reistará. Hún lézt 13. febrúar
1933. bau Halldór höfðu gifzt á
gamlársdag árið 1917 og voru jafn-
aldra. Tvö fyrstu börn sin misstu þau
ung, sem áður segir. Börn þeirra á lifi
eru: Ólina kona Yngva Hjörleifssonar
ljósameistara Sjónvarps og Baldur
tx5ndi og skipasmiður að Hliðarenda
við Akureyri, kvæntur Jóhönnu Lárus-
dóttur úr Borgarnesi.
Seinni kona Halldórs var Sigriður
ólafsdóttir frá Bakkagerði. Dóttir
þeirra er Kristin kona Sigurðar Gests-
sonar brunavarðar á Akureyri.
I riti sinu Bændur og Búhagir, segir
Hannes Daviðsson frá Hofi svo ma. um
Búlandshjónin. „Gestrisni þeirra
hjóna var mikil, en komur manna tið-
ar til oddvitans. Þegar Halldór missti
Sigriði, hætti hann búskap og fór til
Hjalteyrar um sinn, en siðan til Akur-
eyrar, en þangað voru þá börn hans
flutt. Sveitungarnir standa i þakkar-
skuld við Halldór Ólafsson, hann var
hinn mætasti maður, sem og konur
hansbáðar.”Sigriðurlézt5. april 1960.
Heimili þeirra Halldórs og Sigriðar
var á æskuárum minum stór hluti
þeirrar veraldar, sem þá var, enda ná-
in samvinna milli þeirra bræðra Hall-
dórs og föður mins um ýmislegt i bú-
skap. Sigriður i Búlandi var lærð
saumakona og léku hannyrðir i hönd-
um hennar. Hún hafði lika dvalið i
Reykjavik og kynnzt þar fyrirmönn-
um. Bar heimili þeirra nokkurn svip af
þessu. Meiri heimsbragur rikti þar en
annars staðar, ogstraumur almennra
landsmála léku þar um stofu og eld-
hús. Búskapur þeirra hjóna var ekki
stór á nútima visu, en snyrtilegur
mjög og arðsamur eftir stærð.
Nú er þetta allt gengið sinn veg. Aðr-
ir smala nú ásana og móana suður að
læknum og niður að sjó. Túnið, sem
Halldór sléttaði verður að sjálfsögðu
slegið i sumar, en heimili þeirra Hall-
dórs og Sigriðar verður ekki endur-
reist. Þar sem ég átti þess ekki kost að
fylgja Halldóri frænda minum til graf-
ar, þykir mér hlyða að biðja maga
hans að bera keðju mina norður. Lýk
ég svo þessu máli með visu eftir bróð-
ur Halldórs, Ólaf Ólafsson frá Ytri
Bakka.
Alltaf breytist aldarfar
ekki eru tiðir samar.
Nú verða gömlu göturnar
gengnar aldrei framar.
Jón frá Pálmholti.
íslendingaþættir
Guðmundur Ingvar Guðmundsson,
netagerðarmeistari, Fjarðarstræti 2
Isafirði, andaðist i Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði 24. júni s.l. Hann var
fæddur á ísafirði 18. aprfl 1921 og voru
foreldrar hans Sigrún Kristjánsdóttir
og Guðmundur Salomonsson. Arsgam-
all fór hann i fóstur til h jónanna Stein-
unnar Guðmundsdótturog Eliasar Sig-
mundssonar, Fagrahvammi i Skutuls-
firði. Fáum árum siðar andaðist Stein-
unn, en eftir það var hann i umsjá
Albertinu dóttur þeirra hjónanna og
eftir að hún giftist Pétri Péturssyni,
ólst hann upp á heimili þeirra i Braut-
arholti og siðar á Grænagarði.
Guðmundur stundaði nám i Gagn-
fræðaskólanum á tsafirði, og einn vet-
ur var hann við nám i Laugaskóla i
Þingeyjarsýslu. Hann nam netagerð
hjá Pétri Njarðvik og lauk jafnframt á
þeim árum námi i Iðnskóla Isafjarðar.
Hann var einn af stofnendum Neta-
gerðar Vestfjarða h.f., ásamt Guð-
mundi Sveinssyni o.fl. árið 1954, og
eftir það vann hann stöðugt hjá þvi
fyrirtæki. Hann var talinn mjög fær
iðnaðarmaður isinni grein og afkasta-
maður mikill við störf, meðan hann
hafði heilsu. Það sýnir vel, hversu
mikils álits hann naut sem netagerð-
armaður, að fyrir nokkrum árum var
hann ráðinn til Indlands til að kenna
þarlendum meðferð neta og netagerð.
En eftir nokkurra mánaða dvöl við
þessi störf i Indlandi, varð hann fyrir
þvi slysi að fótbrotna og varð þvi að
hverfa heim miklu fyrr en ráð var
fyrir gert.
Guðmundur kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Helgu Kristjánsdóttur, 6.
október 1944 og áttu þau alltaí heima á
tsafirði. Þau eignuðust fjögur börn:
Kristján Rafn, sem er búsettur á Isa-
firði, kvæntur Ásthildi Hermannsdótt-
ur, Jóninu Elisu, búsett i Þingeyjar-
sýslu, gift Aðalsteini Jónssyni, Albert,
nemanda i verkfræðideild Háskóla ts-
lands og dóttur sem dó i frumbernsku.
Guðmundur t. Guðmundsson var
maður velviljaður, ágætlega vel gef-
inn, fróður og minnugur. Hann var
skemmtilegur i viðræðu og viðkynn-
ingu allri og jafnan fús til að leggja
hverju góðu máli lið. Hann var áhuga-
samur um þjóðfélagsmál og fylgdist
vel með i þeim efnum, og á velferðar-
málum bæjarfélags sins hafði hann
mikinn áhuga. Árum saman var hann i
stjórn Byggingarfélags verkamanna á
Isafirði. Hann var mikill unnandi
iþrótta og stundaði þær mikið fyrr á
árum, sérstaklega knattspyrnu og
skiðaiþróttina. Lengi var hann i stjórn
Knattspyrnuráðs tsafjarðar, bæði sem
formaður og gjaldkeri.
Með Guðmundi t. Guðmundssyni er
fallinn frá mætur maður og drengur
góður.
Ég votta Helgu og börnum þeirra,
sem og öðrum aðstandendum einlæga
samúð.
Jón A. Jóhannsson.