Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Qupperneq 3
þau nýbýlið Engi i Grafarholtslandi. A
miðjum aldri verða þau að hverfa það-
an og nti var ráðizt i að reisa nýtt býli i
Lágafellslandi og nefndu þau þaf
Hulduhóla. Þar undu þau sér vel. Þar
voru vistþeirra beztu ár, en áreynslu-
laust hefur það ekki verið að byggja
upp tvö nýbýli, bæði af grunni, og það
af litlum efnum. En þau voru samhent
um að sigrast á erfiðleikunum og þeim
tókst það. Þau eignuðust 4 börn, Krist-
rúnu, gifta Magnúsi Pálssyni járn-
smið, Sigurbjörgu, gifta Einari Hall-
grimssyni garðyrkjubónda, Gunnfríði
gifta Einari Jóhannessyni og Sigurður
Hreiðar blaðam. giftan Alfheiði Guð-
laugsdóttur. Auk þess ólu þau upp að
mestu Láru, dóttur Gunnfríðar.
Og árin líða. Systurnar stofna sín
eigin heimili, og sonurinn einn heima.
Hugur hans stendur til annars en að
verða bóndi. Heilsuleysi fer að gera
vart við sig hjá þeim hjónum. Nota
þau sér þá tækifæri, sem þeim býðst og
selja Hulduhóla og fá I staðinn hús i
Hlíöartúni og þar bjuggu þau meðan
þau lifðu.
Helga dó 26. ág. 1972 og voru þau þá
búin að vera rúm 50 ár I farsælu hjóna-
bandi. Þau voru bæði sóma manneskj-
ur, eins og þau áttu kyn til. Helga var
sérstæður persónuleiki, sem aldrei
gleymist þeim, sem henni kynntust,
alltaf sama jafnaðargeðið og léttleik-
inn. Þótt árin færðust yfir, var hún
jafn ung i anda. Með henni var gott að
vera eins og allri hennar fjölskyldu.
Hreiðari frænda minum og uppeldis-
bróöur á ég margt gott upp að unna,
frá því ég man fyrst eftir mér. Hann
var mér alltaf eins og bezti bróðir.
Með honum var gott að vera. Hann var
prúömenni til orðs og æðis. Hann tal-
aöi aldrei illa um neinn, alger bindind-
ismaður var hann og aldrei heyrði ég
hann segja ljótt orð. Hann var dulur að
eölisfari og fáskiptinn um annarra
hag, en við kynningu ræðinn og gat þá
brugðið á góðlátlegt gaman. Hann
unni sveitastörfum, haföi yndi af
skepnum. Það leið öllum mönnum og
málleysingjum vel I návist hans.
Þau hjón voru samhent I störfum
heimilisins og um uppeldi barna sinna,
enda bera börn þeirra þeim fegurst
vitni. Sambúð þeirra hjóna var frá
upphafi eitt tilhugalif. Eftir að Hreiðar
missti konu sina, naut hann aðhlynn-
ingar sonar sins og tengdadóttur, en
þau bjuggu i Hliðartúni 7.
Fyrir nokkrum vikum veiktist
Hreiöar af blóðtappa og andaðist hann
á Landspítalanum 27. júni s.l., 79 ára.
Ég trúi þvi, að nú, þegar frændi minn
er horfinn yfir móðuna miklu, hafi
hann mætt kærum og góðum ástvin-
um, sem á undan voru farnir. Börnum
hans og öðrum ástvinum sendi ég og
islendingaþættir
kona min innilegar samúðarkveðjur.
Guð gefi þeim að minningin um góðan
föður, afa og vin, verði þeim huggun i
sorginni. Far þú svo i friði, friður Guðs
þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðjón ólafsson
t
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt
hann Hreiðar Gottskálksson láta i ljósi
óþolinmæði með seinagang tilverunn-
ar utan fáum dögum fyrir andlátið, að
honum þótti seint ganga um ferð þá,
sem hver og einn leggur i siðasta sinn
á þessu tilvistarsviði, enda var hann
fararinnar albúinn og átti visrar heim-
komu von i þvi landi, sem mannssálin
þekkir af trúarvissunni einni, en fær
ekki skynjað venjulegum efnisrökum.
Þá ferð hefur hann nú lagt upp i þvi
hann andaðist 27. júni s.l.
Hreiðar var fæddur að Vatnshóli i
Austur-Landeyjum 9. april 1896 sonur
hjónanna Gottskálks Hreiðarssonar og
Sigurbjargar Sigurðardóttur, sem þar
bjuggu, einn þriggja bræðra, sem allir
komust til fullorðinsára, en systir
þeirra dó fárra mánaða gömul.
Móður sina missti Hreiðar 1910 og
flyzt skömmu siðar til Vestmannaeyja
með föður sinum, föðursystur og
bræörum en litil munu efni hafa verið
I búi, þvi, er Hreiðar var 16 ára gam-
all, reiðir faðir hans honum fáar krón-
ur og tjáir honum jafnframt að þaðan i
frá sé hann á eigin vegum um forsjá
alla.
Næstu árin stundar hann sjó, lengst
af hygg ég á vegum Stefáns i Skuld,
bæði frá Vestmannaeyjum, en einnig
var sótt til róðra frá Mjóafirði og
Bildudal.
Ekki mun Hreiðar hafa verið þess
fullviss, að sjómennska skyldi verða
hans ævistarf, þvi árið 1917 bregður
hann á það ráð að ráða sig sem vetrar-
mann að Grafarholti i Mosfellssveit.
Má meö sanni segja, að sú ákvörðun
hafi valdið straumhvörfum i llfi hans,
þvi að I einn stað heitbinzt hann einni
heimasætunni á bænum og gerist um
leið þegn i Mosfellssveit með þeim
ágætum, að ég er þess fullviss, að
þeim, sem kynntust honum siðar á
lifsleiðinni og ekki beinlinis þekktu til
uppruna hans, datt ekki I hug, að hann
hefði nokkurn tima átt aðra heima-
sveit.
Hreiöar og Helga Björnsdóttir gift-
ust 13. mai 1922 og hófu búskap að
Reynisvatni i Mosfellssveit. Árið 1926
reisa þau nýbýlið Engi i sömu sveit og
búa þar til 1930, er þau fiuttust að Þor-
móðsdal, en bæði var að aðstaða þar
varóhæg sem og að heilsa húsbóndans
varð fyrir áföllum og fluttu þau aftur
að Engi rúmum 3 árum siðar. Að Engi
búa þau svo til ársins 1946, er þau
máttu sæta þvi að utanaðkomandi
sveitarfélag leggur undir sig jörð
þeirra og hlutu þau þvi enn að flytjast
um set og réðust þá i að reisa annað
nýbýli og nú að Hulduhólum i Mos-
fellssveitþarsem þau bjuggu siðan eða
þartil þau hættu búskap fyrir nær ára-
tug og keyptu sér hús að Hliðartúni 7,
einnig i Mosfellssveit.
Þeim Hreiðari og Helgu varð fjög-
urra barna auðið, þeirra Kristrúnar,
Sigurbjargar, Gunnfriðar og Sigurðar
Hreiðars, og áttu, auk þess lifsláns að
sjá sin eigin börn þroskast til fulls
sjálfstæðis, þess yndis að njóta, að
fylgjast með stórum hópi mannvæn-
legra barnabarna vaxa úr grasi og
enda sjá hin fyrstu barnabarnabörnin.
1 litlu kvæði, sem vinkona þeirra
hjóna orti i tilefni trúlofunar þeirra,
segir: „Dagleg sambönd hugsun hlý/
heilbrigð gleði, vinna/ hver fær betra
efni I/ ársal vona sinna”, og má með
sanni segja að var spámannlega mælt.
Margur getur séð skemmtilegar og
skoplegar hliðar tilverunnar, en það er
fáum gefið að miðla þvi til annarra svo
njóta megi en þó græskulaust, en þar
sem I öðru, varmeð þeim hjónum mik-
ið jafnræði. Þau var gott heim að
sækja frændum og vinum, þar leiddist
engum, og ég hygg að vandfundið
verði jafn fallegt hjónaband og þeirra
Helgu og Hreiðars, sem e.t.v. sást þó
aldrei betur, en i umhyggju hans fyrir
henni siðustu árin, sem hún lifði og
striddi við erfiðan og langvarandi
sjúkdóm, og var þó Hreiðar þá heilsu-
tæpur sjálfur, en konu sina missti hann
fyrir réttum 3 árum.
Það hefur löngum verið hlutskipti
einyrkjans að þurfa að leita tekna utan
heimilis, auk venjulegra bústarfa, og
fór Hreiðar ei varhluta af þvi og þótt
ungum sveini, þeim, sem þetta skrifar
nú, hafi þótt sjálfgefið, að hans vinir
hlytu að veljast til þeirra starfa, sem
vandi og ábyrgð fylgdu, lærðist það
seinna að meira þurfti til. Efni og að-
stæður skömmtuðu Hreiðari skóla-
göngu ekki aðra en þess tfma tak-
markaða barnafræðslu og siðar einn
vetur I Samvinnuskólanum. En verk-
kunnátta, handlagni og vandvirkni
auk þekkingar og lífsreynslu hins
greinda manns gerðu vel að vega þar á
móti og eru um það mörg dæmin, en
svo sem i visunni sagði, það varð ærin
vinna oft á tiðum.
Um málefni sveitar sinnar lét
Hreiðar sér annt. Hann var meðhjálp-
ari i Lágafellskirkju til fjölda ára.
Hann var annar helzti forgöngumaður
um endurreisn söngkórs kirkjunnar og
3