Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Blaðsíða 6
r r
Magnús A. Arnason
Ketu
Fæddur 6. ágúst 1891.
Dáinn 10. febrúar 1975.
Magnús var fæddur að Lundi i Stiflu,
Holtshreppi i Skagafjarðarsýslu, 6.
ágúst áriö 1891. Foreldrar hans voru
Árni Magnússon og Baldvina Ás-
grimsdóttir er bjuggu i Lundi frá 1887
til 1898. Hann var ættaður frá Illuga-
stöðum I Austurfljótum sonur hjón-
anna er þar bjuggu frá 1874 til 1883,
Magnúsar Ásmundssonar og Ingi-
bjargar Sölvadóttur. Foreldrar Bald-
vinu voru Asgrimur Ásmundsson og
Guðrún Sveinsdóttir erbjuggu á Skeiði
i Fljótum frá 1847 til 1874. Þessar ættir
eru bændaættir I beztu röð hér um
sveitir. bau Árni og Baldvina hófu bú-
skap i Lundi árið 1887 og flytja þaðan
árið 1898 að Enni á Höfðaströnd og
þaöan árið 1903 að Ketu á Skaga. Og
þar meö er búferlaflutningi þeirra
hjóna að mestu lokið um langan tima.
Þó könnuðu þau skagann viðar en á
Ketu, —bjuggubæði á Syöra-Marlandi
og Neðra-Nesi og við þá jörð féll þeim
einna bezt bújarða sinna. Landgæði
fyrir búsmala var mest og bezt i
Lundi, en Neðra-Nes hafði fleira til
sins gagns en landgæði. Þau Arni og
Baldvina færðu Skefilsstaðahr. mjög
álitl. hóp upprennandi æsku. Æsku,
er átti eftir að sýna og sanna mikinn
manndóm um langt árabil. Einn son
átti Arni áður en hann giftist, Guð-
brand Arnason i Aurbæ, — fór hann
ekki meö þessari fjölskyldu og ekki úr
Fljótum.
A Skaga barst þessi fjölskylda fram
I fátækt þeirra tlma, fyrst i staö. En
börn þeirra hjóna voru öll bráðdugleg
og þeim hagfræði i blóö borin. Elztu
bræðurnir lika að verða hlutgengir til
sjós, hvar sem var, og þaö var stórt
atriöi á Skaga. Oft minntust þeir bræð-
ur Asmundur og Magnús þessa tima-
bils og mikið þótti þeim vænt um hinn
harðduglega og skemmtilega formann
sinn, Stein á Hrauni. A hann minntust
þeir oft meö hlýhug og virðingu. Hefur
hann án efa oft verið búinn að færa
björg að búum þeirra útskagamanna.
Áriö 1920 tekur Magnús viö búsforráð-
um i Ketu og ráðskona hans Sigur-
björg Sveinsdóttir, er siöar varð kona
6
hans. 1 Ketu bjuggu þau stóru og gagn-
sömu búi og sannaðist fljótt á Magnúsi
hið forna spakmæli, „flestum kippir i
kynið”, en Magnús afi hans á Illuga-
stöðum var einn mesti búhöldur i
Fljótum og þó viðar væri leitað, far-
sæll fyrirhyggjumaður, sem öllum
vildi vel. Hygg ég flestir ættmenn hans
hefðu viljað vera honum likir, — látum
Njál segja frá: „Honum munu flestir
trúa”, stendur þar. Þannig er aö hafa
almenna hylli. Hana hafði Magnús á
Illugastöðum, afi Magnúsar I Ketu, og
ég hygg, að hann hafi erft æöi mikið af
hans beztu eiginleikum. Að vera vinur
vina sinna, heilráður og hjálpsamur og
vilja öllum vel, mun hafa verið kjörorö
þeirra beggja.
1 Ketu breytti Magnús miklu órækt-
arlandi i sléttan töðuvöll, endurbætti
og stækkaði heyhlöður og girðingar.
Iveruhús úr steinsteypu ætlaði hann aö
byggja tvisvar I Ketu, en varð fyrir ó-
höppum I bæði skiptin, svo af þvi varð
ekki. En þó eldri bær væri I Ketu, var
þar ánægjulegt að koma. Bærinn var
allstór, þurr og þrifalegur og bar hús-
ráðendum gott vitni um umgengni og
þrifnað. Og að tala við þau Magnús og
Sigurbjörgu var bæði fræöandi og
skemmtilegt. Glaðværð og gestrisni
prýddi heimilið I Ketu, og það fóru
flestir glaðari þar úr garði en þeir
komu. Þannig er Islenzkri gestrisni
bezt lýst, aö hún nái almanna hylli.
Eins og áður er sagt, bjuggu þau
Magnús og Sigurbjörg stóru fjárbúi i
Ketu. Hitt var ósagt hvað stór fjárbú á
Skaga þurfa mikiö eftirlit, fénaðarferö
er þar ærin, bæöi til fjalls og fjöru og
Magnús.er hirti fé sitt með afbrigðum
vel, fór að þola gang illa. Og þegar svo
var komið, sá hann sér ekki fært að
búa lengur i Ketu Keypti þá hús á
Sauðárkróki og flutti þangað, en sárs-
aukalaust mun það ekki hafa veriö
þeim hjónum að fara frá Ketu. Fjögur
menntuð og mannvænleg börn áttu
þau hjón er þau fóru af Skaga.
1. Ragnar, löggiltur endurskoðandi,
kvæntur Gróu Bæringsdóttur.
2. Siguröur, heildsali, kvæntur Guð-
rúnu Lilju Halldórsdóttur.
3. Magnús, fullfrúi, kvæntur
Hansinu Sigurðardóttur.
4. Ester, húsfreyja i Astraliu, gift
Ingva H. Magnússyni, auglýsinga-
teiknara.
Einn son átti Sigurbjörg frá fyrra
hjónabandi, Rafn Guðmundsson,
fæddan 21.06. ’12. .
A Sauðárkróki vann Magnús að
ýmsum störfum og féll þau allvel, en
flutti þaðan tii Reykjavikur 1947, þvi
börn þeirra voru þá setzt þar að. Þar
bjuggu þau fyrst á Hringbraut 109, sið-
ar á Skarphéðinsgötu 16 og vann
Magnús viö fiskverzlun. Var þar, sem
alls staðar er hann kom nærri, áreið-
anlegur og mikils metinn. Konu sina,
er hann unni mjög, missti hann árið
1959.
Svo voru þau lík, Magnús og Sigur-
björg, að gáfum og gjörvuleika, að un-
un var þau að lita. Var sem náttúran
sjálf hefði lagt sig alla fram að gjöra
þau sem bezt úr garði. Þannig geta ör-
lögin spunnið sinn vef um menn og
málefni, og fer þá vel, ef gæfa fylgir
gjörvuleika til enda.
Haf þökk fyrir kynnin, kæri frændi
minn, liði þér vel á landinu eilifa, þar
sem Guð og góðar vættir vaka yfir vel-
ferð þinni.
Blessuð sé þin minning.
Jón Guðbrandsson.
Islendingaþættir