Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 8
Þórarinn Sigurgeirsson frá Hömluholtum Þegar ég var ungur fannst mér ekk- ert ægilegra en dauöinn, ogenda þótt hann væri þá- i þeirri órafjarölægö viö mig, aö koma hans var ekki umtals- verð, voru ætið einhverjir mér kærir i yfirvofandi hættu. Nú sit ég á bjartri júninóttu, miðaldramaður, og gleðst vegna þess að einn af velgjörðarmönn- um minum hefur dregið tjaldhæla sina úr jörðu. Löpgu erfiðu veikindastriði er lokið á þann hátt einan sem farsæll getur talist rosknum manni og fár- sjúkum. Svona breytast sjönarmiðin með árunum. Þórarinn Sigurgeirsson frá Hömlu- lioltum i Hnappadalssýslu lést á sjúkrahúsi.i Keflavik s.l. laugardag. Þegar mérer sagt lát hans reikar hug- urinn áratugi til baka. 6g man Þór- arinn vel frá æskuárum minum. Hann var oftsinnis gestur á bernskuheimili minuogáttiþangaðættiraðrekja. Um margt var hann eftirminnilegur mað- ur, — glaður, skemmtinn, hafði rikan húmor og frjóa kimnigáfu, og átti það sameiginlegt öðrum systkinum sinum. Einn var þó sá eiginleiki sem öðru fremur gerði hann sérstæðan og að nokkru frábrugðinn flestum öðrum. Hann hugsaði ætiö og ævinlega um annarra hag fyrst og fremst en ekki eða þá svo litið um sina eigin velferö, að það gat oltsinnis tæplega talizt forsvaranlegt. Allt hans starf var fórn- arstarf, án krafna um þakkir eða verð- ug laun. Þessa nutu margir, — sumir óverðskuldað, þar i flokki er höfundur þessara orða. Nú kveð ég Þórarinn vin minn með trega, og blöndnu gleði þó. Hann var vammlaus maður og heill. Hann var fórnfús og hjartagóður. Störf hans i annarra þágu urðu honum ekki erfið, þvi neistinn kom að innan, sýndar- mennskan var honum fjærstur eigin- leika. Ekki veit ég hvernig háttar til að baki tjaldsins mikla sem skilur á milli lifs og dauða, og geri mér ekki hug- myndir þar um. En fari svo að þar sé um að ræða einhvers konar erfiðleika i svipuðu formi og við þekkjum héðan, þá kýs ég mér Þórarinn til föruneytis. Þangað til læl eg na gja og linnst við hæfi að kveöja hann með broti úr kveðjuljóði eftir stórskáldið Guðmund Böðvarsson. „Hve skammt nær vor siðbúna þökk iþögnina inn, sem þulin er likt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund er ihinzta sinn hans stirðnuðu hönd vér þrýstum i kveðjuskyni. Og fátæklegt er orðið og fáskrúðug tjáning hver er fetar sig áfram vor hugur um tregansslóðir. — En hvað mundu orð og hámæli geðjastþér? lÞloi'iastur munn.i varst þu. minn vinurog bróðir.” Kristján Benjamínsson islendingaþættir 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.