Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 6
Þórður Andrésson Þór&ur Andrésson andabist um há- degisbil miövikudaginn 28. þ.m. eftir erfiöa og þungbæra legu. Hann æBraB- ist aldrei en var ákfalega þakklátur þeim, sem gerBu honum banaleguna léttbærari og átti þarhlut aB máli bæBi hjúkrunarliB og eiginkona og dætur. Eiginkona hans sat hjá honum og hélt mjúkri hendi um hönd hans er hann tók siBustu andvörpin. Þannig má segjaaö þaufylgdustaBilifiog dauBa, samhent og góBviljuö, en vildu hvers manns vanda leysa. Þóröur Adrésson var fæddur á Þór- isstööum i'Gufudalssveit A-Barö. hinn 25. sept. áriB 1903. Foreldrar hans voru hjónin Andrés Sigurösson Jónssonar i MUlakoti. Hans kona var Jóhanna MagnUsdóttir Andréssonar i Veiöi- leysu á Ströndum, og GuBrún Sigriöur frá KleifastöBum Jónsdóttir Jóns- sonar Guönasonar og ValgerBur Haf- liöadóttir dótturdóttir ÞórBarMagnUs- sonar á Laugabóli viö Djúp. Þóröur stundaöi sjómennsku 1916-34 bóndi aB Hjöllum i Gufudalssveit 1934- 47, verkamaöur i Reykjavik og viöar 1947-50 og 54-56. Sjúklingur aB Vifils- stööum 1950-54. Bóndi á ÞórisstöB- um i' Gufudalshreppi frá 1956-65 aö hann fluttist til Reykjavikur. Hann sat ihreppsnefnd 1932-47 þar af 13 ár odd- viti. Aftur oddviti 1956-62. 1 skatta- nefnd 1932-47 og frá 1956-65. Foröa- gæzlum. og fóBurbirgBamaöur frá 1930-47. FormaBur brunabótafélags Gufudalshrepps 1960-62. Bréfhirö- ingarmaöur 1944-47 og frá 1956-65. Fyrri kona hans var Þórey Jónina 25. nóv. 1916, Stefánsdóttir bónda aB ArnórSstöBum Jónssonar og SigriBur Hjálmarsdóttir frá BrandstöBum. Þau skildu. SfBari kona hans frá 17. des. 1955 Helga GuBriöur VesturliBadóttir bónda f Vatnadal i Súgandafiröi GuBnasonar. Af úpptalningu embætta i þágu sveitar sinnar má ráBa hviliks trúnaö- ar ÞórBur heitinn naut og aldrei hefur annaö heyrzt en honum hafi farizt öll störf vel úr hendi. Þar fór saman geB- prýBi og réttlætiskennd, sáttfýsi og velvild til granna sinna. Eins og fram kemur hér aö ofan átti ÞórBur mjög viB vanheilsu aö striöa, sem þó aftraöi honum ekki hjá aB stunda störf sin er kraftar leyföu og alltaf tók hann upp þráöinn aö nýju er upp var staBiB úr þungbærri legu. Fljótlega eftir aö hann fluttist til Reykjavikur hóf hann störf hjá OlgerB Egils Skallagrimssonar h.f. og naut hann þar velvildar og trausts jafnt vinnuveitanda og samstarfsfólks og veit ég, aö hann mundi þakka sem vert er þeim öllum ef i hann imætti mala. Þóröurvar meB afbrigöum glæsileg- ur maBur, hávaxinn og beinvaxinn, þrekinn og samsvaraöi sér vel. Hann hafBi mjúktog frittandlit, vel limaöur, hægur I allri framkomu, svo aö manni fannst hann stundum feiminn sem þó ekki var.heldureölislæg hlédrægni þvi aö engan vildi hann skyggja á. Er hann hóf mals á einhverju var frá- sögnin skýr og málfariB skörulegt og óspillt af nútima oröskripum. Hann fylgdist vel meB hræringum þjóölifs- ins las og tileinkaöi sér hiö bezta úr nú- tima bókmenntum og oft var þaö svo, aö manni fannst maöur sitja viö vizku- brunn er setiö var hjá Þóröi og hlýtt á hann rekja efnisþráö nyútkominna bóka. Bækur voru Þóröi sem háskóla- nám litt skólagengnum alþýöumanni. MeB fyrri konu sinni átti Þóröur þrjár dætur: Hjálmfrlöi sem gift er undirrituBum, Jónu Rut sem gift er Högna Jónssyni innheimtumanni og Sigriöi sem er ógift. Þau Þóröur og Helga eignuBust ekki börn — og þó. Fljótlega eftir aö suöur kom settu þau á stofn heimili fyrir börn meö sérþarf- ir, sem útheimtir bæöi þolinmæöi og umhyggjusemi. ÞaB var sannarlega gaman aö koma til þeirra hjóna og fylgjast meö framförum barnanna, og sjá ogfinna kurteisi þeirra og viröingu fyrir hinum nýju foreldrum sinum. Framkoma þeirra var óaBfinnanleg og bæri eitthvaö út af var skilningi aB mæta og þau hjón leystu, samhent aö vanda, úr öllum hnútum sem hlaupa vildu á þráöinn. A Helgu mæddi mest er maöur henn- ar var aö heiman vegna vinnu sinnar, og á sinn hljóöláta hátt fregnaöi hann hvort nokkuö heföi fariö úrskeiöis þann daginn. Raunar þurftihann ekki aB spyrja, alltlá svo ljóst fyrir. Börnin fögnuöu honum sem fööur og drógu niöur i hljómflutningstækjunum svo aö fósturfaöir þeirra gæti lagt sig og hvllzt I næöi eftir vel unninn starfsdag. í þvi var tillitssemi þeirra og viröing fólgin. Eftir aB vinnugeta þeirra var komin á þaö stig aö þau voru oröin gjaldgeng á vinnumarkaBnum, sum heima hjá þeim en önnur farin, leituöu þau alltaf heim til ÞórBar og Helgu, bæBi til aö gleöjast meö þeim eöa þiggja góö ráö og leiöbeiningar ef lifiö reyndist eim andsnúiB. Þar var alltaf hlýtthúsog vinum aö mæta eins og sá sem kom v einn úr fjölskyldunni, sem og var. Nú er fjölskyldan harmi lostin. Ast- kær vinurer kvaddur. Eiginkonan ber harm sinn i hljóöi og hefur hún þó mest misst. Hjónaband þeirra var ástrikt og birtist I gagnkvæmri viröingu. Fátæk- leg orB segja litiö en fyrirheit uppris- unnar lofa miklu. Meö þeim oröum kveö ég drengskaparmanninn ÞórB Andrésson- Blessuö sé minning hans. llalkiór Stefánsson. t Ég er á langferB um lifsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góöur gaf, ég glaöur fer eftir henni. Mig ber aö dýrölegum ljósum löndum þar llfsins tré gróa á fögrum ströndum viB sumaryl og sólardýrö. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.