Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 2
lokaprófs eftir 3 1/2 ár, fór siöan námsferö til Parisar. Úr þeirri för stefndi hann heim til foreldrahúsa 1929, kvæntur danskri konu, Karenu Agnetu Enevoldsen, skólasystur sinni frá háskólanum, listmálara aó námi. Það var saga til næsta bæjar að segja frá listmálurunum háskóla- gengnu i Kilakoti, saga sem lyfti Keld- hverfingum, þessum sjálfmenntuöu heimalingum upp á nýtt tilverusvið. Sveinn var sami Sveinn og áður og „danska frúin” féll inn í torfbæjalifið eins og hún hefði aldrei annaö þekkt. Eitthvert fyrsta málverkið sem Sveinn gerði eftir að hann kom heim var altaristafla fyrir Húsavikurkirkju sem þegar varö fræg. Hún var svo stór að heima I Kilakoti varðhún ekki unn- in. En I fundahúsinu á Grásiðu var við- unandi aðstaða við gerð töflunnar, og þangað var ekki nema 10-15 minútna gangur frá Kilakoti. Þama var hún unnin þessi sérstæða og nýstárlega altaristafla sem túlkaði Lasarus vak- inn til lifsins, eitt af kraftaverkum Krists. Islenzkur málari vék út af hinni kirkjulegu hefðbundnu list. Vissi hann hvernig þetta hafði gerzt? Hver þorði að trúa þvi að þannig hefði það verið? Og hvi skyldi það ekki hafa verið svo? Menn fóru að hugsa upp- hátt, en ekkert geröist. A Húsavik var frjálslynt fólk. Svo var hún vigð þessi altaristafla til einnar fegurstu kirkju landsins og þar blasir hún viö augum kirkjugesta. Þetta verk Sveins Þórarinssonar lýsir sér sjálft. Það markaði timamót. Það mun lifa aldir og gildi þess mun aukast þvi lengra sem llður. Eftir nokkurra missera dvöl i Kila- koti brá Sveinn á það ráð að taka smá- jörðinaByrgi til ábúðar. Naumasthef- ur hann verið fjáður um þær mundir. Bærinn i Byrgi var ekki nothæfur og Sveinn réðist þegar i byggingu ibúöar- húss hvar i var nýstárleg vinnustofa fyrir málarana. Samtimis veitti Sveinn neyzluvatn heim að býlinu lang an veg og kom upp orkustöð til ljósa með furðulegum hætti sem að visu ent- ist stutt. Með undra hraða var allt þetta framkvæmt en óbúmannlegum að sumra mati þvi bústofn var harla smár. Samhliða unnu hjónin að list- grein sinni.Dvöl þeirra heima iKeldu- hverfistóð i nokkur ár, en oft voru þau i Reykjavik á vetrum eða á öðrum stöðum að mála og halda sýningar. Gott var listmálurum tilfanga á sumr- um heima i Byrgi og hvarvegna i ná- grenni. Þó gaf auga leið um þaö aö málarahjónin mundu ekki veröa mosagróin i sveitinni. Þegar siöari heimsstyrjöldin skall yfir sumariö 1939 voru þau Sveinn og Karen stödd I Kaupmannahöfn ásamt sjö ára syni 2 sinum, Karli Kristjáni. Fjölskyldan kom til Reykjavíkur með Esju frá Petsamó og seltist þar að. Lifshlaup hennar siðan hefur verið rakiö af öðrum. Sveinn Þórarinsson er mér einna minnisstæðastur minna jafnaldra og æskufélaga, meðal annars fyrir hve sérstæður hann var. Við lærðum sund við Litlá vor eftir vor hjá ágætum kennara og stunduðum aðrar iþróttir jafnframt svo sem knattspyrnu, glim- ur, hlaup og stökk alls konar, eltinga- leik og áflog i góðu. Þær hemingju- stundir treysti ég mér ekki að færa til bókar. Þessu héldum við svo áfram flesta sunnudaga sumarsins. Hug- kvæmni Sveins og áhugi, dugnaður hans og færni, forvitnileikinn við hann skapaði þá mynd sem ekki máist þó mannsævi liði. Nokkrum árum siðar (1914) unnum við saman á vortima með vinnu- flokki við að leggja langa girðingu. Viö vorum látnir rekja gaddavir af rúllum á ójöfnu landi með frumstæðum hætti. Það var ekki gott verk. Ég minnist þess ekki að hafa siðan haft betri vinnufélaga vegna dugnaðar hans, verkiagni og ósérhlifni en mest var þó um vert skemmtilegheitin, skýja- borgirnar og bollaleggingarnar um framtiðina. Við minntumst ekki á stelpur þó skömm sé frá að segja. En umræðan stóð frá morgni til kvölds, dag eftir dag, eftir þvi sem ég bezt man. Við vorum ákaflega stórhuga og vildum öllu breyta. Ég held aö okkur hafi dvalizt lengst við ráðagerðir um ýmiss konar uppfinningar til þess aö létta vinnubrögð, auka afköst og draga úr þrældómi. Einhverjar af okk- ar hugmyndum uröu að veruleika siðar að visu án okkar tilverknaðar. Eftir aö búseta breyttist kom það nokkrum sinnum fyrir aðvið hittumsti Reykjavik og tækjum tal saman sem tognaði úr. Þótt skipt væri um áhuga- svið hjá báöum, varð umræðan fersk og nýstárleg eins og i gamla daga. Siðustu áratugina auðnaðist okkur ekki að hittast. Ég endurtek þakkir minar til Sveins Þórarinssonar fyrir gömlu kynnin, fyriralltog allt. Eftirlifandi konu hans syni þeirra og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. J. Th. Arnfred Mig langar tii að biöja Timann fyrir stutta minningargrein um merkan skólamann og menningarfrömuð danskan: J. Th. Arnfred. Hann hét fullu nafni Jens Therkelsen Arnfred. Fæddur var hann áriö 188», og þvi orö- inn háaldraður, er hann lézt, hinn 22. mai' s.l. Margir Islendingar könnuöust viö Arnfred, þvi að hann var kennari i As- kov frá 1910 og forstöðumaður lýöhá- skólans á árunum 1928-1953. Þeir eru orðnir margir íslendingamir, sem stundað hafa nám i þessum ágæta skóla. Arnfred var verkfræöingur aö menntun, en kennsla varð ævistarf hans á langri ævi. Hann var vel máli farinn, virðulegur I fasi, vakti traust og átti auðvelt með að sameina fólk til átaka. Ég hlýddi á Arnfred, er ég var nem- andi á júlinámskeiði fyrir kennara i Askov 1964. Þráttfyrir háan aldur þá, var Arnfred hinn hressasti og engan bilbug á honum að finna. Hann var aö vlsu hættur aö vera fastur kennri viö skólann fyrir alllöngu, en var enn tengdur honum meö fyrirlestrahaldi. Amfred og Askov voru daðskiljanleg- ir. Aðalviðfangsefni Arnfreds var sið- fræði (etikkens grundlag). Mér fannst Arnfred greinagóður, ekki sizt er hann svaraöi spurningum nemenda að er- indum loknum. Enginn geröi sér dælt viö hann, þvi aö myndugleiki hans var svo auðsær. En undir sló hlýtt hjarta. islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.