Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.02.1979, Blaðsíða 8
Jón Sigurðsson skólastjóri Fæddur 15. mai 1895 Dáinn 16. jandar 1979 23. jan. s.l. var til moldar borinn mjög merkur skólamabur, Jón Sigurösson skólastjóri. 011 hans störf einkenndust af áhuga,bjartsýni og stórhug og hann gekk jafnan heill og óskiptur aö hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Jón Sigurösson fæddist 15. mai 1895 aö Hjartarstööum i Eiöaþinghá Suöur-MUla- sýslu, Foreldrar hans voru hjónin Ragn- hildur Einarsdóttir og Siguröur Magniís- son. Jón var yngstur sinna systkina. Ungur aö árum eöa 8 ára gamall missti hann fööur sinn. Snemma mun hugur Jóns Sigurössonar hafa staöiö til lærdóms og mennta en fé- leysiogfleirierfiöleikar seinkuöu nokkuö þeirri för. 26 ára gamall tók Jón kennarapróf. En hann lét ekki þar viö sitja. Hann vildi afla sér meiri þekkingar og menntunar. Oft sigldi hann til fram- haldsnáms, lengst dvaldi hann f Englandi og Þýskalandi Fram til 1930 kenndi Jón Sigurösson á ýmsum stööum á landinu. Haustiö 1930 veröur hann kennari viö Austurbæjar- skólann og yfirkennari þar ári siöar. Ariö 1935 veröa þáttaskil i ævi Jóns Sigurössonar er hann tekur aö sér stjórn Laugarnesskóla sem var stofnaöur sama ár. Skólahverfiö var f fyrstu afar viölent ogstrjálbýlt en byggöin þéttist fljótt og nemendum fjölgaöi ört. Þegar flest var mun tala nemenda Laugarnesskóla hafa nálgast 2000. Þaö segir sig sjálft aö á frumbýlings- árunum hefur veriö viö marga erfiöleika aö gltma. Jón SigurÖ6Son var gæddur miklum lifsþrótti og gekk ótrauöur fram I þvl aö sigra alla erfiöleika og móta starf og stefnu skólans. Þaö skiptir ósegjanlega miklu máli fyrir viökomandi ibúa hvernig til tekst i skólamálum. Eg tel aö Laugamesbúar og þeir sem áttu skólasókn i Laugarnesskóla hafi veriö heppnir aö Jón Sigurösson skyldi veljast til forystu viö aö móta nýjan skóla i bæjarhluta sem var aö byggjast upp. Verulegur hluti af lifsstarfi Jóns Sigurössonar var helgaöur Laugarnes- skóla. Hér var hann skólastjóri um þrjá- tiu ára skeiö (1935-1965). A þessum árum tókskólinn miklum breytingum og veröur 8 sú þróun ekki rakin hér. En segja má aö saga Laugarnesskóla og saga Jóns Sigurössonar fléttist mjög saman. Jón Sigurösson var ákaflega hug- myndarikur og vildi koma miklu i verk. Sumar hugsjónir hans voru e.t.v. ekki alltaf raunhæfar eöa framkvæmanlegar. En mörgu kom Jón I framkvæmd af hugöarefnum sinum. Verkin hans tala sinu máli hér i Laugamesskóla. Ég vil nefna sem dæmi náttúrugripasafniö og hiö veglega bókasafn i kennarastofu skól- ans. Fleira mætti nefna sem Jón Sigurös- son átti mestan þátt i aö koma á fót og lýsir manninum betur en orö fá gert. Alla tiöfylgdist Jón af áhuga meö hvers konar nýjungum i skólamálum. Unga kennara sem störfuöu viö skólann hvatti hann til dáöa og aö afla sér meiri mennt- unarog leita nýrra leiöa i kennsluháttum. Ég kom aö Laugarnesskóla haustiö 1949. Þá og næstu árin var skólinn fjöl- mennastur og þrengslin mest. Margs hef ég aö minnastfrá þessum árum og margt aö þakka húsbónda minum Jóni Sigurös- syni. Hann var góöur húsbóndiog til hans var gott aö ieita. Hann var einbejttur og gat veriö ráörikur en umfram alit hjarta- hlýr. Hann bar mikla umhyggju fyrir vel- ferö starfsmanna sinna og nemenda og örvaöi okkur meö lifsgleöi sinni og starfs- þrótti. Ég veit aö kennarar skólans, þeir sem kynntust Jóni Sigurössyni hugsa til hans meöhlýhug ogþakklæti. Þaö er trúa min aö hiö sama megi segja um nem- endur. Ariö 1937 kvæntist Jón Sigurösson frú Katrinu Viöar, mikilhæfri mannkosta- konu. Þau hjón voru mjög samtaka og samhent. Eitt af mörgum áhugamálum þeirra var skógrækt og söfnun jurta. Þau komu sér upp m jög merkilegu plöntusafni viö sumarhús sitt viö Þingvallavatn. Flestar islenskar jurtir, aörar en vatna- jurtir var þar aö finna. Sumar eftir sumar feröuöust þau um landiö I leit aö sjáldgæf- um plöntum til aö gróöursetja viö bústaö sinn. A 175 ára afmæli Reykjavikur 18. ágúst 1961 gáfu þau hjón Grasagaröi Reykjavik- ur i Laugardal mikiö plöntusafn og siöan munu þau jafnan hafa tekiö eintak handa Laugardalsgaröinum I hvert sinn er þau fundu nýja jurt. Ég hygg aö hiklaust megi segja aö Jón Sigurösson hafi veriö gæfumaöur. Hann var jafnan lifsglaöur og bjartsýnn unn- andi fagurra lista og naut hins fagra og góöa i tilverunni. Ég kveö Jón Sigurösson skólastjóra meöeinlægu þakklæti og viröingu. Eigin- konu hans frú Katrinu Viöar og ööru venslafólki sendi ég smúöarkveöjur. Þorsteinn ólafsson Ingvar G. Brynjólfsson Framhald af bls. 3 skiöamaöur og göngugarpur. Og hann lét ekki hugfallast þótt heilsulániö brygöist, heldur hélt hress og ótrauöur áfram meöan hann gat staöiö uppi. Hugleiöiö þaö aö fyrir ykkur liggur einnig aö eldast, mæta vonbrigöum ekki siöur en gleöi, heilsubresti ekki siöur en hreysti. Hugleiöiö þaö aö öll erum viö undir ör- lög seld og aö allt á sér enda. Fyrir okkur öllumliggur aö hrörna og deyja og enginn veit hvenær aö þeim lokum kemur. Og þegar horfast skal i augu viö eigin hrörnun og endalok stoöar hvorki auöur né völd, heldur aöeins sá andans þróttur sem maöur ávinnursér sjálfur meö þvi aö leggja rækt viö hug sinn og hjarta. Hug- leiöiö þetta vel. Skólinn kveöur Ingvar Brynjólfsson meö þökk fyrir langt og farsælt starf, viö samkennarar hans þökkum honum liönar samverustundir og góöa samfylgd, nem- endur hans þakka honuip kennslu og sam- veru og viö öll vottum fjölskyldu hans innilega samúö okkar. Guömundur Arnlaugsson. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.