Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Síða 1
ÍSLEN DING AÞÆTTIR Laugardagur 3. mars 1979 — 7. tbl. TIMANS Sveinbjörn Jónsson bóndi Snorrastöðum Aöfaranótt 19. jan . lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastööum i Kolbeins- staöahreppi. Sveinbjörn fæddist aö Snorrastööum 4. sept. 1894 og var þvi á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guömundssonar og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur. Hann ólst upp á Snorrastööum i hópi margra systkina á miklu menningar- heimili. Tvitugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfs- sonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Aönámi loknusnerihannaftur heim og vann aö búi foreldra sinna fyrst i staö. Hann tók aö sér barnakennslu i Kol- beinsstaöahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt aö mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Siöan varð hlé I fjóra vetur. Þá tók hann viökennslustarfi afturoghélt þvi samfellt tií 1959 eða i 30 vetur. HannhófbúskapáSnorrastööum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess aö Magnús lést 1955. í fyrstu stóöMargrét systir þeirra fyrir búi meöþeim bræörum en voriö 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhannesdóttir frá Haukatungui Kolbeinsstaðahreppi og lifir hún mann sinn. Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt I félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraös ogkom viöa viö i þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aörir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmenna- félaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraössambandsins á stofn- fundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sam- bandsins á fjörutiu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 aö hann var kosinn aftur i hreppsnefhdina og sat þá i henni átta ár sem oddviti.En oddviti var hann alls i 12 ár. Sýslunefndarmaöur var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaöarfulltrúi fyrir Kolbeins- staöakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaöarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á bunaöarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fund- um Kaupfélags Borgfiröinga. Hann haföi mikinn áhuga á framförum á sviöi land- búnaöar og taldi aö samvinna bænda gæti leyst ýms vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap meöráöum og dáö fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn i' nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1%2. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeins- staðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanveröu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Þaö mátti segja aö um áratugi væri Sveinbjörneinn mestifélagsmálamaöur á Snæfellsnesi oghann kæmi nær alls staöar við sögu i þvl efni. Hann var skemmtilegur fundarmaöur, — gamansamur I ræöuflutningi og talaöi gott málenda fjöllesinnog sérlega næmur á þau efni. A Snorrastööum var bókleg iöja stund- uö meir en títt er almennt, ogef gesti bar þar aö garöi var gjarnan rætt um bók- menntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að liöa. Snorra- staöaheimilið hefur veriö menningarset- ur og margur hefur komiö þangaö og notiö þess aö fræöast og gleöjast af viðræöum viö heimilisfólkið. Þjóöleg gestrisnihefur veriö rækt þar eins og best veröur gert. Snorrastaöir liggja suöaustanvert viö Eldborgarhraun. Land jaröarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beiti- land er einnig viðáttumikiö. Þar ilmar sterkt I gróandanum á vorin. Selveiöi er I Kaldárósi og litilsháttar veiöi I Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjar- stæöi er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi meö foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggöi nýbýliö Snorrastaöi II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskaparumsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan veriö samhent viö dag- leg störf og farist farsællega búrekstur- inn. Sveinbjörn varö fyrir þvi aö veikjast á góöum starfsaldri eöa um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparum- svifum, þó hann nyti I þvl efni bróöur slns Kristjáns, sem alla tiö hefður veriö I búskapnum meö honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aöstoö- uöu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaöi Sveinbjörn aldrei viö og dró hann sig þvl I hlé bæöi I félagsmálum og einnig smám saman I búskapnum lika. En meö litilli áreynslu leiö honum miklu betur og var jafiian hress og glaður til hinstu stundar. En hann andaöist á heilsuhælinu 1 Hvera- geröi 19. þ.m. eins og áöur segir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.