Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Qupperneq 2
Ég átti margar ánægjustundir meö
Sveinbirni bæöi I félagsmálum og á heim-
ili hans. Þaö var andleg hressing aö hitta
hann og ræöa viö hann og því sóttu margir
gestir aö Snorrastööum sálubót. Hann var
einn af hugsjónarmöinum aldamóta-
kynslóöarinnar, sem vildi vinna Islandi
allt án þess aö alheimta daglaun aö
kveldi. Hanngeröi miklar kröfur til sjálfs
sin og jafnframt til annarra. Hann var
geörikur, en tamdi geö sitt vel.
Þau Sveinbjörn og Margrét eignuöust
sex börn, þrjá syni og þr jár dætur. Elstur
er Haukur, þá Friöjón, Jóhannes Baldur,
Kristin Sólveig, Helga Steinunn og Ellsa-
bet Jóna yngst. En Margrét átti Kristján
Benjamínsson áöur en hún giftist Svein-
birni og ólst hann aö mestu upp á Snorra-
stööum. Aö leiöarlokum þakka eg
Sveinbirni samfylgdina og margar
ánægjustundir og vona aö hann finni
sama sterka vorilminn á fyrirheitna land-
inu eins og I hraunbollunum vestan viö
Kaldá.
Fjölskyldu hans færi ég samúöarkveöju
mlna og fjölskyldu minnar.
Gunnar Guöbjartsson
t
Þann 18. þessa mánaöar var kvöldvaka
hjá þeim er dvöldu á heilsuhæli Náttúru-
verndarfélagsins 1 Hverageröi. Svein-
björn Jónsson bóndi á Snorrastööum I
Kolbeinsstaöahreppi og kona hans Mar-
grét voru þá meöal dvalargesta þar.
Sveinbjörn lék á als oddi og lagöi ekki
siöur enaörir til skemmtiefni I kvöldvöku
þessa. Kvöldiö leið og nóttin tók viö.
Sveinbjörn á Snorrastööum sofnaöi þessa
nótt svefninum langa. Hann var allur
áöur en dagur rann. Ekki njóta margir
þeirrar gæfu aö lif þeirra endi er sterkur
þáttur þess hefur setiö aö völdum. Hann
naut gleöinnar en gleöin var rikur þáttur I
llfi hans. Sveinbjörn haföi til brunns aö
bera fjölbreytta hæfileika til aö skemmta
öörum meö góðlátlegu gríni eins og eftir-
hermum, sérstökum frásagnastil og sam-
talshæfileikum. Þessa naut hann á kvöld-
vökunni I Hverageröi þann 18. þessa
mánaöar.MeöSveinbirni á Snorrastöðum
er genginn, góöur bóndi mikilhæfur
félagsmálamaöur og svipmikill persónu-
leiki.
Sveinbjörn fæddist á Snorrastööum
hinn 4. september 1894, foreldrar hans
voru Jón bóndi Guömundsson og kona
hans Sólveig MagnUsdóttir.
Nám stundaöi Sveinbjörn viö Hvitár-
bakkaskóla i Borgarfiröi árin 1914 til 1916.
Hann var góöur námsmaöur, en sérstak-
an áhuga haföi hann þó á Iþróttum og
skaraöi fram Ur I spretthlaupi. I stökkum
náöi hann einnig góöum árangri.
Sveinbjörn átti alla tlö heima aö
Snorrastööum i Kolbeinsstaöahreppi.
2
Hann hóf þar búskap áriö 1922, fyrst I
félagi viö bróöur sinn MagnUs, þar til
hann lést áriö 1955, en siöasta áratuginn
bjó hann í félagi viö son sinn Hauk, sem
nU er bóndi aö Snorrastööum.
Sveinbjörn giftist þann 26. jUni 1931,
eftirlifandi konu sinni Margréti Jó-
hannesdóttur bónda á Skjálg i Kolbeins-
staöahreppi sem fædd var 30. júni 1905.
Þau eignuöust sex börn sem eru þessi:
Haukur bóndi aö Snorrastööum, giftur
Ingibjörgu Jónsdóttur, Friöjón spari-
sjóösstjóri í Borgarnesi giftur Björk Hall-
dórsdóttur, Jóhannes starfemaöur hjá
Flugleiðum, giftur Sigrúnu Ölafsdóttur,
Kristin gift Grétari Haraldssyni sem
einnig er starfsmaður hjá Flugleiöum,
Helga gift Indriða Albertssyni mjólkur-
bússtjóra i Borgarnesi og Elisabet gift
Baldri Gislasyni kennara viö Fjölbrauta-
skólann I Breiöholti.
BUskapur þeirra Snorrastaöamanna
hefur alla tiö veriö vel rekinn. Jöröin vel
húsuö túniö stórt og vel ræktaö auk þess
hafa þeir tekiö þátt I meö sveitungum sln-
um félagsræktun á melunum fyrir ofan
Snorrastaöi. Er þaö hvorttveggja aö þar
er mikil ræktun til nytja og einnig til
prýöis. Búskapur þeirra hefur verið mjög
arösamur sérstaklega nautgripirnir fyrir
þeim haföi Sveinbjörn mikinn áhuga og
var glöggur á hæfileika þeirra til nytja.
Kennslustarfiö var sterkur þáttur I lífi
Sveinbjarnar. Hann kenndi samfleytt I
þrjátiu og fimm ár. Þessi kennsla fór aö
mestu leyti fram I heimasveit hans Kol-
beinsstaöahreppi en þó kom hann viöar
viö. Hann var einnig námstjóri fyrir
hreppana sunnan-fjalls á Snæfellsnesi og I
vestur hreppum Mýrasýslu um tvéggja
ára skeið. Sveinbjörn á Snorrastöðum var
góður kennari glöggur á nemendur sína
og sinnti kennslunni vel. Hann naut þvl
álits og vinsemdar nemenda sinna langt
umfram þann tima sem þeir voru viö nám
hjá honum.
Félagsstörfin voru ekki hvaö sist þau
störf sem Sveinbjörn sinnti meginhluta
ævi sinnar og þau f jölbreyttustu af þeim
störfum sem hann sinnti. Hann var
hreppsnefndar maöur I sveit sinni um 19
ár. Af þvi tímabili var hann oddviti
hreppsnefiidarinnar I tólf ár. Hann var
sýslunefndarmaður i fjögur ár, sóknar-
nefndarmaöur og safnaöarfulltrúi um
áratuga skeiö. Sama var aö segja um
þátttöku hans I Búnaöarfélagi Kolbeins-
staöahrepps, þar sat hann einnig i stjórn
um aratuga skeiö. hann lOK sæti i Nýbýla-
nefiid Snæfellsnes og Hnappadalasýslu
frá upphafi 1946 og gengdi þvl starfi um
margra tugi ára. í skattanefnd Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu sathann á annan
áratug. En ungmennafélagsstörfin voru
ekki hvaö siststerkur þáttur I félagsstörf-
um hans. Hann var I stjórn Ungmenna-
félagsins Eldborg um tugi ára I stjórn
Héraösambands Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýslu frá stofnun þess 1922 til 1939 og
þar af formaöur um ellefu ár. Hann var
kjörinn heiöursfélagi þess 1962. Formaöur
Slysavarnadeildar Kolbeinsstaöahrepps
var hann frá stofnun 1940.
Sveinbjörn var alla tiö mikill sam-
vinnumaöur og sat oft fundi Kaupfélags
Borgfiröinga og lagöi þar sem annars
staðar gott til. Fleira mætti telja af
félagsstörfum sem Sveinbjörn á Snorra-
stööum gengdi, þó þaö veröi ekki gert hér.
011 hans störf á sviöi félagsmála, ein-
kenndust af skyldurækni hugkvæmni og
áhuga. Enda segir það sig sjálft aö hann
heföi ekki verið kjörinn til svo margra
forystustarfa sem raun ber vitni um, ef
hann heföi ekki innt þau þannig af hendi
aö samferöafólkiö treystihonum betur en
öörum til þess aö hafa forystu um málefni
sln. Um Sveinbjörn veröur þó sagt meö
sanni aö hann var ekki maöur er talaði
fyrst og fremst aö vilja þeirra sem á
hlustuðu heldur lýsti sínum skoöunum og
hélt þeim fram og gat veriö djarfur og
haröur bæöii' sóknog vörn ef hann þurfti á
þvi ab halda.
Sveinbjörn var hygginn maöur svo aö
eftir vartekiö. Hann las mikiö um dagana
sérstaklega sögur þjóöar sinnar og ýmsa
þætti félags- og atvinnumála. Fleira
lestrarefnivar honum geðfelltþó það sem
getið er hér aö framan hafi setiö i fyrir-
rúmi. Hann var stálminnugur á allt sem
hannlassvo var einnig um menn og mál-
efiii. Ritfær var hann vel og ræöumaöur
góöur, eins og áöur er getiö. Á fyrsta
bændadegi Snæfellinga hinn 24. júni 1953
flutti hann erindi fyrir minni bænda sem
var prentað I Frey ári slðar. Hann var
áhugamaöur um islenzk stjórnmál og var
virkur þátttakandi I þeim og reyndist okk-
ur framsóknarmönnum þar mikill hauk-
ur I horni. Hins vegar hafði hann góða
hæfileika til þess aö eiga skemmtilegar
samræður viö andstæöinga slna i pólitík
þvi hann lét þaö aldrei ráöa afstööu sinni
til mála hvaöa pólitlska skoöun þeir heföu
er hann þurfti aö eiga samstarf viö.
Sveinbjörn naut mikillar hamingju I líf-
inu, hann var giftur hinni ágætustu konu
er reyndisthonum tryggur Ufsförunautur,
bjó þeim myndarlegt heimili og var góö
móöir. Þau eignuöust mannvænleg börn
sem mikils eru metin, hann naut þess aö
hlúa að jörö sinni. og þvi umhverfi sem
haföi fætt hann og fóstraö. Hann skilaöi
miklu starfi á llfsleiöinni. Viö hjónin fær-
um þeim Margrétiá Snorrastööum, börn-
um hennar og ööru venslafólki innilegar
samúöarkveöjur.
Halldór E. Sigurösson
t
Hinn 19. janúar næstliðinn lést snögg-
lega á heilsuhæli N.F.L.l. I Hveragerði
Sveinbjörn Jónsson, fyrrverandi kennari
og bóndi á Snorrastööum i Hnappadals-
sýslu, en hann var þar dvalargestur
islendingaþættir