Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Qupperneq 3
ásamt konu sinni Margréti. Með honum
féll ivalinn einn af merkustu Snæfelling-
um á þessari öld, maður sem var vinsæll
og vel metinn, enda drengur góður og
dánumaður.
Fæddur var hann á Snorrastöðum 4.
sept. 1894 og var þvi nokkuð á fimmta ári
yfir áttrætt er hann lést. A Snorrastööum
átti hann jafnan heima frá fæðingu til
dánardægurs. Foreldrar hans voru Jön
Guðmundsson bóndi þar, Borgfiröingur
að ætt og kona hansSólveig Magnúsdóttir.
Mun hún hafa veriö snæfellsk að ætt, en
lengra fram komið ættuð úr Húnavatns-
og Strandasýslum.
Sveinbjörn ólst upp á Snorrastöðum I
stórum systkina hópi, sem jafnan var tal-
ið fyrirmyndar- og menningarheimili og
þótti hann snemma efnismaður, en það
voru líka bræður hans og systur. Eru nú
þessisystkini öll látinnema Kristján, sem
var þeirra yngstur. Tveir af bræðrum
Sveinbjörns uröu þjóðkunnir menn,
Stefán fyrir kennslustörf, en hann var
lengi námsstjóri og Kristján, sem margir
útvarpshlustendur munu kannast við i
sambandi við þáttinn „tslenskt mál”.
Kristján hefur eins og Sveinbjörn átt
heima á Snorrastöðum frá fæðingu. Hann
er nú 81 árs gamall og furöu hress og
alltaf slvinnandi.
Sveinbjörn stundaði nám f Hvitar-
bakkaskólanum I tvo vetur, 1914-15 og
1915-16. Þótti hann ágætur námsmaður og
sérstaklega vinsæll af skólasystkinum
sinum. Iþróttamaður var hann ágætur og
lagði aðallega stund á spretthlaup og leik-
fimi, sem hann kenndi eitthvaö siðar; ég
held i Stykkishólmi. Hann stundaði
barnakennslu i fæðingarhreppi sinum,
Kolbeinsstaðahreppi i full 40 ár og kenndi
lika eitthvað i Stykkishólmi og Mikla-
holtshreppi. Hann var einnig prófdómari
um hrið, m.a. i Staöarsveit og leysti bæði
þessi störf af höndum með ágætum.
Sveinbjörn hóf búskap á Snorrastööum i
félagi við systkini sin, Margréti, Kristján
og Magnús, sem var elstur þeirra syst-
kina. Var það voriö 1922. Bjó Sveinbjörn
þar aö einhverju leyti er hann lést og
gerði hann garð sinn frægan.
Núfram að láti Sveinbjörns hefur verið
þar tvibýli og bjó Haukur, elsti sonur
hans, þar félagsbúi viö föður sinn. Er þar
vel hýst og ræktunarframkvæmdir mikl-
ar.
Sveinbjörn var forgöngumaöur að
stofnun U.M.F. Eldborg, sem enn er við
lýði og stofnaði ásamt Guðmundi Illuga-
syni og undirrituöum héraðssamband
ungmennafélaga i Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu (HSH) haustið 1922. Var
hann um skeið formaöur þess og oft i
stjórn. Er HSH nú orðiö allöflugt og öll
ungmennafélög á Snæfellsnesi I þvi, en
þegar það var stofnað voru þau aöeins
þrjú.
Sveinbjörn gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sina og sýslu. Atti
lengi sæti i hreppsnefnd og oddviti hennar
íslendingaþættir
alllengi, að mig minnir, og einnig i sýslu-
nefnd. Hann var lengi fyfirskattanefnd
sýslunnar og fleiri opinberum störfum
hefur hann gegnt. Sveinbjörn var einlæg-
ur samvinnumaður og sat oft sem fulltrúi
deildar sveitar sinnar á aðalfundum
Kaupfélags Borgfiröinga. 011 sin störf
leysti hann svo vel af hendi að ekki var
beturgjört, oghefur hlotið þakklæti allra,
sem rétt hafa kunnaö að meta þau.
Sveinbjörn kvæntist 26/5 1931 ágætri
konu, Margréti Jóhannesdóttur úr Kol-
beinsstaðahreppi og varð’ það hans
stærsta gæfa, þvi hún reyndist honum
frábær lifsförunautur. Móðir Margrétar
hétKristin Benjaminsdóttir, hún var bæði
fróð og minnug og vel hagorð og prýöis-
kona á margan hátt. Var Sveinbjörn henni
sérstaklega góður, erhún dvaldi hjá þeim
1 elli sinni. Geta skal þess að Margrét er
allmiklu yngri en Sveinbjörn f. 30/5 1905
og var hjónaband þeirra til fyrirmyndar á
margan hátt. Börn þeirra hjóna eru:
Haukur, Friðjón, Jóhannes, Kristin
Sólveig, Helga Steinunn og Elísabet Jóna,
sem er- þeirra yngst. Son átti Margrét
áður en hún giftist Sveinbirni og heitir
hann Kristján Benjamlnsson og var hann
að s jálfsögðu uppalinn hjá þeim á Snorra-
stöðum. Eru þau öll mesta myndar- og
gæðafólk og öll gift og eiga börn. Eins og
sést á framanskráðu þá er dagsverk
þeirra hjóna mikið og á Margrét þar ekki
siðurhlut að máli. Svo má ekki heldur
gleyma hlutdeild Kristjáns I velferð
heimilisins.
Kynni okkar Sveinbjörns hófust fyrir
tæpum 60 árum og urðu strax góð, en hafa
æ orðið meiri og betri eftir þvi sem við
höfum kynnstlengur. Hefiég ofthin siðari
ár dvalið á Snorrastöðum svo dögum
skiptir og ætið átt þar sérstakri velvild og
gæðum að mæta. Nú þegar Sveinbjörn er
allur vil ég færa honum minar hjartans
þakkir fyrir velvild og vináttu við mig.
Um hrið höfðum við talsvert saman að
sælda, en það var á meöan við vorum
báðir i' stjórn HSH. Var Sveinbjörn sér-
staklegasamvinnuþýðurogvildi gera þaö
eitt sem væri heilladrýgst fyrir HSH, en
fjárskortur hamlaði oft og tiðum
framkvæmdum. Siðan það skeði hefur
mikið vatn runniö til sjávar og margt
breytst og þvi var okkur, fyrstu stjórn-
endum HSH, mikil gleði að hittast allir
heilir og hressir er HSH hélt hátiðlegt 50
ára afmæli sitt að Breiðabliki siðla hausts
1972. Þótti ýmsum það merkilegt, að við
skyldum allir vera á lifi og furðuhressir.
Var þar gleðskapur góður og fór hóf þetta
hið besta fram, enda vel stjórnað. Geta vil
ég þess, að við vorum 10 árum áður gerðir
að heiðursfélögum HSH, en þá átti HSH
fertugsafmæli, og vorum viö hinir fyrstu
er þessa sæmd hlutu.
Sveinbjörn á Snorrastööum var heilsu-
hraustur framan af ævinni, en árið 1953
kenndi hann þess sjúkdóms er varö áö sið-
ustu banamein hans, en það var hjartabil-
un. Lá hann þá um hriö á sjúkrahúsi og
raunar aftur siðar. Hann hresstist þó nokk
uð vel, en þurfti æ síðan að nota lyf til við-
halds heilsu sinni. Einnig hætti hann þá
samkvæmt læknisráði að vinna erfiðis-
vinnu. Var það litið misjöfnum augum af
sumum, en Sveinbjörn sá best
sjálfur hvað honum var fyrir bestu. Eng-
inn þarf þó að halda að hann hafi sest i
helgan stein, þvi hann var sivinnandi og
hjálpaði til viö innanbæjarstörfin. Auk
þess prjónaði hann mikið i höndum. Hann
varhinn góðiandi heimilisins sem leit eft-
ir öllu utanbæjar og vildi hafa allt i réttu
horfi og leiðbeindi i sambandi við búskap-
inn. Sveinbjörn á Snorrastöðum var á
ýmsan hátt sérstakur persónuleiki. Hann
var jafnan glaður og reifur, en þó fyrst og
fremst alvörunnar maður. Gaman hafði
hann af fögrum ljóðum og vel gerðum vis-
um og ræddum viö oftsaman um þau efni.
Gestrisni þeirra hjóna þarf ég ekki að
lýsa. Hún er öllum kunn sem þangað
komu og nutu hennar. Heimilið var slika
eitt helsta menningarheimili á Snæfells-
nesi.
Nú er mikill harmur kveðinn að konu
hans og ástvinum, ogbiö ég aðlokum guð
að hugga þau og styrkja.
Jarðarför hans fór fram að Kolbeins-
stöðum 27. janúar s.l. að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Blessuð sé minning hans
Bragi Jónsson
frá Hoftúnum
Sveinbjörn Jónsson á Snorrastöðum
f. 4/9 1894 d. 19/1 1979.
Kveðja frá vini hans.
„Mjög er mér tregt
tungu að hræra”
engu siður
en Agli forðum.
Tal mitt þvi verður
trega þrungið,
við þitt andlát
vinur kæri.
Hné þar til moldar
heiðursmaður,
Sveinbjörn snjall
á Snorrastöðum,
góður drengur
og göfugmenni,
afbragð flestra
annarra manna.
Fékkst þú lengi
við fræðslu barna,
árangri góðum
þú alltaf náðir.
Flestir er nutu
fræðslu þinnar
að henni búa
um ævidaga.
Sinntir þú lika
sveitarmálum,
oddviti varst þú
i áraraðir.
3