Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1979, Blaðsíða 6
sonur hjá þeim á Akranesi en býr I Reykjavik meö konu sinni og börnum. Arni var góöur heimilisfaöir hugsaöi vel fyrir öllu^mikill barnavinur og heimilis- kær. Barnabörnin muna áreiöanlega lengi góöan afa þaö veit ég. Þaö er sagt aö skapgerö okkar Is- lendinga og lundarfar sé veörinu líkt á Is- landi.bæöi lifiö og gott eöa eitthvaö þar á milli. Líklega ættum viö ekkert aö kveinka okkur undan þeim dómi. Þeir menn sem frá blautu barnsbeini fram á lokadag lifsins vinna erfiöustu verkin, þar sem vosbúöin er mest, og hvfldin minnst og óreglulegust störf sem mest eru háö veöurfarinu, þar gildir einu hvort er til sjávar eöa sveita. Þeir menn ganga sjald- an á rósum eöa lifa neinu munaöarlífi, baráttanerharöarien svo eöa hefur veriö þaö timabiljsem fulloröiö fólk hefur mátt þola. Samviskusamt fólk og áhugasamt.fullt af eldmóöi og dugnaöi er áreiöanlega næmarafyrirbasli ogmótlætisem ergelsi skapar. En þegar vandinn er leystur og sigur fenginn er gleöin hvergi meiri né sannari en i brjóstum þeirra sem þannig eru. Þetta er mikiö drengskaparfólk sem hvergi má vamm sitt vita«stór heiöarlegt og húsbóndahollt ég vil segja, búiö þess- um gömlu góöu dyggöum bestu hjúanna hér áöur. Vonandi deyja þær dyggöir ekki út á Islandi heldur varöveitast sem þjóöarstolt og fögur llfsvenja. Ég hefi Arna I huga þegar ég segi þetta.hann var maður tilfinninga. En Arni var ekki alltaf ergilegur og áhyggjufullur, oftar var hann spaugsam- ur og skemmtilegur. Ég þekki fáa menn sem kunna jafn mikiö af ýmsu broslegu spaugi og hann. Honum var létt um að syngja gamanvfsur á þorrabiótum og viö lfli taékifæri fyrir fólkiö sem kunni vel aö meta. Hann var góöur söngmaöur og söng mikiö og haföi gaman af meö ýmsum góöum félögum i kirkjukór Akraness og viöar. Allt var þetta honum góö til- breyting frá amstri starfsins. Kynni okkar Arna eru orðin löng. Ekki mjög náinn samgangur en aldrei slitnaöi átthagaþráöurinn frá þvl viö vorum drengir í sveitinni. En svokom þar aö fólk okkartengdisttryggöarböndum, þaö varö til aö skerpa upp á gömlum góöum kynn- um. Arni var orövar um aöra, kannski ekki allra- en góöur og tryggur vinur vina sinna. Vandaöur maður til orðs og æöis, sem vann sér traust manna Sjálfur var hann viökvæmur I lund, engan vildi hann særa og ekki gera á hlut annarra manna. Hann var drengskaparmaöur sem lengi veröur munaö eftir, af þeim, sem fengu aö njóta hans mannkosta. Megi honum vel vegna á æöri staö. Hugheilar samúöarkveöjur eru fluttar öllumástvinumhansfráokkur hjónum og fjölskyldu. Valgaröur L. Jónsson 6 Þorsteinn Framhald af 8 slöu. ur á mótinu). Eftir mótiö fórum viö Þor- steinn tveir meö Finnunum sem voru á mótinu til Finnlands og dvöldum þar I viku igóöu yfirlæti: Betri feröafélaga en Þorstein get ég ekki hugsaö mér. Allar þessar minningar sækja nú á hugann aö leiöarlokum. I vor komum viö saman mörg bekkjar- systkinin á 35 ára afmæli okkar. Viö boröuöum fyrst á hóteli og fórum slðan heim tU skólasystur okkar Helgu Magnús- dóttur og áttum þar indæla stund saman langt fram eftir nóttu. Og ég veitaðégmáflytja honum kveðju okkar allra. Þaö eru komin skörö i hópinn okkar, skörö sem ekki veröa fyllt.en þetta er lögmál alls sem lifir. Ég ætla mér nú ekki aö rekja æviferil Þorsteins, þaöveröa áreiöanlega aörir til aö gera þaö. Þó ætla ég aö stikla á stóru. Þorsteinn er fæddur á Löngumýri á Skeiöum I Arnessýsluáriö 1920. Hann lauk prófi frá Hsk. i Reykholti 1939 kennaraprófi 1943. Hann var I námsdvöl I Noregi 1960. Strax aö námi loknu I Kennaraskólan- um varö hann skólastjóri heimavistar- skólans i Brautarholti og var þar fram undir 1960 aö hann fluttist suöur og varö kennari viö Vogaskólann. Hann hefur verið yfirkennari og skólastjóri I forföll- um. Þorsteinn kvæntistSolveigu Hjörvar 11. april 1953 og áttu þau þvl 25 ára hjúskaparafmæli nú I vor. Börn af fyrra hjónabandi Solveigar og stjúpbörn Þorsteins eru: Helgi f. 17. nóv. 1940, Rósa f. 17. ág. 1943 og Guörún f. 23. sept. 1944. 011 eru þau nú gift og eru barnabörnin nú orðin 10. Einn son eiga þau Þorsteinn og Solveig, Jóhann. Hann ernú 15ára i 9. bekk grunn- skóla. Stjúpbörnum sinum var Þorsteinn sem faöir og barnabörnin dáöu hann. Þaö er þvl mikils aö sakna. Solveig min, megi sá sem öllu ræöur styöja þig, Jóhannlitla^börn ogbarnabörn og ástvini alla.sömuleiöis aldraöan fööur Þorsteins sem hjá ykkur hefur dvalist. Aö slöustu flyt ég kveöju frá mér og fjölskyldu minni meö þakklæti fyrir allt og allt. Jóakim Pálsson Föstudaginn 29. september s.l. hvarfl- aöi þaö ekki aö okkur þá er við héldum frá skóla okkar til helgarleyfis, aö viö ættum aldrei eftir aö sjá okkar ágæta yflrkenn- ara á lifi framar. Okkur setti þvl öll hljóö er skólastjóri okkar i Vogaskóla tilkynnti okkur árla morguns 2. október þá harma- fregn aö Þorsteinn Eiriksson, yfirkennari væri látinn. Viö vorum öll harmi lostin. Þorsteinn haföi tengst okkur sérstökum böndum fyrir sérstakan áhuga sinn og elju við fé- lagsstörf okkar, en þau haföi hann oftast haft á hendi á þeim árum er viö vorum nemendur Vogaskóla. Hiö rólega og yfirvegaöa viömót er ávalltmætti okkur I starfi hans stóö okkur nú ljósara en fyrr I hugskoti okkar. Okkur varö ljóst aö viö áttum honum miklar þakkir aö gjalda, er viö heföum fremur kosiö aö flytja honum I lifenda lifi fremur en meö prentsvertu á blaöapappir. Engu aö siöur viljum viö meö þessum fáu linum okkar votta Þorsteini innilegt þakklæti okkar. Jafnframt biöjum viö þess aö eftirlifandi eiginkonu hans og syni, sem jafnframt er bekkjarfélagi okk- ar, megi auönast aö sætta sig viö oröinn atburö. Aö þau megi öölast þá hugarró og æöruleysi er sætt geti óræöa framtiö viö liöna fortiö. Þá flytjum viö einnig öllum ættingjum og vinum Þorsteins okkar innilegustu samúöarkveöjur. Nemendur og umsjónarkennari 9. bekkj- ar Z. Vogaskóla. Skólinn okkar er nokkurskonar lltiö samfélag. Þargerast hlutir af öllum gerö- um, stundum gleöilegir og stundum sorg- legir. Þorsteinn yfirkennarivarein af þessum traustu persónum, sem allir geta leitaö til og fengiö hjálp hjá. í litla samfélaginu okkar var hann þvl buröarás, sem fékk óllklegustu persónur virkjaöar i þágu góös málstaöar. Hann var ekki einn þeirra sem byggja allt I kringum sig sjálfa, heldur undirbjó starfiö þannig aö verkin dreiföust. Þaö er mikið og anna- samtstarf að vera yfirkennari og þvl þarf mikla elju til aö axla ýmis félagsmál. Þetta geröi Þorsteinn um áraraöir og tókst mjög vel. Þaö var ekki um neitt kyn- slóöabil aö ræöa. Þaö er einmitt þess vegna sem okkur langar aö þakka Þorsteini fyrir þaö veg- arnesti, sem hann hefur búiö okkur meö traustu viömóti og góömennsku. Megi minning hans lifa I hugum okkar og geymast sem eitt af gullkornum æskunn- ar. Fátækleg orö flytja hjartans þakkir. Nemendafélag Vogaskóla. Við fráfall vinar og starfsfélaga veröur mér oröfátt. Ég horfi til baka yfir liöinn áratug og viröi fyrir mér þann þátt úr starfsævi þessa mæta vinar mlns er aö mér og fjölskyldu minni lýtur. Strax frá öndveröu varö mér ljóst þvl- llka mannkosti og umgengnishæfileika hannhafði aö geyma. Ég átti þvi láni aö fagna aö veröa þessa aönjótandi sjálfur, enda markar þaö minninguna um þennan látna vin. Mannræktarstarf hans varö mér og er æriö vegarnesti. Ekki þætti mér ósenni- legt aö fleirum en mér sé líkt fariö þá er viö hugsum til samskipta okkar viö Þorstein á liönum árum. Hvaö er þá þessi mannrækt er mér islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.