Íslendingaþættir Tímans - 10.03.1979, Qupperneq 5
sinn i veikindum hans, en naut til þess
góðrar hjálpar frændfólksins, ekki sfst
Guðmundar Bjarnasonar, sem var nokkr-
um árum eldri en hún.
Þau Guömundur og Sigriður giftust árið
1920, og sama ár fluttu þau ásamt sr.
Gisla, Þuriði Runólfsdóttur móður Guð-
mundar og systkinum hans að Selinu i
Skaftafeili, þar sem þau bjuggu til ársins
1939, er þau fluttu til Reykjavlkur.
Eftir að Sigriður gerðist húsmóöir i
Skaftafelii varð erfiöara um vik fyrir
hanaað taka þátt i félagsllfi sveitarinnar,
þvi 25km voru á samkomustað og Skafta-
fellsá, sem mest er af þeim vötnum sem
renna milli bæja i öræfum, i leiðinni.
Að vísu kom fleira til, en bústaðaskipti
þessarar fjölskyldu hafa eflaust átt drjúg-
an þátt í að starfsemi ungmennafélagsins
Framtiðin lagðist niður árið 1921.
12 árum siðar var aftur stofnað ung-
mennafélag I öræfum. A einum fundi þess
var rætt um orgelkaup i samvinnu við
sóknina og gert ráð fyrir að ungmennafé-
lagið fengi að nota orgelið, þó hlutur þess
yrði minni en safnaðarins. í þessum um-
ræðum minntist einn þeirra, sem verið
hafði i gamla félaginu á hlut Sigríðar I
þvi, og kvaðst ætla. að ef félagið heföi haft
aðgang að orgeli og starf Sigriðar getað
haldið áfram, mundi það félag hafa lifaö
góðu lifi fram á þann dag. Má af þvi
tnarka hvers virði starf hennar fyrir fé-.
lagið var.
Aðrirhafa getið ættar Sigriðar og helstu
æviatriöa ogskalþað ekki endurtekið hér,
enda hafði undirritaður ekki mikil kynni
af fjölskyldunni i Selinu.
Það var fyrst alllöngu eftir að þau hjón-
>n fluttu til Reykjavíkur að ég hafði af
þeim veruleg kynni. Ég var þá að kynna
mér ýmsa þætti þess ltfs, sem þróast hafði
i öræfum á liðinni tiö, og þótti mikill
fengur að geta talað við Svein bróður
Guðmundar, sem var þá (og er enn) elst-
ur þeirra manna, er fæddir eru og uppald-
>r I Öræfum, og vel minnugur (fæddur
1881), en hann átti heima hjá þeim hjón-
um. Er þar skemmstaf aö segja, að ég fór
alltaf fróðarifráþeim en þegar ég kom og
var Sveinn ekki einn um að veita mér
fræðslu, þó hann væri aö visu drýgstur á
þvl sviöi.
En þau kynni, sem. af þessu leiddi urðu
öl þess að ég reyndi alltaf að heimsækja
þau hjónin ef ég átti Ieið til Reyk javfkur,
enda voru það ánægjustundir, sem ég er
þakklátur fyrir að hafa notiö. Aldrei bar
þó þátt Sigriðar I starfi ungmennafélags-
>ns á góma I þessum heimsóknum, en um
hann hef ég farið eftir samtima heimild
°g sögn þeirra, sem muna hann. Við frá-
fall hennar votta ég eftirlifandi manni
hennarog öllu skylduliði einlæga samúö.
Blessuð sé minning hennar.
tSigurður Björnsson
■slendingaþættir
HINN 26. þ.m. andaðist frú Sigriður
Gisladóttir, Ljósvallagötu 32hér i bæ eftir
löng og erfið veikindi . Hún hafði þó oftast
fótavist þar til siðustu vikurnar á sjúkra-
húsi.
Ég heyröi hennar fyrst getið haustið
1920 þegar ég gerðist kennari viö barna-
skólann á Eyrarbakka litt reyndur og öll-
um ókunnur þar. Atvikin höguðu þvi svo
til að ég kynntist þar einna fyrst frú Guö-
björgu Guðmundsdóttur frá Háeyri og
fjölskyldu hennar en Sigriður var elst
hennar barna og farin að heiman þegar
hér var komiö sögu. Hún haföi farið með
sr. Gisla fóöur sinum austur I öræfi sem
siðar segir frá. En hér minnist ég þess, að
ég heyröi fjölskylduna tala um þessa fjar-
lægu stúlku á sérstakan hátt, mér skildist
meðmeiriástogviröingu en almennt ger-
ist um skyldmenni. Ég man aö mig
langaði til að kynnast þessari stúlku. Þaö
varð líka mörgum árum seinna þvi að hér
mun minn eigin örlagavaldur hafa gripið i
taumana. Hjá þessari fjölskyldu kynntist
ég systur frú Guðbjargar, Sólveigu er
siðar varö ástrik eiginkona mln og trygg-
ur förunautur til hinstu stundar. Svo var
litill aldursmunur þeirra frænkna Sigrlð-
ar og hennar aö þær vorunær þvi að vera
systur en frændkonur.
Ég kynntist þvi Sigrlði nokkrum árum
seinna þegar viðbæöi áttum orðiö heima
hér i bæ. Hún hefur þvi verið tryggðavin-
ur minn um 40 ára skeið. Og eigi ég aö
lýsa Sigriöi með einu orði verður þaö svo
að elskulegri mannesku hefi ég ekki
þekkt. Það er ótrúlegt en satt, að ég hefi
aldrei heyrt henni hallmælt.
Égmunnúreynaaðsegja sögu hennar i
svo stuttu máli sem unnt er enda þótt
ég finni vanmátt minn til þess.
Sigriður var fædd að Felli i Mýrdal 20.
júli 1897, en faðir hennar, Gisli Kjartans-
son var þá prestur Mýrdalsþinga. Móöur-
foreldrar Sigriðar voru hjónin Guð-
mundur Isleifsson óðalsbóndi og út-
gerðarmaöur á Eyrarbakka og k.h. Sig-
riður Þorleifsdóttir, „rika” á Stóru-Há-
eyri en fööurforeldrar Kjartan Jónsson
prestur i Ytri-Skógum og Ragnhildur
Gisladóttir kona hans. Eru þetta kunnar
ættir sem ekki verða raktar hér.
Sigriöur ólst upp hjá foreldrum sínum
fyrst á Felli og siöan i Reykjavik þegar
faðir hennar varð aö láta af embætti sök-
um heilsubrests 1903 og fluttist til Reykja-
vikur. En árið 1905 fluttist fjölskyldan að
Stað i Grunnavík til sr. Kjartans
Kjartanssonar bróður sr. Gisla. Var hann
aöstoðarprestur bróður slns næstu 4 árin.
Siöan fluttust þau hjón aftur til Rvikur
með börn si'n og vann sr. Gísli þá skrif-
stofustörf I nokkur ár, þvi aö hann var
fjölhæfur verkamaður glæsimenn i sjón
og þótti ágætis prestur, þegar hann naut
sin vegna veikindanna. Og alltaf þráði
hann preststarfiö. Svo skipaðist nú til um
heilsufar hans að honum var veitt Sand-
fellsprestakall I Oræfum 1912 og var hann
skiþaöur þar 1913. Þá höföu þau frú Guð-
björg eignast 10 börn hvar af 6 voru á lífi
það yngsta fætt 1913. Þaö þótti þvi ekki
ráölegt að flytja fjölskylduna alla þessa
leið i einangraöa og fjarlæga sveit. Þá
varð það að ráði aö elsta dóttirin Sigriður
flytti með föður slnum austur og geröist
ráðskona hans. Hún hafði þá veriö við
nám i Kvennaskóla Rvikur og tekið þaðan
próf meö mjög hárri einkunn þvl aö hún
var skarpgreind og námfús.
En hér skipti sköpum i ævi hennar.Hún
varð áfram verndarvættur hins veika föð-
ur sins þvi aö heilsu hans hrakaði svo
aftur, að honum var veitt lausn frá em-
bætti 5. mai 1916. Fjölskylda hans komst
þvi aldrei austur i öræfi en dvaldi I
Reykjavik og á Eyrarbakka þessi og
næstu ár. Hins vegar varð hlutverk Sig-
riðar eins og flestra annarra myndar-
kvennaaö hún giftist áriö 1920 góðum og
gjörvulegum manni Guömundi Bjarna-
syni i Skaftafelli. Hann var einn 5 bræðra
er bjuggu þar félagsbúi meö móöur sinni
Þuriöi Runóifsdóttur er þótti skörungs-
kona að allri gerð.
Nú fluttist Sigriður á þetta heimili með
fööur sinn veikan. Naut hann þar hinnar
bestu aöhlynningar hjá ágætri dóttur
sinni og tengdafólki hennar og þar dó
hann 12. sept. 1921.
En svo viö höldum áfram sögu ungu
hjónanna þá bjuggu þau þarna I sambýl-
inu til ársins 1939, að þau fluttust til
Reykjavikur og bjuggu sjálfstætt úr þvi.f
Ekki þarf miklaglöggskyggni til að sjá
að þessi ár hafa verið erfið fyrir unga
konu sem átti orðiö 4 börn. Allir vita að
þriöji og þó einkum fjórði áratugur aldar-
innarvar erfiöur islenskum bændum. Auk
þess var Oræfasveitin algjörlega ein-.
angruð af stórvötnum. Og þótt fagurt sé I
Skaftafelli er ég ekki viss um, aö gott sé
að búa þar. Aö minnsta kosti þarf þar
mikinn mannafla til smalamennsku og
selveiða og illt er að gera jarðarbætur I
grennd við bæina.
Unga konan i Skaftafelli komst aldrei i
heimsókn til fjölskyldu sinnar þessi ár, en
hafði stöðugt samband við hana. Elsti
bróöir hennar dvaldi eystra um tima og
fyrir kom aö önnur eldri systkini komu i
heimsókn. Það voru sólskinsdagar i lífi
Sigriðar. Ein aðalástæða til þess að þau
hjónin fluttu frá Skaftafelli var auðvitað
löngunin til þess aö veita börnum sínum
betra tækifæri til lærdóms og þroska en
unnt var aö veita i innilokaöri sveit. Enda
tókstþeim þaðmeð dugnaöi og framsýni
enda þótt hér verði ekki talaö um skóla-
göngu hvers og eins þeirra. En hins
verður aö geta aö Guðmundur fékk strax
góöa atvinnu hér i bæ og hefur unnið eins
og vikingur, enda létu kona og börn ekki
sitt eftir liggja. Það varð heim happ aö
eignasthúsiö á Ljósvallagötu 32 þar sem
fjölskyldan hefurnúhaft aðsetur um ára-
bil.
Hér skulu nú talin börn þeirra Sigriðar
og Guðmundar i aldursröð:
1. Þuríöur Elin. Var heilsulaus mestan
5