Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Page 3
Jón Kristófer Lárusson F. 6. nóv. 1878. D. 16. sept. 1949. Jón var fæddur i Rifgirðingum á Breiðafirði. Foreldrar hans voru: Lárus Loftsson i Arney og viðar og fyrri kona hans Anna Marta Friðriksdóttir. Kona Jóns Lofthildur Kristin (d. 21. okt. 1928) Pálsdóttir frá Efri-Brunná, Sigurðssonar. Börn þeirra: Loftur brunavörður I Reykjavik (látinn), Oskar Breiðfjörð I Reykjavik, Baldur dó ókvæntur, Halla dó 16ára, Friðrik lögregluþjónn i Reykjavik, Eggrún (látin) áttiHjálmtýEinarsson frá Vogi (fekildu), Dagbjört átti Þorstein Sigurðsson i ólafsvik, Niels Breiöfjörð i Reykjavik (iátinn). Sonur Jóns utan hjónabands: Hjörtur afgreiðslumaður I Reykjavik. Loftur Jónsson, afi Jóns Lárussonar, bjó lengi á Hallsstöðum og Vlghólsstöðum á Fellsströndinni og var hreppsstjóri. Eins og fyrr segir var móðir Jóns Anna Marta Friðriksdóttir bónda i Rifgirðing- um og konu hans Frúgetar, dóttur Gisla prests Ólafssonar i Sauðlauksdal. Jón var fyrsta barn foreldra sinn, en 3 börn áttu þau alls, tvö dóuung og lést móðir hans af þvi siðasta. Jón var þá á fjórða ári þegar móöir hans dó. Faðir hans hætti þá búskap og gerðist lausamaður. 1 Rifgirðingum voru tvær systur, sem hétu Halla og Kristín, i húsmennsku, Hákonardætur skálds i Brokey. Halla og móöir Jóns voru vinkonur, og er móðir Jóns andaðist tók Halla Jón i fóstur og gekk honum I móðurstað. Kristín, systir Höllu, eignaðist stúlkubarn, sem hét Stefania. Hún giftist og átti tvo syni meö manni sinum, Jón Hildiberg og Kristján. Tók þá Kristin, amma Jóns Hildibergs, hann i fósturog ólust þeir Jón Lárusson og Jón Hildiberg upp saman, til 12 ára ald- urs. Það myndaðist mikið ástriki milli þessara drengja, sem entist þeim alla ævi. A sumrin var Jón ekki i Rifgirðingum, heldur hjá ættingjum sinum hér og hvar, en frá átta ára aldri fór hann að vinna fyr- ir sér á sumrin, fyrst i Kjóeyjum, sfðar I Dagverðarnesseli og seinast á Hellu á Felisströnd, þá fór Jón á ellefta ár um haustið. Faðir Jóns kvæntist annað sinn um vor- iö Halldóru Jónsdóttur frá Brokey, systur Vigfúsar Hjaltalins i Brokey. Lárus faðir Jóns fékk til ábúðar 1/4 af Rifgiröingum ogflutti þangað með konu sina. Eftir áriö flutti faðir Jóns i Arney og þangað fór Jón ■slendingaþættir með honum. Þá var hann ellefu ára og æska hans búin. Hann var látinn gæta að fénu, vera I fjósinu og snúast. Kverið lærði hann I fjós- inu, meðan kýrnar átu. Þegar Jón var kominn á 15. árið var hannmikið á sjónum, stundum formaður til Stykkishólms. Hann elskaði sjóinn og bátana ogmáttiheitaaðhann væri á sjón- um á hverjum degi, þegar fært var. Ann- ars vann hann öll sveitastörf. Jón réri um vortima til fiskjar I Höskuldsey með Skúla Skúlasyni. Jón segir nú frá ibúð þeirra félaga i Höskulds- ey: „Ekki var búðin okkar i Höskuldsey nein sérstök þægingaibúð: litill moldar- kofi og var þang úr fjörunni borið upp á hana fyrir þak. Lak þáð hverjum dropa, sem kom úr lofti. Var hlaðið upp I báða enda. Rúmstæðin voru úr grjóti, og þang þar á var undirsængin. Kodda höfðum við i fletunum og einhverjar tuskur ofan á okkur. Svo náðu dyrnar inn á milli flet- anna.” Ekkert var matreitt i kofanum, bara hitað kaffi fyrir róðrana Jón fór svo á vetrarvertiö undir Jökli með Skúla Skúlasyni úr Fagurey, siöan fór hann á þilskip sem háseti með Jóni Skúlasyni I Fagurey. Það vantaöi eitt sinn stýrimann á 100 tonna kútter, vélarlaust seglskip, og skólastjóri Stýrimannaskólans var beðinn að benda á mann 1 Stýrimannaskólanum, sem hann áliti hæfastan fyrir stýrimann. Hann valdi Jón Lárusson úr 60 manna hópi, trúði honum best fyrir skipi og mönnum. Jón var þá aðeins 20 ára. Skipiö hét Portland en sidpshöfnin var 24 menn. Ariðeftir var Jón skipaður stýrimaður á Friðrik hjá Hannesi Hafliðasyni. Jón var afburðafiskimaður. Jón útskrifaðist úr Stýrimannaskólan- um 22ja ára gamall árið 1901. Það var þó ekki venja, að veita svo ungum manni skipstjóraréttindi, en Jón hlaut samt skipstjóraréttindi vegna ágætra vott- orða frá þeim skipstjórum, sem hann hafði verið stýrimaður hjá. N æsta vetur kvæntist Jón unnustu sinni Lofthildi Pálsdóttur, 6. desember. Þau fengu stofu hjá Lárusi föður Jóns til að búa i' um veturinn. Ég held að Jón hafi verið 3 ár i Arney, áður en hann fór i Sel- lón. Hann var 3 ár i Sellóni. Hann hafði tengdaföður sinn til að hirða jörðina að sumrinu, en var sjálfur skipstjóri, hirti skepnur sinar á vetrum. Vorið 1907 flutti Jón frá Sellóni i Arney með konu og 5 börn. Hann fékk jörðina byggða til 10 ára. Faðir hans hafði búiöþar I 17 ár, en hætti nú búskap I Arney. Hagur Jónsblómgaðist i Arney, hún var miklu betra ábýli en Sellón. Jón hafði fólk viö heyskap og hirðingu jarðarinnar á sumrum, en stundaði sjóinn. Jón bjó i Arney i' 9 ár og undi þar vel hag sinum, þó hann yrði þar fyrir ýmsum óhöppum. Þegar Jónvarbúinn að vera sjómaður I 17 ár hætti hann sjómennsku. Eftir það stundaði hann eingöngu búskapinn i Arney. Vorið 1916 fiytur Jón að Arnarbæli, eftir 9 ára búskap i Arney. Hann flytur þangað með gott bú, en 8 börn i ómegð og heilsu- litla konu. Fyrstu árin i Arnarbæli gekk allt vel, arösamt bú og gott heilsufar. Svo koma erfið ár 1917—1918, miklar hörkur. Fugl- inn fraus i helogdúnn minnkaði stórkost- lega I Arnarbæli. Sumarið eftir var vand- ræðaástand með slægjur i Arnarbæli eins og viöar. 1 Arnarbælislandi var álagablettur, hólmi, sem heitir Kerling. Taliö var öruggt, að það fylgdi ógæfa aö slá þennan blett. Jón var ekki trúaður á þetta, slær blettinn og hiröir heyið sem var 7 hestar. Eftir þettamissirhannmikiðaf skepnum, bæði ám, lömbum og gemlingum, bestu kúna úr fjósinu og hest. Margir kenndu þetta slættinum á álagablettinum. Siðan kemur tæring á heimilið. Halla dóttir Jóns deyrúr tæringu 1922. Arið eftir veiktistkona Jóns og deyr á Vifilsstöðum 21. okt. 1928. Lofthildur Pálsdóttir kona Jóns var sérstaklega heimilisrækin, trygglynd, myndarhúsmóðir og ágætis

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.